Til þeirra sem skömmina eiga Jóhanna Marín Jónsdóttir skrifar 14. maí 2015 07:00 Ég ætla að segja ykkur hræðilegt leyndarmál. Ég ákvað í nótt þegar ég lá andvaka að láta til skarar skríða. Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan. Þá öðlaðist ég kjark til að losa mig undan oki áratuga skammar yfir því, sem ég átti enga sök á. Nú finn ég til sömu löngunar gagnvart öðru máli sem hefur hvílt á mér í meira en tvo áratugi og nú ætla ég að nota andrúmsloftið sem er í samfélaginu og létta þessari skömm af mér og koma henni á þann stað sem hún á heima. Þessi djúpstæða skömm sem hefur rænt mig friði og haft áhrif á sjálfsmynd mína og allt mitt líf, er sú að ég hef ekki getað séð mér og börnunum mínum farborða á sómasamlegan hátt, þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er sem sagt, ein af þessum heimtufreku menntuðu einstaklingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þessa lands vill meina að heimti 50-100% launahækkun og komi þannig þjóðfélaginu á hliðina. Sannleikurinn er sá að ef ég vinn 100% vinnu með mína fagmenntun og ofan á hana bætist áratuga starfsreynsla og mikil sérþekking næ ég loksins núna 460.210 kr. í heildarlaun á mánuði. Sem þýðir að ég fæ til ráðstöfunar innan við 280.000 kr. Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna t.d. á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu. Það helgast af því að það eru misjafnir stofnanasamningar í gangi á hverjum vinnustað fyrir sig. Ég get fullyrt að flestir þeirra sem eru í kjarabaráttu núna, innan raða BHM, eru með á bilinu 350.000-550.000 kr. í heildarlaun fyrir 100% starf. Launatafla okkar núna er frá tæplega 270.000 kr. upp í hæstu laun, sem aðeins einhverjir örfáir toppar geta náð, um 860.000 kr. Það er undantekning að fá þau laun. Ég veit að ég tala fyrir munn margra sem upplifa stöðu sína svipaða minni. Að skammast sín fyrir að eiga ekki fyrir nauðþurftum þrátt fyrir að hafa lagt á sig langt nám og mikla fjárfestingu, þjóðfélaginu öllu til heilla. Ég get fullyrt það að menntun á stóran þátt í því að hér byggjum við friðsælt og umburðarlynt þjóðfélag sem lætur sér enn annt um náungann. Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er. Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi. Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi. Stöndum saman og látum þá eiga skömmina sem hana eiga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að segja ykkur hræðilegt leyndarmál. Ég ákvað í nótt þegar ég lá andvaka að láta til skarar skríða. Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan. Þá öðlaðist ég kjark til að losa mig undan oki áratuga skammar yfir því, sem ég átti enga sök á. Nú finn ég til sömu löngunar gagnvart öðru máli sem hefur hvílt á mér í meira en tvo áratugi og nú ætla ég að nota andrúmsloftið sem er í samfélaginu og létta þessari skömm af mér og koma henni á þann stað sem hún á heima. Þessi djúpstæða skömm sem hefur rænt mig friði og haft áhrif á sjálfsmynd mína og allt mitt líf, er sú að ég hef ekki getað séð mér og börnunum mínum farborða á sómasamlegan hátt, þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er sem sagt, ein af þessum heimtufreku menntuðu einstaklingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þessa lands vill meina að heimti 50-100% launahækkun og komi þannig þjóðfélaginu á hliðina. Sannleikurinn er sá að ef ég vinn 100% vinnu með mína fagmenntun og ofan á hana bætist áratuga starfsreynsla og mikil sérþekking næ ég loksins núna 460.210 kr. í heildarlaun á mánuði. Sem þýðir að ég fæ til ráðstöfunar innan við 280.000 kr. Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna t.d. á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu. Það helgast af því að það eru misjafnir stofnanasamningar í gangi á hverjum vinnustað fyrir sig. Ég get fullyrt að flestir þeirra sem eru í kjarabaráttu núna, innan raða BHM, eru með á bilinu 350.000-550.000 kr. í heildarlaun fyrir 100% starf. Launatafla okkar núna er frá tæplega 270.000 kr. upp í hæstu laun, sem aðeins einhverjir örfáir toppar geta náð, um 860.000 kr. Það er undantekning að fá þau laun. Ég veit að ég tala fyrir munn margra sem upplifa stöðu sína svipaða minni. Að skammast sín fyrir að eiga ekki fyrir nauðþurftum þrátt fyrir að hafa lagt á sig langt nám og mikla fjárfestingu, þjóðfélaginu öllu til heilla. Ég get fullyrt það að menntun á stóran þátt í því að hér byggjum við friðsælt og umburðarlynt þjóðfélag sem lætur sér enn annt um náungann. Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er. Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi. Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi. Stöndum saman og látum þá eiga skömmina sem hana eiga.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun