Knúnir að leita erlendis Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. desember 2015 08:00 Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vinnumarkaður Íslenskt vinnuafl nægir nú vart til að anna eftirspurn eftir starfsfólki á Reykjanesi. Ástæðan er sögð stórfelld fjölgun ferðamanna og uppbygging kísiliðju. „Það stefnir í að við náum ekki að manna allar stöður í þessum bransa,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. IGS, dótturfélag Icelandair Group, sem annast flugvallaþjónustu á Keflavíkurflugvelli, hyggst ráða 150 manns á næsta ári. Hafa störfin verið auglýst í Póllandi. Gunnar Olsen framkvæmdastjóri segir að töluvert hafi borist af fyrirspurnum. „Við erum með fólk frá Póllandi inni hjá okkur og erum að nýta þau ágætu sambönd sem við höfum í gegnum það ágæta fólk hjá okkur,“ segir Gunnar sem býst við að ráðninganefnd fari héðan til Póllands um mánaðamótin janúar og febrúar og gangi frá ráðningum í allar deildir. Það þýðir þá hlaðmenn, starfsmenn í flugeldhúsi, starfsmenn í ræstingum og farþegaþjónustu. Gunnar segir Íslendinga ekki bjóðast. Álagstími ferðaþjónustu teygi sig nú eftir vorinu og haustinu. „Við erum að finna fólk sem tekur á þessu tímabili, vorinu og haustinu og er auðvitað áfram yfir sumarið. En svo kemur skólafólkið þegar það losnar úr námi,“ segir Gunnar. „Þó ég sé með í félaginu hjá mér 136 án atvinnu þá uppfylla þeir ekki þær kröfur að geta unnið hjá IGS. Fólk þarf að fara í bakgrunnsskoðun, vera með bílpróf og fleira. Það er ekki ásetningur að sniðganga Íslendinga,“ segir Kristján. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ósáttur. Á þingfundi í fyrradag sagði Þorsteinn að atvinnuleysistölur væru um margt til að auka á bjartsýni, jafnvel þótt enn væru um 4.600 atvinnulausir. Hann furðaði sig á því að auglýst væri eftir starfsmönnum í útlöndum. „Þetta skýtur mjög skökku við vegna þess að einn af aðaleigendum Icelandair eru íslensku lífeyrissjóðirnir. Og ég skil ekki hverju það sætir ef menn ætla að fara að flytja hér inn verkafólk til þess að halda niðri launum þegar við höfum hér nokkrar þúsundir á atvinnuleysiskrá,“ sagði Þorsteinn. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Vinnumarkaður Íslenskt vinnuafl nægir nú vart til að anna eftirspurn eftir starfsfólki á Reykjanesi. Ástæðan er sögð stórfelld fjölgun ferðamanna og uppbygging kísiliðju. „Það stefnir í að við náum ekki að manna allar stöður í þessum bransa,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. IGS, dótturfélag Icelandair Group, sem annast flugvallaþjónustu á Keflavíkurflugvelli, hyggst ráða 150 manns á næsta ári. Hafa störfin verið auglýst í Póllandi. Gunnar Olsen framkvæmdastjóri segir að töluvert hafi borist af fyrirspurnum. „Við erum með fólk frá Póllandi inni hjá okkur og erum að nýta þau ágætu sambönd sem við höfum í gegnum það ágæta fólk hjá okkur,“ segir Gunnar sem býst við að ráðninganefnd fari héðan til Póllands um mánaðamótin janúar og febrúar og gangi frá ráðningum í allar deildir. Það þýðir þá hlaðmenn, starfsmenn í flugeldhúsi, starfsmenn í ræstingum og farþegaþjónustu. Gunnar segir Íslendinga ekki bjóðast. Álagstími ferðaþjónustu teygi sig nú eftir vorinu og haustinu. „Við erum að finna fólk sem tekur á þessu tímabili, vorinu og haustinu og er auðvitað áfram yfir sumarið. En svo kemur skólafólkið þegar það losnar úr námi,“ segir Gunnar. „Þó ég sé með í félaginu hjá mér 136 án atvinnu þá uppfylla þeir ekki þær kröfur að geta unnið hjá IGS. Fólk þarf að fara í bakgrunnsskoðun, vera með bílpróf og fleira. Það er ekki ásetningur að sniðganga Íslendinga,“ segir Kristján. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ósáttur. Á þingfundi í fyrradag sagði Þorsteinn að atvinnuleysistölur væru um margt til að auka á bjartsýni, jafnvel þótt enn væru um 4.600 atvinnulausir. Hann furðaði sig á því að auglýst væri eftir starfsmönnum í útlöndum. „Þetta skýtur mjög skökku við vegna þess að einn af aðaleigendum Icelandair eru íslensku lífeyrissjóðirnir. Og ég skil ekki hverju það sætir ef menn ætla að fara að flytja hér inn verkafólk til þess að halda niðri launum þegar við höfum hér nokkrar þúsundir á atvinnuleysiskrá,“ sagði Þorsteinn.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun