Dómur í samhengi Stjórnarmaðurinn skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Ekki er ofsagt að dómurinn yfir Kaupþingsmönnum marki tímamót. Stjórnarmaðurinn ætlar ekki að mynda sér skoðun á sekt eða sýknu hinna dæmdu, en telur þó rétt að nefna hér nokkur atriði. Í kjölfar bankahrunsins hefur orðið lenska að gera lítið úr íslensku bönkunum. Engu að síður eru væntar endurheimtur úr búi Kaupþings kringum 24%, og úr búi Glitnis um 30%. Áður en fólk hleypur upp til handa og fóta skal tekið fram að þetta er gott á alþjóðlegan mælikvarða, en til samanburðar má nefna að heimtur í bú Lehman Brothers eru um 18%. Því fer fjarri að þarna hafi verið rekin einhvers konar grínstarfsemi. Viðskiptin sem dómurinn snýst um voru gerð á viðsjárverðum tímum. Lausafjárþörf var ekki séríslenskt fyrirbrigði, eins og dæmi Lehman, Bear Stearns, Northern Rock og fleiri sanna. Gripið var til ýmissa ráða, margir, t.d. RBS, leituðu á náðir opinberra aðila. Aðrir fóru til Miðausturlanda. Hinn breski Barclays-banki var einn þeirra sem leituðu fjárfesta á þeim slóðum, en fjárfestar frá Katar keyptu ríflega 15% hlut í bankanum. Fyrir liggur að Barclays lánaði a.m.k. að hluta fyrir kaupunum, og var það ekki tilkynnt sérstaklega. Málinu lauk með sektargerð á hendur Barclays (raunar fyrir annað athæfi en fjármögnunina sjálfa) en ekki kom til þess að einstaklingar sættu ákærum. Annað dæmi frá sama tíma um að banki hafi lánað til kaupa á bréfum í sjálfum sér var belgíski bankinn Dexia, en í því tilviki var niðurstaðan sú að ekki hefði verið bann við slíku í lögum á þeim tíma. Því hefur síðar verið breytt. Þetta er rétt nálgun þegar lögum er ábótavant. Stjórnarmanninum finnst rétt að spyrja spurninga þegar reynt er að finna upp hjólið í íslenskum dómsölum þegar alþjóðleg dæmi liggja fyrir. Síðast en ekki síst hlýtur að mega spyrja hvers vegna ekki var gerð raunveruleg tilraun til að hafa hendur í hári katarska sjeiksins sjálfs, en það var hann sem að endingu átti að hagnast á viðskiptunum. Einn ákærðu í málinu var búsettur í Lúxemborg og áttu allar athafnir hans sér stað utan íslenskrar lögsögu. Samt virðist dómurinn sakfella á þeim grundvelli að afleiðingar brotsins hafi komið fram á Íslandi. Hlýtur ekki hið sama að gilda um sjeikinn, eða er það kannski svo að friðþægingin er fram komin, og engin ástæða til að eltast við kóngafólk í fjarlægum löndum?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Ekki er ofsagt að dómurinn yfir Kaupþingsmönnum marki tímamót. Stjórnarmaðurinn ætlar ekki að mynda sér skoðun á sekt eða sýknu hinna dæmdu, en telur þó rétt að nefna hér nokkur atriði. Í kjölfar bankahrunsins hefur orðið lenska að gera lítið úr íslensku bönkunum. Engu að síður eru væntar endurheimtur úr búi Kaupþings kringum 24%, og úr búi Glitnis um 30%. Áður en fólk hleypur upp til handa og fóta skal tekið fram að þetta er gott á alþjóðlegan mælikvarða, en til samanburðar má nefna að heimtur í bú Lehman Brothers eru um 18%. Því fer fjarri að þarna hafi verið rekin einhvers konar grínstarfsemi. Viðskiptin sem dómurinn snýst um voru gerð á viðsjárverðum tímum. Lausafjárþörf var ekki séríslenskt fyrirbrigði, eins og dæmi Lehman, Bear Stearns, Northern Rock og fleiri sanna. Gripið var til ýmissa ráða, margir, t.d. RBS, leituðu á náðir opinberra aðila. Aðrir fóru til Miðausturlanda. Hinn breski Barclays-banki var einn þeirra sem leituðu fjárfesta á þeim slóðum, en fjárfestar frá Katar keyptu ríflega 15% hlut í bankanum. Fyrir liggur að Barclays lánaði a.m.k. að hluta fyrir kaupunum, og var það ekki tilkynnt sérstaklega. Málinu lauk með sektargerð á hendur Barclays (raunar fyrir annað athæfi en fjármögnunina sjálfa) en ekki kom til þess að einstaklingar sættu ákærum. Annað dæmi frá sama tíma um að banki hafi lánað til kaupa á bréfum í sjálfum sér var belgíski bankinn Dexia, en í því tilviki var niðurstaðan sú að ekki hefði verið bann við slíku í lögum á þeim tíma. Því hefur síðar verið breytt. Þetta er rétt nálgun þegar lögum er ábótavant. Stjórnarmanninum finnst rétt að spyrja spurninga þegar reynt er að finna upp hjólið í íslenskum dómsölum þegar alþjóðleg dæmi liggja fyrir. Síðast en ekki síst hlýtur að mega spyrja hvers vegna ekki var gerð raunveruleg tilraun til að hafa hendur í hári katarska sjeiksins sjálfs, en það var hann sem að endingu átti að hagnast á viðskiptunum. Einn ákærðu í málinu var búsettur í Lúxemborg og áttu allar athafnir hans sér stað utan íslenskrar lögsögu. Samt virðist dómurinn sakfella á þeim grundvelli að afleiðingar brotsins hafi komið fram á Íslandi. Hlýtur ekki hið sama að gilda um sjeikinn, eða er það kannski svo að friðþægingin er fram komin, og engin ástæða til að eltast við kóngafólk í fjarlægum löndum?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira