Reykjanesbær skuldar Fasteign vel á annan tug milljarða Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2015 13:33 Kjartan Már bæjarstjóri er ekki í öfundsverðri stöðu. En, þó íbúar séu fúlir, þá skilja þeir stöðuna og það skiptir miklu máli. Komið gæti til greiðslufalls á skuldbindingum Reykjanesbæjar í framtíðinni ef viðræður við kröfuhafa bera ekki árangur en niðurstaða þeirra á að liggja fyrir á næstu vikum. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ gerir sannarlega ekki lítið úr hinni alvarlegu stöðu. En, hvað þýðir þetta eiginlega á mannamáli, það er ef ekki tekst að ná samningum við kröfuhafa? „Það sem gerist ef til greiðslufalls kemur og við metum stöðuna þannig að við ráðum ekki lengur við ástandið, það er að segja fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, þá munum við tilkynna það formlega til innanríkisráðuneytisins sem að þá væntanlega grípur til þeirra aðgerða og heimilda sem lög kveða á um og heimila ráðuneytinu að gera. Sem betur fer eru ekki mörg fordæmi um slíkt á Íslandi en þar sem þetta hefur verið gert hefur verið skipuð fjárhaldsnefnd eða maður yfir sveitarfélag. Þeir taka þá í raun yfir fjármálahluta rekstursins.“Skulda Fasteign mest Sveitarfélagið myndi þannig segja sig til ríkis. Reykjanesbær kynnti í haust áætlun sem gengur undir nafninu Sóknin og gengur í grófum dráttum út að hagræða í rekstri, laga til í efnahag, og framkvæmdum er haldið í lágmarki. „Í fjórða liðurinn sem er að hefjast núna eru viðræður við kröfuhafa. Við skuldum mjög mikið. Reykjanesbær er skuldsettasta sveitarfélag landsins og það er sýnt að við getum ekki staðið undir öllum þessum lánum. Við þurfum að fá niðurfellingu skulda. Það er í rauninni lykilatriði í þessu. Þær viðræður eru að hefjast og vonandi skila þær árangri. Við viljum svo sannarlega standa við okkar okkar skuldbindingar en eins og aðrir sem lent hafa í slíkum kröggum þarf bara að laga það plan að okkar getu.“En, hverjir eru ykkar viðsemjendur? „Það eru bankastofnanir, lánastofnanir ýmsar og lífeyrissjóðir... þeir eru margir og ég ætla ekki að tilgreina einn frekar en annan. En, langstærsti hlutinn af þessu er vegna leiguskuldbindinga við eignarhaldsfélagið Fasteign. Og það er á annan tug milljarða sem við skuldum vegna þeirra leiguskuldbindinga.“Íbúar í Reykjanesbæ fúlir en raunsæir Spurður segir Kjartan Már íbúa Reykjanesbæjar náttúrlega ekki ánægðir með stöðuna. „Við höfum aukið álögur á þá með hærra útsvari, hærri fasteignasköttum en þetta er skynsamt fólk sem gerir sér grein fyrir því að það borgar þetta enginn nema við sjálf. Og þó menn séu fúlir, þá skilja þeir stöðuna og það skiptir miklu máli.“ Og víst er að Kjartan Már ýkir ekki stöðuna. Skuldirnar, sem eru rúmir 40 milljarðar, hafa fjórfaldast á tímabilinu 2002 til 2013. Þessi ár vantaði Reykjanesbæ rúma þrjá milljarða til að geta staðið undir útgjöldum og ekkert svigrúm til að standa undir afborgunum lána. Í lok árs voru skuldirnar um 250 prósent af tekjum í lok ársins 2013, en samkvæmt lögum um sveitarfélög mega þau ekki skulda meira en 150 prósent af reglulegum tekjum. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Komið gæti til greiðslufalls á skuldbindingum Reykjanesbæjar í framtíðinni ef viðræður við kröfuhafa bera ekki árangur en niðurstaða þeirra á að liggja fyrir á næstu vikum. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ gerir sannarlega ekki lítið úr hinni alvarlegu stöðu. En, hvað þýðir þetta eiginlega á mannamáli, það er ef ekki tekst að ná samningum við kröfuhafa? „Það sem gerist ef til greiðslufalls kemur og við metum stöðuna þannig að við ráðum ekki lengur við ástandið, það er að segja fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, þá munum við tilkynna það formlega til innanríkisráðuneytisins sem að þá væntanlega grípur til þeirra aðgerða og heimilda sem lög kveða á um og heimila ráðuneytinu að gera. Sem betur fer eru ekki mörg fordæmi um slíkt á Íslandi en þar sem þetta hefur verið gert hefur verið skipuð fjárhaldsnefnd eða maður yfir sveitarfélag. Þeir taka þá í raun yfir fjármálahluta rekstursins.“Skulda Fasteign mest Sveitarfélagið myndi þannig segja sig til ríkis. Reykjanesbær kynnti í haust áætlun sem gengur undir nafninu Sóknin og gengur í grófum dráttum út að hagræða í rekstri, laga til í efnahag, og framkvæmdum er haldið í lágmarki. „Í fjórða liðurinn sem er að hefjast núna eru viðræður við kröfuhafa. Við skuldum mjög mikið. Reykjanesbær er skuldsettasta sveitarfélag landsins og það er sýnt að við getum ekki staðið undir öllum þessum lánum. Við þurfum að fá niðurfellingu skulda. Það er í rauninni lykilatriði í þessu. Þær viðræður eru að hefjast og vonandi skila þær árangri. Við viljum svo sannarlega standa við okkar okkar skuldbindingar en eins og aðrir sem lent hafa í slíkum kröggum þarf bara að laga það plan að okkar getu.“En, hverjir eru ykkar viðsemjendur? „Það eru bankastofnanir, lánastofnanir ýmsar og lífeyrissjóðir... þeir eru margir og ég ætla ekki að tilgreina einn frekar en annan. En, langstærsti hlutinn af þessu er vegna leiguskuldbindinga við eignarhaldsfélagið Fasteign. Og það er á annan tug milljarða sem við skuldum vegna þeirra leiguskuldbindinga.“Íbúar í Reykjanesbæ fúlir en raunsæir Spurður segir Kjartan Már íbúa Reykjanesbæjar náttúrlega ekki ánægðir með stöðuna. „Við höfum aukið álögur á þá með hærra útsvari, hærri fasteignasköttum en þetta er skynsamt fólk sem gerir sér grein fyrir því að það borgar þetta enginn nema við sjálf. Og þó menn séu fúlir, þá skilja þeir stöðuna og það skiptir miklu máli.“ Og víst er að Kjartan Már ýkir ekki stöðuna. Skuldirnar, sem eru rúmir 40 milljarðar, hafa fjórfaldast á tímabilinu 2002 til 2013. Þessi ár vantaði Reykjanesbæ rúma þrjá milljarða til að geta staðið undir útgjöldum og ekkert svigrúm til að standa undir afborgunum lána. Í lok árs voru skuldirnar um 250 prósent af tekjum í lok ársins 2013, en samkvæmt lögum um sveitarfélög mega þau ekki skulda meira en 150 prósent af reglulegum tekjum.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira