Handbolti

Líkamar fimm danskra landsliðskvenna málaðir og myndaðir | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Youtube
Danska landsliðið er á heimavelli í heimsmeistaramótinu kvenna í handbolta í ár og fimm leikmenn liðsins fóru nýja leið til að vekja athygli á keppninni og safna peningi fyrir góðgerðasamtök.

Dönsku landsliðskonurnar Trine Østergaard, Kristina Kristiansen, Anne Mette Hansen, Lotte Grigel og Louise Burgaard voru allar tilbúnar að eyða tíu tímum í að láta mála sig fyrir sérstaka myndatöku.

Þetta var nefnilega engin venjuleg myndataka því skrokkar stelpnanna fimm voru allir málaðir frá toppi til táar.

Listamaðurinn sem tók verkið af sér var líkamsmálarinn og ljósmyndarinn Monty Knowles. Myndirnar sem hann tók síðan eru til sýnis í HEART Museum í Herning og verða það allt heimsmeistaramótið.

Það er síðan hægt að bjóða í myndirnar á lauritz.com en þær 120 sinnum 200 sentímetrar og allar áritaðar af leikmönnunum sjálfum. Það er hægt að bjóða í þær hér þar til 18.desember næstkomandi. Allur ágóði fer til tveggja góðra málefna en það má lesa um það á heimasíðu HM.

Dönsku stelpurnar hafa byrjað vel á heimsmeistaramótinu og unnu tvo fyrstu leiki sína á móti Japan og Túnis.

Heimasíða heimsmeistarakeppninnar lét einnig taka upp myndband af því þegar stelpurnar voru málaðar og það myndband er hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.