Olíuverð hríðfellur: Býst við að bensínverð lækki á ný ingvar haraldsson skrifar 18. mars 2015 12:46 Runólfur á von á því að bensínverð þjónustustöðva lækki á næstunni. vísir/auðunn/afp Skörp lækkun hefur verið á Brent Norðursjávarolíu undanfarna daga. Síðastliðna viku hefur olíuverð fallið um 9,6 prósent. Fimmtudaginn 12. mars fór olíuverð hæst í 59,15 dollara á tunnu en um hádegisbilið í dag stóð olíuverð í 53,44 dollurum á tunnu. Ástæða lækkunarinnar er taldin vera of mikið framboð á olíu. Reuters segir frá því að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist um 10,5 milljónir tunna í 450 milljónir tunna í síðustu viku en greiningaraðilar hafi einungis spáð 3,8 milljón tunna aukningu. Olíuframleiðsla í Líbýu hefur einnig verið að ná sér á strik. Þá gæti framboð á olíu aukist enn frekar verði viðskiptaþvingunum á Írani aflétt. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, býst við því að bensínverð þjónustustöðvanna lækki á næstunni. „Ég á von á því að menn lækki verð á næstu dögum. Venjulega er ekki nema 30 til 40 aura munur á þjónustu- og sjálfsafgreiðslustöðvum en munurinn nú er 2,20 til 2,30 krónur. Það er því líklegra að verð á þjónustustöðvunum fari niður en sjálfsafgreiðslustöðvarnar standi í stað,“ segir Runólfur. Runólfur telur því að hækkanir stóru olíufyrirtækjanna muni því ganga til baka en Olís, N1 og Skeljungur hækkuðu öll verð á bensíni og díselolíu um helgina.Telur álagningu olíufyrirtækjanna hafa lækkað Runólfur segir álagningu olíufyrirtækjanna í febrúar og það sem af er mars vera álíka eða aðeins undir meðalálagningu síðasta árs miðað við útreikninga FÍB. Þessu hafi verið öfugt farið frá haustmánuðum og fram í janúar þegar álagning þeirra var með hæsta móti. Þá segir Runólfur að stærsti áhrifaþátturinn í bensínverði frá áramótum hafi verið hækkun bandaríkjadals. „Dollarinn var í um 125 krónu seinnipartinn í desember en er nú í tæplega 140 krónum,“ segir hann.Á ekki von á því að olíuverð nái sömu hæðum á næstunni Runólfur býst ekki við því að olíuverð nái þeim hæðum sem það var í síðasta ári. Hann segir þó afar erfitt að spá fyrir um hvernig olíuverð muni þróast á næstu misserum. Það velti á ýmsum þáttum á borð við hagvöxt í heiminum og olíuframleiðslu sem geti breyst án fyrirvara. Einnig geti atburðir í heimspólitíkinni haft mikil áhrif. Þar megi nefna efnahagsþvinganir á Rússa í kjölfar aðgerða þeirra í Úkraínu. Tengdar fréttir Telur olíuverð á Íslandi ekki lækka í samræmi við lækkun á heimsmarkaði Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra í sex ár. 15. janúar 2015 11:18 Telja að olían endist í 150 ár hið minnsta Bandaríska olíufélagið ExxonMobil telur að olía haldi áfram að vera mikilvægasti orkugjafi mannkyns næsta aldarfjórðung, að minnsta kosti. 15. mars 2015 14:06 Olíuverð fellur á ný Verð á Brent hráolíu lækkaði um 5,5 prósent í gær. 5. febrúar 2015 10:13 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Skörp lækkun hefur verið á Brent Norðursjávarolíu undanfarna daga. Síðastliðna viku hefur olíuverð fallið um 9,6 prósent. Fimmtudaginn 12. mars fór olíuverð hæst í 59,15 dollara á tunnu en um hádegisbilið í dag stóð olíuverð í 53,44 dollurum á tunnu. Ástæða lækkunarinnar er taldin vera of mikið framboð á olíu. Reuters segir frá því að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist um 10,5 milljónir tunna í 450 milljónir tunna í síðustu viku en greiningaraðilar hafi einungis spáð 3,8 milljón tunna aukningu. Olíuframleiðsla í Líbýu hefur einnig verið að ná sér á strik. Þá gæti framboð á olíu aukist enn frekar verði viðskiptaþvingunum á Írani aflétt. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, býst við því að bensínverð þjónustustöðvanna lækki á næstunni. „Ég á von á því að menn lækki verð á næstu dögum. Venjulega er ekki nema 30 til 40 aura munur á þjónustu- og sjálfsafgreiðslustöðvum en munurinn nú er 2,20 til 2,30 krónur. Það er því líklegra að verð á þjónustustöðvunum fari niður en sjálfsafgreiðslustöðvarnar standi í stað,“ segir Runólfur. Runólfur telur því að hækkanir stóru olíufyrirtækjanna muni því ganga til baka en Olís, N1 og Skeljungur hækkuðu öll verð á bensíni og díselolíu um helgina.Telur álagningu olíufyrirtækjanna hafa lækkað Runólfur segir álagningu olíufyrirtækjanna í febrúar og það sem af er mars vera álíka eða aðeins undir meðalálagningu síðasta árs miðað við útreikninga FÍB. Þessu hafi verið öfugt farið frá haustmánuðum og fram í janúar þegar álagning þeirra var með hæsta móti. Þá segir Runólfur að stærsti áhrifaþátturinn í bensínverði frá áramótum hafi verið hækkun bandaríkjadals. „Dollarinn var í um 125 krónu seinnipartinn í desember en er nú í tæplega 140 krónum,“ segir hann.Á ekki von á því að olíuverð nái sömu hæðum á næstunni Runólfur býst ekki við því að olíuverð nái þeim hæðum sem það var í síðasta ári. Hann segir þó afar erfitt að spá fyrir um hvernig olíuverð muni þróast á næstu misserum. Það velti á ýmsum þáttum á borð við hagvöxt í heiminum og olíuframleiðslu sem geti breyst án fyrirvara. Einnig geti atburðir í heimspólitíkinni haft mikil áhrif. Þar megi nefna efnahagsþvinganir á Rússa í kjölfar aðgerða þeirra í Úkraínu.
Tengdar fréttir Telur olíuverð á Íslandi ekki lækka í samræmi við lækkun á heimsmarkaði Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra í sex ár. 15. janúar 2015 11:18 Telja að olían endist í 150 ár hið minnsta Bandaríska olíufélagið ExxonMobil telur að olía haldi áfram að vera mikilvægasti orkugjafi mannkyns næsta aldarfjórðung, að minnsta kosti. 15. mars 2015 14:06 Olíuverð fellur á ný Verð á Brent hráolíu lækkaði um 5,5 prósent í gær. 5. febrúar 2015 10:13 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Telur olíuverð á Íslandi ekki lækka í samræmi við lækkun á heimsmarkaði Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra í sex ár. 15. janúar 2015 11:18
Telja að olían endist í 150 ár hið minnsta Bandaríska olíufélagið ExxonMobil telur að olía haldi áfram að vera mikilvægasti orkugjafi mannkyns næsta aldarfjórðung, að minnsta kosti. 15. mars 2015 14:06