Alþjóðlega viðskiptaráðstefnan Point Zero haldin í Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2015 10:49 Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Point Zero. mynd/aðsend Alþjóðlegi viðburðurinn Point Zero verður haldinn í Reykjavík dagana 21.-23. apríl og í tengslum við hann fer fram ráðstefna í Gamla Bíói þann 22.apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar. Þar verður fjallað um þær gríðarlega hröðu breytingar sem hafa orðið í viðskiptalífinu og samfélaginu öllu með tilkomu stafrænnar dreifingar og hvernig dregið hefur úr bilinu á milli framleiðenda og neytenda. „Ný tegund af milliliðum hefur orðið til á síðasta áratugi, staður sem við köllum á ensku Platform, þar sem framleiðendur og neytendur geta verið í beinum samskiptum og viðskiptum. Platform á borð við Airbnb, UBER, Aliexpress og Kickstarter hafa breytt viðskiptaheiminum nánast á einni nóttu en þessi þróun á eftir að halda áfram og fyrirtæki í öllum geirum þurfa að bregðast við þessari framtíðarmynd og það hratt ef þau ætla ekki að verða undir,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Point Zero. Nú þegar hafa þekktir fyrirlesarar verið bókaðir og enn eiga margir eftir að bætast við. Af erlendu fyrirlesurunum má meðal annars nefna Sangeet Paul Choudary, stofnanda Platform Thinking, en hann er jafnframt aðalhvatamaðurinn að ráðstefnunni. „Hann er tíður penni hjá hinu virta tímariti Hardvard Business Review og hefur verið ráðgjafi margra af stærstu fyrirækjum í heimi varðandi þessar breytingar. Þá hefur April Rinne, einn áhugaverðasti fyrirlesari heims á sviði deilihagkerfis, boðað komu sína líkt og Íslandsvinurinn Oliver Luckett, framkvæmdastjóri theAudience, sem mun fjalla um breytingar í samskiptatækni.“ Þessi fyrsti viðburður Point Zero er ætlaður áhrifafólki úr íslensku viðskiptalífi en hugmyndin er að hann verði að árlegum viðskiptaviðburði sem hefur sömu áhrif á viðskiptalífið og Iceland Airwaves á tónlistarlífið. Áhersla er lögð á einstaka upplifun, heimsklassa fyrirlesara og tækifæri til að mynda ný tengsl. Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Alþjóðlegi viðburðurinn Point Zero verður haldinn í Reykjavík dagana 21.-23. apríl og í tengslum við hann fer fram ráðstefna í Gamla Bíói þann 22.apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar. Þar verður fjallað um þær gríðarlega hröðu breytingar sem hafa orðið í viðskiptalífinu og samfélaginu öllu með tilkomu stafrænnar dreifingar og hvernig dregið hefur úr bilinu á milli framleiðenda og neytenda. „Ný tegund af milliliðum hefur orðið til á síðasta áratugi, staður sem við köllum á ensku Platform, þar sem framleiðendur og neytendur geta verið í beinum samskiptum og viðskiptum. Platform á borð við Airbnb, UBER, Aliexpress og Kickstarter hafa breytt viðskiptaheiminum nánast á einni nóttu en þessi þróun á eftir að halda áfram og fyrirtæki í öllum geirum þurfa að bregðast við þessari framtíðarmynd og það hratt ef þau ætla ekki að verða undir,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Point Zero. Nú þegar hafa þekktir fyrirlesarar verið bókaðir og enn eiga margir eftir að bætast við. Af erlendu fyrirlesurunum má meðal annars nefna Sangeet Paul Choudary, stofnanda Platform Thinking, en hann er jafnframt aðalhvatamaðurinn að ráðstefnunni. „Hann er tíður penni hjá hinu virta tímariti Hardvard Business Review og hefur verið ráðgjafi margra af stærstu fyrirækjum í heimi varðandi þessar breytingar. Þá hefur April Rinne, einn áhugaverðasti fyrirlesari heims á sviði deilihagkerfis, boðað komu sína líkt og Íslandsvinurinn Oliver Luckett, framkvæmdastjóri theAudience, sem mun fjalla um breytingar í samskiptatækni.“ Þessi fyrsti viðburður Point Zero er ætlaður áhrifafólki úr íslensku viðskiptalífi en hugmyndin er að hann verði að árlegum viðskiptaviðburði sem hefur sömu áhrif á viðskiptalífið og Iceland Airwaves á tónlistarlífið. Áhersla er lögð á einstaka upplifun, heimsklassa fyrirlesara og tækifæri til að mynda ný tengsl.
Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Sjá meira