Alþjóðlega viðskiptaráðstefnan Point Zero haldin í Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2015 10:49 Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Point Zero. mynd/aðsend Alþjóðlegi viðburðurinn Point Zero verður haldinn í Reykjavík dagana 21.-23. apríl og í tengslum við hann fer fram ráðstefna í Gamla Bíói þann 22.apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar. Þar verður fjallað um þær gríðarlega hröðu breytingar sem hafa orðið í viðskiptalífinu og samfélaginu öllu með tilkomu stafrænnar dreifingar og hvernig dregið hefur úr bilinu á milli framleiðenda og neytenda. „Ný tegund af milliliðum hefur orðið til á síðasta áratugi, staður sem við köllum á ensku Platform, þar sem framleiðendur og neytendur geta verið í beinum samskiptum og viðskiptum. Platform á borð við Airbnb, UBER, Aliexpress og Kickstarter hafa breytt viðskiptaheiminum nánast á einni nóttu en þessi þróun á eftir að halda áfram og fyrirtæki í öllum geirum þurfa að bregðast við þessari framtíðarmynd og það hratt ef þau ætla ekki að verða undir,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Point Zero. Nú þegar hafa þekktir fyrirlesarar verið bókaðir og enn eiga margir eftir að bætast við. Af erlendu fyrirlesurunum má meðal annars nefna Sangeet Paul Choudary, stofnanda Platform Thinking, en hann er jafnframt aðalhvatamaðurinn að ráðstefnunni. „Hann er tíður penni hjá hinu virta tímariti Hardvard Business Review og hefur verið ráðgjafi margra af stærstu fyrirækjum í heimi varðandi þessar breytingar. Þá hefur April Rinne, einn áhugaverðasti fyrirlesari heims á sviði deilihagkerfis, boðað komu sína líkt og Íslandsvinurinn Oliver Luckett, framkvæmdastjóri theAudience, sem mun fjalla um breytingar í samskiptatækni.“ Þessi fyrsti viðburður Point Zero er ætlaður áhrifafólki úr íslensku viðskiptalífi en hugmyndin er að hann verði að árlegum viðskiptaviðburði sem hefur sömu áhrif á viðskiptalífið og Iceland Airwaves á tónlistarlífið. Áhersla er lögð á einstaka upplifun, heimsklassa fyrirlesara og tækifæri til að mynda ný tengsl. Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Alþjóðlegi viðburðurinn Point Zero verður haldinn í Reykjavík dagana 21.-23. apríl og í tengslum við hann fer fram ráðstefna í Gamla Bíói þann 22.apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar. Þar verður fjallað um þær gríðarlega hröðu breytingar sem hafa orðið í viðskiptalífinu og samfélaginu öllu með tilkomu stafrænnar dreifingar og hvernig dregið hefur úr bilinu á milli framleiðenda og neytenda. „Ný tegund af milliliðum hefur orðið til á síðasta áratugi, staður sem við köllum á ensku Platform, þar sem framleiðendur og neytendur geta verið í beinum samskiptum og viðskiptum. Platform á borð við Airbnb, UBER, Aliexpress og Kickstarter hafa breytt viðskiptaheiminum nánast á einni nóttu en þessi þróun á eftir að halda áfram og fyrirtæki í öllum geirum þurfa að bregðast við þessari framtíðarmynd og það hratt ef þau ætla ekki að verða undir,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Point Zero. Nú þegar hafa þekktir fyrirlesarar verið bókaðir og enn eiga margir eftir að bætast við. Af erlendu fyrirlesurunum má meðal annars nefna Sangeet Paul Choudary, stofnanda Platform Thinking, en hann er jafnframt aðalhvatamaðurinn að ráðstefnunni. „Hann er tíður penni hjá hinu virta tímariti Hardvard Business Review og hefur verið ráðgjafi margra af stærstu fyrirækjum í heimi varðandi þessar breytingar. Þá hefur April Rinne, einn áhugaverðasti fyrirlesari heims á sviði deilihagkerfis, boðað komu sína líkt og Íslandsvinurinn Oliver Luckett, framkvæmdastjóri theAudience, sem mun fjalla um breytingar í samskiptatækni.“ Þessi fyrsti viðburður Point Zero er ætlaður áhrifafólki úr íslensku viðskiptalífi en hugmyndin er að hann verði að árlegum viðskiptaviðburði sem hefur sömu áhrif á viðskiptalífið og Iceland Airwaves á tónlistarlífið. Áhersla er lögð á einstaka upplifun, heimsklassa fyrirlesara og tækifæri til að mynda ný tengsl.
Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira