Snertir friður ekki konur? Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 13. október 2015 07:00 Það eru fimmtán ár síðan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun númer 1325 þar sem fjallað er um að stríðsátök hafi sértæk áhrif á konur, mikilvægi þess að konur taki jafnan þátt í friðarumleitunum og friðarsamningum og að konur séu mikilvægir þátttakendur í að koma í veg fyrir átök. Öryggisráðið hafði verið undir gífurlegum þrýstingi frá kvennasamtökum um heim allan áður en ályktunin var samþykkt. Baráttan hafði farsælan endi og það er gjarnan talað um samþykktina sem sögulega. Þá voru aðeins liðin nokkur ár frá því að hundruð þúsundum kvenna hafði verið haldið í nauðgunarbúðum í fyrrverandi Júgóslavíu, suðurafrískar konur börðust við hlið karlmanna til að aflétta aðskilnaðarstefnunni og þjóðarmorð var framið í Rúanda á örfáum dögum. Stríðstækni þróaðist hratt á síðustu öld og hefur nú víðtækari áhrif á samfélög en áður og í dag er líklegra að óbreyttir borgarar falli í stríði en hermenn. Í ljósi þessa var málefnið hugleikið þeim konum sem sóttu kvennaráðstefnuna í Peking árið 1995, þær tóku höndum saman og höfðu óumdeilanlega áhrif á öryggisráðið. Aldrei hefur fleira fólk verið á flótta frá heimilum sínum vegna stríðs og/eða átaka en nú. Rannsóknir benda til að flest flóttafólk muni ekki eiga afturkvæmt til síns heima næstu tvo áratugi. Þetta verður að skoða með kynjuð áhrif í huga þar sem flótti hefur í för með sér aukna hættu fyrir konur og stúlkur sérstaklega. Þvinguð hjónabönd, kerfisbundnar nauðganir og kynferðislegt ofbeldi, heft aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu sem og takmarkanir á þátttöku á vinnumarkaði eru líklegar afleiðingar fyrir konur og stúlkur í þessari viðkvæmu stöðu. Á þessum tímamótum er UN Women í forsvari fyrir víðtækri rannsókn sem unnin hefur verið um allan heim til að kanna hvað hefur áunnist hvað varðar bætt öryggi kvenna og stúlkna á átakatímum og þátttöku þeirra í friðaruppbyggingu. Niðurstöðurnar munu gefa til kynna hvernig megi yfirfæra lærdóm frá einu svæði yfir á annað og frammi fyrir hvaða áskorunum við stöndum nú. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á morgun, miðvikudag. Ég hvet alla til að fylgjast með þessum umræðum, láta sig málið varða og beita stjórnvöld um allan heim þrýstingi til að láta fjármagn fylgja þeim loforðum sem gefin verða á næstu dögum. Við vitum að við erum öll á sama báti. Þegar báturinn lekur í annan endann getum við ekki hrósað happi yfir að lekinn sé ekki okkar megin. Þegar báturinn sekkur hefur það áhrif á okkur öll. Við höfum sýnt eftirtektarverða samstöðu með fólki á flótta undanfarið. Leggjum okkar af mörkum til að koma í veg fyrir að fólk neyðist til að flýja og til að konur taki jafnan þátt í uppbyggingu samfélaga sinna þegar friður kemst á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Það eru fimmtán ár síðan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun númer 1325 þar sem fjallað er um að stríðsátök hafi sértæk áhrif á konur, mikilvægi þess að konur taki jafnan þátt í friðarumleitunum og friðarsamningum og að konur séu mikilvægir þátttakendur í að koma í veg fyrir átök. Öryggisráðið hafði verið undir gífurlegum þrýstingi frá kvennasamtökum um heim allan áður en ályktunin var samþykkt. Baráttan hafði farsælan endi og það er gjarnan talað um samþykktina sem sögulega. Þá voru aðeins liðin nokkur ár frá því að hundruð þúsundum kvenna hafði verið haldið í nauðgunarbúðum í fyrrverandi Júgóslavíu, suðurafrískar konur börðust við hlið karlmanna til að aflétta aðskilnaðarstefnunni og þjóðarmorð var framið í Rúanda á örfáum dögum. Stríðstækni þróaðist hratt á síðustu öld og hefur nú víðtækari áhrif á samfélög en áður og í dag er líklegra að óbreyttir borgarar falli í stríði en hermenn. Í ljósi þessa var málefnið hugleikið þeim konum sem sóttu kvennaráðstefnuna í Peking árið 1995, þær tóku höndum saman og höfðu óumdeilanlega áhrif á öryggisráðið. Aldrei hefur fleira fólk verið á flótta frá heimilum sínum vegna stríðs og/eða átaka en nú. Rannsóknir benda til að flest flóttafólk muni ekki eiga afturkvæmt til síns heima næstu tvo áratugi. Þetta verður að skoða með kynjuð áhrif í huga þar sem flótti hefur í för með sér aukna hættu fyrir konur og stúlkur sérstaklega. Þvinguð hjónabönd, kerfisbundnar nauðganir og kynferðislegt ofbeldi, heft aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu sem og takmarkanir á þátttöku á vinnumarkaði eru líklegar afleiðingar fyrir konur og stúlkur í þessari viðkvæmu stöðu. Á þessum tímamótum er UN Women í forsvari fyrir víðtækri rannsókn sem unnin hefur verið um allan heim til að kanna hvað hefur áunnist hvað varðar bætt öryggi kvenna og stúlkna á átakatímum og þátttöku þeirra í friðaruppbyggingu. Niðurstöðurnar munu gefa til kynna hvernig megi yfirfæra lærdóm frá einu svæði yfir á annað og frammi fyrir hvaða áskorunum við stöndum nú. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á morgun, miðvikudag. Ég hvet alla til að fylgjast með þessum umræðum, láta sig málið varða og beita stjórnvöld um allan heim þrýstingi til að láta fjármagn fylgja þeim loforðum sem gefin verða á næstu dögum. Við vitum að við erum öll á sama báti. Þegar báturinn lekur í annan endann getum við ekki hrósað happi yfir að lekinn sé ekki okkar megin. Þegar báturinn sekkur hefur það áhrif á okkur öll. Við höfum sýnt eftirtektarverða samstöðu með fólki á flótta undanfarið. Leggjum okkar af mörkum til að koma í veg fyrir að fólk neyðist til að flýja og til að konur taki jafnan þátt í uppbyggingu samfélaga sinna þegar friður kemst á.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun