Allt að 20 prósent veltuaukning í jólaversluninni Sæunn Gísladóttir skrifar 23. desember 2015 14:36 Í aðdraganda jólanna hafa neytendur sótt verslanir heim í ríkari mæli en oft áður. Vísir/Daníel Jólaverslunin hefur verið ansi lífleg síðustu daga og samkvæmt úttekt Rannsóknarseturs verslunarinnar er veltuaukningin 10 til 20% meiri síðustu verslunardagana fyrir jól en hún var á sama tíma á síðasta ári. Í úttektinni, sem er unnin fyrir Samtök verslunar og þjónustu, kemur fram að í aðdraganda jólanna hafi neytendur sótt verslanir heim í ríkari mæli en oft áður og jafnvel hafi aðsóknarmet verið slegin. Heildarfjöldi gesta í verslunarmiðstöðvar nú fyrir jólin er álíka og hann var þensluárin 2006 til 2008. Neytendur virðast almennt kaupa dýrari gjafir nú en í fyrra án þess þó að um merkjanlegt óhóf sé að ræða. Bóksala hefur almennt verið góð nú fyrir jólin en bóksalar segja að eilítið minni sala sé í bókum ætluðum fullorðnum en nokkur aukning hefur verið í sölu barnabóka. Merkjanlegur samdráttur er í sölu hljóm- og mynddiska þar sem efnisveitur virðast hafa aukið hlut sinn á kostnað diskanna. Samkvæmt úttektinni virðast fjöldi vöruflokka seljast mun betur fyrir komandi jól en þau síðustu. Þar má nefna töluverða aukningu í sölu heyrnartóla og þráðlausra hátalara. Einnig hefur verið aukning í sölu raftækja, s.s sjónvarpa og heimabíókerfa. Ekki er ljóst hvort neytendur kaupi nú raftæki í meiri mæli en áður eða hvort verslunin hafi einfaldlega færst inn fyrir landsteinana í kjölfar lækkunar vörugjalda um síðustu áramót. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar fór verslun stigmagnandi eftir því sem nær leið jólum að undanskilinn veltumikilli verslunarviku í lok nóvember þegar margar verslanir buðu afslátt eða tilboð. Þrátt fyrir að hamborgarhryggur og hangikjöt séu vinsælustu réttirnir um jólin eykst sala á öðrum matvælum, s.s. kalkúni, nautakjöti og kjöti af kengúru, hreindýri og dádýri. Tengdar fréttir Jólaverslun blómlegri í ár en í fyrra Spáð er sjö prósenta vexti í verslun fyrir jólin á þessu ár. Kaupmenn í miðbænum segjast finna fyrir aukningu. Netverslun er orðin algengari. 23. desember 2015 09:52 Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Jólaverslunin hefur verið ansi lífleg síðustu daga og samkvæmt úttekt Rannsóknarseturs verslunarinnar er veltuaukningin 10 til 20% meiri síðustu verslunardagana fyrir jól en hún var á sama tíma á síðasta ári. Í úttektinni, sem er unnin fyrir Samtök verslunar og þjónustu, kemur fram að í aðdraganda jólanna hafi neytendur sótt verslanir heim í ríkari mæli en oft áður og jafnvel hafi aðsóknarmet verið slegin. Heildarfjöldi gesta í verslunarmiðstöðvar nú fyrir jólin er álíka og hann var þensluárin 2006 til 2008. Neytendur virðast almennt kaupa dýrari gjafir nú en í fyrra án þess þó að um merkjanlegt óhóf sé að ræða. Bóksala hefur almennt verið góð nú fyrir jólin en bóksalar segja að eilítið minni sala sé í bókum ætluðum fullorðnum en nokkur aukning hefur verið í sölu barnabóka. Merkjanlegur samdráttur er í sölu hljóm- og mynddiska þar sem efnisveitur virðast hafa aukið hlut sinn á kostnað diskanna. Samkvæmt úttektinni virðast fjöldi vöruflokka seljast mun betur fyrir komandi jól en þau síðustu. Þar má nefna töluverða aukningu í sölu heyrnartóla og þráðlausra hátalara. Einnig hefur verið aukning í sölu raftækja, s.s sjónvarpa og heimabíókerfa. Ekki er ljóst hvort neytendur kaupi nú raftæki í meiri mæli en áður eða hvort verslunin hafi einfaldlega færst inn fyrir landsteinana í kjölfar lækkunar vörugjalda um síðustu áramót. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar fór verslun stigmagnandi eftir því sem nær leið jólum að undanskilinn veltumikilli verslunarviku í lok nóvember þegar margar verslanir buðu afslátt eða tilboð. Þrátt fyrir að hamborgarhryggur og hangikjöt séu vinsælustu réttirnir um jólin eykst sala á öðrum matvælum, s.s. kalkúni, nautakjöti og kjöti af kengúru, hreindýri og dádýri.
Tengdar fréttir Jólaverslun blómlegri í ár en í fyrra Spáð er sjö prósenta vexti í verslun fyrir jólin á þessu ár. Kaupmenn í miðbænum segjast finna fyrir aukningu. Netverslun er orðin algengari. 23. desember 2015 09:52 Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Jólaverslun blómlegri í ár en í fyrra Spáð er sjö prósenta vexti í verslun fyrir jólin á þessu ár. Kaupmenn í miðbænum segjast finna fyrir aukningu. Netverslun er orðin algengari. 23. desember 2015 09:52