Knúnir að leita erlendis Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. desember 2015 08:00 Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vinnumarkaður Íslenskt vinnuafl nægir nú vart til að anna eftirspurn eftir starfsfólki á Reykjanesi. Ástæðan er sögð stórfelld fjölgun ferðamanna og uppbygging kísiliðju. „Það stefnir í að við náum ekki að manna allar stöður í þessum bransa,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. IGS, dótturfélag Icelandair Group, sem annast flugvallaþjónustu á Keflavíkurflugvelli, hyggst ráða 150 manns á næsta ári. Hafa störfin verið auglýst í Póllandi. Gunnar Olsen framkvæmdastjóri segir að töluvert hafi borist af fyrirspurnum. „Við erum með fólk frá Póllandi inni hjá okkur og erum að nýta þau ágætu sambönd sem við höfum í gegnum það ágæta fólk hjá okkur,“ segir Gunnar sem býst við að ráðninganefnd fari héðan til Póllands um mánaðamótin janúar og febrúar og gangi frá ráðningum í allar deildir. Það þýðir þá hlaðmenn, starfsmenn í flugeldhúsi, starfsmenn í ræstingum og farþegaþjónustu. Gunnar segir Íslendinga ekki bjóðast. Álagstími ferðaþjónustu teygi sig nú eftir vorinu og haustinu. „Við erum að finna fólk sem tekur á þessu tímabili, vorinu og haustinu og er auðvitað áfram yfir sumarið. En svo kemur skólafólkið þegar það losnar úr námi,“ segir Gunnar. „Þó ég sé með í félaginu hjá mér 136 án atvinnu þá uppfylla þeir ekki þær kröfur að geta unnið hjá IGS. Fólk þarf að fara í bakgrunnsskoðun, vera með bílpróf og fleira. Það er ekki ásetningur að sniðganga Íslendinga,“ segir Kristján. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ósáttur. Á þingfundi í fyrradag sagði Þorsteinn að atvinnuleysistölur væru um margt til að auka á bjartsýni, jafnvel þótt enn væru um 4.600 atvinnulausir. Hann furðaði sig á því að auglýst væri eftir starfsmönnum í útlöndum. „Þetta skýtur mjög skökku við vegna þess að einn af aðaleigendum Icelandair eru íslensku lífeyrissjóðirnir. Og ég skil ekki hverju það sætir ef menn ætla að fara að flytja hér inn verkafólk til þess að halda niðri launum þegar við höfum hér nokkrar þúsundir á atvinnuleysiskrá,“ sagði Þorsteinn. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Vinnumarkaður Íslenskt vinnuafl nægir nú vart til að anna eftirspurn eftir starfsfólki á Reykjanesi. Ástæðan er sögð stórfelld fjölgun ferðamanna og uppbygging kísiliðju. „Það stefnir í að við náum ekki að manna allar stöður í þessum bransa,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. IGS, dótturfélag Icelandair Group, sem annast flugvallaþjónustu á Keflavíkurflugvelli, hyggst ráða 150 manns á næsta ári. Hafa störfin verið auglýst í Póllandi. Gunnar Olsen framkvæmdastjóri segir að töluvert hafi borist af fyrirspurnum. „Við erum með fólk frá Póllandi inni hjá okkur og erum að nýta þau ágætu sambönd sem við höfum í gegnum það ágæta fólk hjá okkur,“ segir Gunnar sem býst við að ráðninganefnd fari héðan til Póllands um mánaðamótin janúar og febrúar og gangi frá ráðningum í allar deildir. Það þýðir þá hlaðmenn, starfsmenn í flugeldhúsi, starfsmenn í ræstingum og farþegaþjónustu. Gunnar segir Íslendinga ekki bjóðast. Álagstími ferðaþjónustu teygi sig nú eftir vorinu og haustinu. „Við erum að finna fólk sem tekur á þessu tímabili, vorinu og haustinu og er auðvitað áfram yfir sumarið. En svo kemur skólafólkið þegar það losnar úr námi,“ segir Gunnar. „Þó ég sé með í félaginu hjá mér 136 án atvinnu þá uppfylla þeir ekki þær kröfur að geta unnið hjá IGS. Fólk þarf að fara í bakgrunnsskoðun, vera með bílpróf og fleira. Það er ekki ásetningur að sniðganga Íslendinga,“ segir Kristján. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ósáttur. Á þingfundi í fyrradag sagði Þorsteinn að atvinnuleysistölur væru um margt til að auka á bjartsýni, jafnvel þótt enn væru um 4.600 atvinnulausir. Hann furðaði sig á því að auglýst væri eftir starfsmönnum í útlöndum. „Þetta skýtur mjög skökku við vegna þess að einn af aðaleigendum Icelandair eru íslensku lífeyrissjóðirnir. Og ég skil ekki hverju það sætir ef menn ætla að fara að flytja hér inn verkafólk til þess að halda niðri launum þegar við höfum hér nokkrar þúsundir á atvinnuleysiskrá,“ sagði Þorsteinn.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira