Allt að 20 prósent veltuaukning í jólaversluninni Sæunn Gísladóttir skrifar 23. desember 2015 14:36 Í aðdraganda jólanna hafa neytendur sótt verslanir heim í ríkari mæli en oft áður. Vísir/Daníel Jólaverslunin hefur verið ansi lífleg síðustu daga og samkvæmt úttekt Rannsóknarseturs verslunarinnar er veltuaukningin 10 til 20% meiri síðustu verslunardagana fyrir jól en hún var á sama tíma á síðasta ári. Í úttektinni, sem er unnin fyrir Samtök verslunar og þjónustu, kemur fram að í aðdraganda jólanna hafi neytendur sótt verslanir heim í ríkari mæli en oft áður og jafnvel hafi aðsóknarmet verið slegin. Heildarfjöldi gesta í verslunarmiðstöðvar nú fyrir jólin er álíka og hann var þensluárin 2006 til 2008. Neytendur virðast almennt kaupa dýrari gjafir nú en í fyrra án þess þó að um merkjanlegt óhóf sé að ræða. Bóksala hefur almennt verið góð nú fyrir jólin en bóksalar segja að eilítið minni sala sé í bókum ætluðum fullorðnum en nokkur aukning hefur verið í sölu barnabóka. Merkjanlegur samdráttur er í sölu hljóm- og mynddiska þar sem efnisveitur virðast hafa aukið hlut sinn á kostnað diskanna. Samkvæmt úttektinni virðast fjöldi vöruflokka seljast mun betur fyrir komandi jól en þau síðustu. Þar má nefna töluverða aukningu í sölu heyrnartóla og þráðlausra hátalara. Einnig hefur verið aukning í sölu raftækja, s.s sjónvarpa og heimabíókerfa. Ekki er ljóst hvort neytendur kaupi nú raftæki í meiri mæli en áður eða hvort verslunin hafi einfaldlega færst inn fyrir landsteinana í kjölfar lækkunar vörugjalda um síðustu áramót. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar fór verslun stigmagnandi eftir því sem nær leið jólum að undanskilinn veltumikilli verslunarviku í lok nóvember þegar margar verslanir buðu afslátt eða tilboð. Þrátt fyrir að hamborgarhryggur og hangikjöt séu vinsælustu réttirnir um jólin eykst sala á öðrum matvælum, s.s. kalkúni, nautakjöti og kjöti af kengúru, hreindýri og dádýri. Tengdar fréttir Jólaverslun blómlegri í ár en í fyrra Spáð er sjö prósenta vexti í verslun fyrir jólin á þessu ár. Kaupmenn í miðbænum segjast finna fyrir aukningu. Netverslun er orðin algengari. 23. desember 2015 09:52 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Jólaverslunin hefur verið ansi lífleg síðustu daga og samkvæmt úttekt Rannsóknarseturs verslunarinnar er veltuaukningin 10 til 20% meiri síðustu verslunardagana fyrir jól en hún var á sama tíma á síðasta ári. Í úttektinni, sem er unnin fyrir Samtök verslunar og þjónustu, kemur fram að í aðdraganda jólanna hafi neytendur sótt verslanir heim í ríkari mæli en oft áður og jafnvel hafi aðsóknarmet verið slegin. Heildarfjöldi gesta í verslunarmiðstöðvar nú fyrir jólin er álíka og hann var þensluárin 2006 til 2008. Neytendur virðast almennt kaupa dýrari gjafir nú en í fyrra án þess þó að um merkjanlegt óhóf sé að ræða. Bóksala hefur almennt verið góð nú fyrir jólin en bóksalar segja að eilítið minni sala sé í bókum ætluðum fullorðnum en nokkur aukning hefur verið í sölu barnabóka. Merkjanlegur samdráttur er í sölu hljóm- og mynddiska þar sem efnisveitur virðast hafa aukið hlut sinn á kostnað diskanna. Samkvæmt úttektinni virðast fjöldi vöruflokka seljast mun betur fyrir komandi jól en þau síðustu. Þar má nefna töluverða aukningu í sölu heyrnartóla og þráðlausra hátalara. Einnig hefur verið aukning í sölu raftækja, s.s sjónvarpa og heimabíókerfa. Ekki er ljóst hvort neytendur kaupi nú raftæki í meiri mæli en áður eða hvort verslunin hafi einfaldlega færst inn fyrir landsteinana í kjölfar lækkunar vörugjalda um síðustu áramót. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar fór verslun stigmagnandi eftir því sem nær leið jólum að undanskilinn veltumikilli verslunarviku í lok nóvember þegar margar verslanir buðu afslátt eða tilboð. Þrátt fyrir að hamborgarhryggur og hangikjöt séu vinsælustu réttirnir um jólin eykst sala á öðrum matvælum, s.s. kalkúni, nautakjöti og kjöti af kengúru, hreindýri og dádýri.
Tengdar fréttir Jólaverslun blómlegri í ár en í fyrra Spáð er sjö prósenta vexti í verslun fyrir jólin á þessu ár. Kaupmenn í miðbænum segjast finna fyrir aukningu. Netverslun er orðin algengari. 23. desember 2015 09:52 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Jólaverslun blómlegri í ár en í fyrra Spáð er sjö prósenta vexti í verslun fyrir jólin á þessu ár. Kaupmenn í miðbænum segjast finna fyrir aukningu. Netverslun er orðin algengari. 23. desember 2015 09:52
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun