Skekkir samkeppnisstöðu bílaleiga Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2015 07:00 Ef breytingar í nýja fjárlagafrumvarpinu ganga eftir munu bílaleigur borga hærri vörugjöld á næstu árum við innflutning bíla. vísir/gva Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir hækkun vörugjalda á tvo flokka atvinnubifreiða, bílaleigubíla og sérútbúinna bifreiða. Þetta skekkir samkeppnisstöðu við aðra sem nýta atvinnubifreiðar í ferðaþjónustu, til dæmis leigubíla, sem áfram njóta þess að greiða lægri vörugjöld. Fólksbílar í flokki leigubifreiða, kennslubifreiða og sérútbúinna bifreiða greiða vörugjöld samkvæmt undanþáguflokki. Í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sú ívilnun sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning verði afnumin í tveimur skrefum. Í þingskjali um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016 kemur fram að ein af ástæðum þess að afnema ívilnunina er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gagnrýnt lækkunina á vörugjaldi vegna bílaleigubíla þar sem hún sé ónauðsynleg og brjóti gegn þeirri meginreglu að álagningarhlutfall vörugjalda af bifreiðum haldist í hendur við magn koltvísýrings í útblæstri þeirra. Einnig að bílaleigum og bílaleigubílum í umferð hafi fjölgað umtalsvert undanfarin árin. Sú ívilnun sem bílaleigur hafa notið vegna lækkunar vörugjalda samkvæmt undanþáguflokki nemur nú um 327% hærri fjárhæð í ágúst 2015 en árið 2010. „Leigubílar rétt eins og bílaleigubílar eru atvinnutæki,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. „Segja má að leigubílar séu þannig í ákveðinni samkeppni við bílaleigufyrirtæki um ferðamenn og því skýtur það skökku við að þeir njóti þess að greiða lægri vörugjöld atvinnubifreiða á meðan vörugjöld á bílaleigubíla eru hækkuð. Við viljum að sanngirni sé gætt hvað það varðar. Ef það á að endurskoða vörugjöld bifreiða í heild sinni er skynsamlegt að bíða með allar aðgerðir þar til línur skýrast af slíkri endurskoðun,“ segir Skapti Örn. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar og framkvæmdastjóri Thrifty Car Rental, segir þessa ákvörðun vera skrítna. Hann telur að þetta muni hafa einhverja skekkju í för með sér, þó að skekkjan verði sennilega ekki mjög mikil vegna þess að leigubílar eru mun færri en bílaleigubílar. Hann telur undanþágur almennt dálítið vafasamar, en telur þá að ef ívilnanir eru afnumdar ættu þær ekki að vera til staðar hjá neinum. „Það er hugsanlega hægt að færa einhver rök fyrir tímabundnum undanþágum, en þegar þær eru árum og áratugum saman þá er það frekar skrítið. Maður tekur sem dæmi að það er enn þá fullt af greinum í ferðaþjónustunni sem eru enn með engan virðisaukaskatt eða í lægra þrepinu. Bílaleigur eru í efra þrepi og hafa alltaf verið, af hverju er þetta ekki lagað og til dæmis öll þjónustan sett í efra þrepið og það kannski lækkað?“ segir Egill. Hann bendir jafnframt á að á sínum tíma var ívilnun sett inn vegna þess að gjöld á bíla á Íslandi eru miklu hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. „Þannig að ef við ætlum að keppa um ferðamenn sem þurfa bílaleigubíla eða hótel eða þess háttar, þá er æskilegt að það sé eitthvert jafnvægi milli gjalda á bílaleigubílum á Íslandi og í Evrópu eða Bandaríkjunum. Það eru áfram sterkustu rökin,“ segir Egill.Uppfært kl. 09:37Í prentútgáfu þessarar fréttar stóð að Egill Jóhannsson væri framkvæmdastjóri Bílaleigu Reykjavíkur, hið rétta er að hann er framkvæmdastjóri Thrifty Car Rental og hefur þetta nú verið leiðrétt. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir hækkun vörugjalda á tvo flokka atvinnubifreiða, bílaleigubíla og sérútbúinna bifreiða. Þetta skekkir samkeppnisstöðu við aðra sem nýta atvinnubifreiðar í ferðaþjónustu, til dæmis leigubíla, sem áfram njóta þess að greiða lægri vörugjöld. Fólksbílar í flokki leigubifreiða, kennslubifreiða og sérútbúinna bifreiða greiða vörugjöld samkvæmt undanþáguflokki. Í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sú ívilnun sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning verði afnumin í tveimur skrefum. Í þingskjali um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016 kemur fram að ein af ástæðum þess að afnema ívilnunina er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gagnrýnt lækkunina á vörugjaldi vegna bílaleigubíla þar sem hún sé ónauðsynleg og brjóti gegn þeirri meginreglu að álagningarhlutfall vörugjalda af bifreiðum haldist í hendur við magn koltvísýrings í útblæstri þeirra. Einnig að bílaleigum og bílaleigubílum í umferð hafi fjölgað umtalsvert undanfarin árin. Sú ívilnun sem bílaleigur hafa notið vegna lækkunar vörugjalda samkvæmt undanþáguflokki nemur nú um 327% hærri fjárhæð í ágúst 2015 en árið 2010. „Leigubílar rétt eins og bílaleigubílar eru atvinnutæki,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. „Segja má að leigubílar séu þannig í ákveðinni samkeppni við bílaleigufyrirtæki um ferðamenn og því skýtur það skökku við að þeir njóti þess að greiða lægri vörugjöld atvinnubifreiða á meðan vörugjöld á bílaleigubíla eru hækkuð. Við viljum að sanngirni sé gætt hvað það varðar. Ef það á að endurskoða vörugjöld bifreiða í heild sinni er skynsamlegt að bíða með allar aðgerðir þar til línur skýrast af slíkri endurskoðun,“ segir Skapti Örn. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar og framkvæmdastjóri Thrifty Car Rental, segir þessa ákvörðun vera skrítna. Hann telur að þetta muni hafa einhverja skekkju í för með sér, þó að skekkjan verði sennilega ekki mjög mikil vegna þess að leigubílar eru mun færri en bílaleigubílar. Hann telur undanþágur almennt dálítið vafasamar, en telur þá að ef ívilnanir eru afnumdar ættu þær ekki að vera til staðar hjá neinum. „Það er hugsanlega hægt að færa einhver rök fyrir tímabundnum undanþágum, en þegar þær eru árum og áratugum saman þá er það frekar skrítið. Maður tekur sem dæmi að það er enn þá fullt af greinum í ferðaþjónustunni sem eru enn með engan virðisaukaskatt eða í lægra þrepinu. Bílaleigur eru í efra þrepi og hafa alltaf verið, af hverju er þetta ekki lagað og til dæmis öll þjónustan sett í efra þrepið og það kannski lækkað?“ segir Egill. Hann bendir jafnframt á að á sínum tíma var ívilnun sett inn vegna þess að gjöld á bíla á Íslandi eru miklu hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. „Þannig að ef við ætlum að keppa um ferðamenn sem þurfa bílaleigubíla eða hótel eða þess háttar, þá er æskilegt að það sé eitthvert jafnvægi milli gjalda á bílaleigubílum á Íslandi og í Evrópu eða Bandaríkjunum. Það eru áfram sterkustu rökin,“ segir Egill.Uppfært kl. 09:37Í prentútgáfu þessarar fréttar stóð að Egill Jóhannsson væri framkvæmdastjóri Bílaleigu Reykjavíkur, hið rétta er að hann er framkvæmdastjóri Thrifty Car Rental og hefur þetta nú verið leiðrétt.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira