Alþjóðlega viðskiptaráðstefnan Point Zero haldin í Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2015 10:49 Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Point Zero. mynd/aðsend Alþjóðlegi viðburðurinn Point Zero verður haldinn í Reykjavík dagana 21.-23. apríl og í tengslum við hann fer fram ráðstefna í Gamla Bíói þann 22.apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar. Þar verður fjallað um þær gríðarlega hröðu breytingar sem hafa orðið í viðskiptalífinu og samfélaginu öllu með tilkomu stafrænnar dreifingar og hvernig dregið hefur úr bilinu á milli framleiðenda og neytenda. „Ný tegund af milliliðum hefur orðið til á síðasta áratugi, staður sem við köllum á ensku Platform, þar sem framleiðendur og neytendur geta verið í beinum samskiptum og viðskiptum. Platform á borð við Airbnb, UBER, Aliexpress og Kickstarter hafa breytt viðskiptaheiminum nánast á einni nóttu en þessi þróun á eftir að halda áfram og fyrirtæki í öllum geirum þurfa að bregðast við þessari framtíðarmynd og það hratt ef þau ætla ekki að verða undir,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Point Zero. Nú þegar hafa þekktir fyrirlesarar verið bókaðir og enn eiga margir eftir að bætast við. Af erlendu fyrirlesurunum má meðal annars nefna Sangeet Paul Choudary, stofnanda Platform Thinking, en hann er jafnframt aðalhvatamaðurinn að ráðstefnunni. „Hann er tíður penni hjá hinu virta tímariti Hardvard Business Review og hefur verið ráðgjafi margra af stærstu fyrirækjum í heimi varðandi þessar breytingar. Þá hefur April Rinne, einn áhugaverðasti fyrirlesari heims á sviði deilihagkerfis, boðað komu sína líkt og Íslandsvinurinn Oliver Luckett, framkvæmdastjóri theAudience, sem mun fjalla um breytingar í samskiptatækni.“ Þessi fyrsti viðburður Point Zero er ætlaður áhrifafólki úr íslensku viðskiptalífi en hugmyndin er að hann verði að árlegum viðskiptaviðburði sem hefur sömu áhrif á viðskiptalífið og Iceland Airwaves á tónlistarlífið. Áhersla er lögð á einstaka upplifun, heimsklassa fyrirlesara og tækifæri til að mynda ný tengsl. Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Alþjóðlegi viðburðurinn Point Zero verður haldinn í Reykjavík dagana 21.-23. apríl og í tengslum við hann fer fram ráðstefna í Gamla Bíói þann 22.apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar. Þar verður fjallað um þær gríðarlega hröðu breytingar sem hafa orðið í viðskiptalífinu og samfélaginu öllu með tilkomu stafrænnar dreifingar og hvernig dregið hefur úr bilinu á milli framleiðenda og neytenda. „Ný tegund af milliliðum hefur orðið til á síðasta áratugi, staður sem við köllum á ensku Platform, þar sem framleiðendur og neytendur geta verið í beinum samskiptum og viðskiptum. Platform á borð við Airbnb, UBER, Aliexpress og Kickstarter hafa breytt viðskiptaheiminum nánast á einni nóttu en þessi þróun á eftir að halda áfram og fyrirtæki í öllum geirum þurfa að bregðast við þessari framtíðarmynd og það hratt ef þau ætla ekki að verða undir,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Point Zero. Nú þegar hafa þekktir fyrirlesarar verið bókaðir og enn eiga margir eftir að bætast við. Af erlendu fyrirlesurunum má meðal annars nefna Sangeet Paul Choudary, stofnanda Platform Thinking, en hann er jafnframt aðalhvatamaðurinn að ráðstefnunni. „Hann er tíður penni hjá hinu virta tímariti Hardvard Business Review og hefur verið ráðgjafi margra af stærstu fyrirækjum í heimi varðandi þessar breytingar. Þá hefur April Rinne, einn áhugaverðasti fyrirlesari heims á sviði deilihagkerfis, boðað komu sína líkt og Íslandsvinurinn Oliver Luckett, framkvæmdastjóri theAudience, sem mun fjalla um breytingar í samskiptatækni.“ Þessi fyrsti viðburður Point Zero er ætlaður áhrifafólki úr íslensku viðskiptalífi en hugmyndin er að hann verði að árlegum viðskiptaviðburði sem hefur sömu áhrif á viðskiptalífið og Iceland Airwaves á tónlistarlífið. Áhersla er lögð á einstaka upplifun, heimsklassa fyrirlesara og tækifæri til að mynda ný tengsl.
Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira