Handbolti

Þórir og norsku stelpurnar heimsmeistarar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þórir hefur verið með liðið í sex ár.
Þórir hefur verið með liðið í sex ár. vísir/epa
Noregur varð í dag heimsmeistari kvenna í handknattleik þegar liðið vann mjög öruggan sigur á Hollandi, 31-23, í Danmörku.

Sigur Norðmanna var aldrei í hættu og valtaði liðið gjörsamlega yfir þær appelsínugulu. Þórir Hergeirsson er þjálfari norska liðsins. Norðmenn urðu síðast heimsmeistarar árið 2011 og þá var Þórir einnig með liðið en hann hefur verið aðalþjálfari liðsins síðan 2009.

Frábær árangur hjá Þóri sem hefur gert magnaða hluti með norska kvennalandsliðið.

Í norska liðinu var Herrem markahæst með sjö mörk og Loke var með sex. Polman skoraði átta mörk fyrir Hollendinga í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×