Skortur á gögnum um millifærsluna sætir furðu að mati héraðsdóms Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 10:39 Hannes Smárason var í dag sýknaður af ákæru um fjárdrátt. Vísir/GVA Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni segir að það sæti furðu að engin gögn séu til frá Kaupþingi í Lúxemborg varðandi tæplega 3 milljarða króna millifærslu sem á að hafa farið af reikningi FL Group til Fons þann 25. apríl 2005. Það er í raun þetta sem ræður úrslitum um sýknu Hannesar af ákæru um fjárdrátt en ekki framburður hans eða vitna og skýringar þeirra fyrir dómi sem voru ekki allar trúverðugar, að því er segir í dómnum. Að auki kemur fram að einstaklingar sem störfuðu fyrir Kaupþing í Lúxemborg, og báru vitni fyrir dómi, gátu í engu upplýst hvers vegna engin gögn séu til um millifærsluna. „Þá benda sum gögn frá bankanum, eins og svör endurskoðanda FL Group [..] til þess, að engin millifærsla til Fons hafi átt sér stað og féð á bankareikningi nr. 401301 hafi allan tímann verið FL Group aðgengilegt. Allt þetta sætir nokkurri furðu og engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram um þetta. Ákæruvaldið verður að bera hallann vegna algjörs skort á gögnum frá KBL um millifærsluna til Fons auk þess sem enginn vitnisburður skýrir hana [...].“ Dómurinn telur því með öllu ósannað að Hannes hafi látið millifæra 2,87 milljarða af reikningi FL Group í apríl 2005. Hann var því sýknaður af ákærunni. „Við gerum fastlega ráð fyrir því að leggja til við ríkissaksóknara að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar,“ segir Finnur Vilhjálmsson, saksóknari sem sótti málið fyrir hönd sérstaks saksóknara, aðspurður um viðbrögð sín við dómnum. Farið var fram á allt að þriggja ára fangelsi yfir Hannesi. Allur málskostnaður dæmist á ríkissjóð, alls um 13,5 milljónir króna. Þar af fara tæpar 10 milljónir í málsvarnarlaun Gísla Guðna Hall, verjanda Hannesar Smárasonar. Tengdar fréttir Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58 „Pönkuðust” í Hannesi vegna millifærslunnar Fjármálastjóra og forstjóra FL Group gekk erfiðlega að fá upplýsingar um milljarða millifærslu FL Group til Fons frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg. 28. janúar 2015 16:34 Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24 Vill Hannes í allt að þriggja ára fangelsi Munnlegur málflutningur í máli sérstaks saksóknara gegn Hannes Smárasyni hófst í dag. 29. janúar 2015 12:16 Stjórnarmenn höfðu ekki hugmynd um millifærsluna Vitnaleiðslum í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni lauk í dag. 28. janúar 2015 18:31 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni segir að það sæti furðu að engin gögn séu til frá Kaupþingi í Lúxemborg varðandi tæplega 3 milljarða króna millifærslu sem á að hafa farið af reikningi FL Group til Fons þann 25. apríl 2005. Það er í raun þetta sem ræður úrslitum um sýknu Hannesar af ákæru um fjárdrátt en ekki framburður hans eða vitna og skýringar þeirra fyrir dómi sem voru ekki allar trúverðugar, að því er segir í dómnum. Að auki kemur fram að einstaklingar sem störfuðu fyrir Kaupþing í Lúxemborg, og báru vitni fyrir dómi, gátu í engu upplýst hvers vegna engin gögn séu til um millifærsluna. „Þá benda sum gögn frá bankanum, eins og svör endurskoðanda FL Group [..] til þess, að engin millifærsla til Fons hafi átt sér stað og féð á bankareikningi nr. 401301 hafi allan tímann verið FL Group aðgengilegt. Allt þetta sætir nokkurri furðu og engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram um þetta. Ákæruvaldið verður að bera hallann vegna algjörs skort á gögnum frá KBL um millifærsluna til Fons auk þess sem enginn vitnisburður skýrir hana [...].“ Dómurinn telur því með öllu ósannað að Hannes hafi látið millifæra 2,87 milljarða af reikningi FL Group í apríl 2005. Hann var því sýknaður af ákærunni. „Við gerum fastlega ráð fyrir því að leggja til við ríkissaksóknara að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar,“ segir Finnur Vilhjálmsson, saksóknari sem sótti málið fyrir hönd sérstaks saksóknara, aðspurður um viðbrögð sín við dómnum. Farið var fram á allt að þriggja ára fangelsi yfir Hannesi. Allur málskostnaður dæmist á ríkissjóð, alls um 13,5 milljónir króna. Þar af fara tæpar 10 milljónir í málsvarnarlaun Gísla Guðna Hall, verjanda Hannesar Smárasonar.
Tengdar fréttir Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58 „Pönkuðust” í Hannesi vegna millifærslunnar Fjármálastjóra og forstjóra FL Group gekk erfiðlega að fá upplýsingar um milljarða millifærslu FL Group til Fons frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg. 28. janúar 2015 16:34 Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24 Vill Hannes í allt að þriggja ára fangelsi Munnlegur málflutningur í máli sérstaks saksóknara gegn Hannes Smárasyni hófst í dag. 29. janúar 2015 12:16 Stjórnarmenn höfðu ekki hugmynd um millifærsluna Vitnaleiðslum í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni lauk í dag. 28. janúar 2015 18:31 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58
„Pönkuðust” í Hannesi vegna millifærslunnar Fjármálastjóra og forstjóra FL Group gekk erfiðlega að fá upplýsingar um milljarða millifærslu FL Group til Fons frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg. 28. janúar 2015 16:34
Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24
Vill Hannes í allt að þriggja ára fangelsi Munnlegur málflutningur í máli sérstaks saksóknara gegn Hannes Smárasyni hófst í dag. 29. janúar 2015 12:16
Stjórnarmenn höfðu ekki hugmynd um millifærsluna Vitnaleiðslum í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni lauk í dag. 28. janúar 2015 18:31