Knúnir að leita erlendis Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. desember 2015 08:00 Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vinnumarkaður Íslenskt vinnuafl nægir nú vart til að anna eftirspurn eftir starfsfólki á Reykjanesi. Ástæðan er sögð stórfelld fjölgun ferðamanna og uppbygging kísiliðju. „Það stefnir í að við náum ekki að manna allar stöður í þessum bransa,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. IGS, dótturfélag Icelandair Group, sem annast flugvallaþjónustu á Keflavíkurflugvelli, hyggst ráða 150 manns á næsta ári. Hafa störfin verið auglýst í Póllandi. Gunnar Olsen framkvæmdastjóri segir að töluvert hafi borist af fyrirspurnum. „Við erum með fólk frá Póllandi inni hjá okkur og erum að nýta þau ágætu sambönd sem við höfum í gegnum það ágæta fólk hjá okkur,“ segir Gunnar sem býst við að ráðninganefnd fari héðan til Póllands um mánaðamótin janúar og febrúar og gangi frá ráðningum í allar deildir. Það þýðir þá hlaðmenn, starfsmenn í flugeldhúsi, starfsmenn í ræstingum og farþegaþjónustu. Gunnar segir Íslendinga ekki bjóðast. Álagstími ferðaþjónustu teygi sig nú eftir vorinu og haustinu. „Við erum að finna fólk sem tekur á þessu tímabili, vorinu og haustinu og er auðvitað áfram yfir sumarið. En svo kemur skólafólkið þegar það losnar úr námi,“ segir Gunnar. „Þó ég sé með í félaginu hjá mér 136 án atvinnu þá uppfylla þeir ekki þær kröfur að geta unnið hjá IGS. Fólk þarf að fara í bakgrunnsskoðun, vera með bílpróf og fleira. Það er ekki ásetningur að sniðganga Íslendinga,“ segir Kristján. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ósáttur. Á þingfundi í fyrradag sagði Þorsteinn að atvinnuleysistölur væru um margt til að auka á bjartsýni, jafnvel þótt enn væru um 4.600 atvinnulausir. Hann furðaði sig á því að auglýst væri eftir starfsmönnum í útlöndum. „Þetta skýtur mjög skökku við vegna þess að einn af aðaleigendum Icelandair eru íslensku lífeyrissjóðirnir. Og ég skil ekki hverju það sætir ef menn ætla að fara að flytja hér inn verkafólk til þess að halda niðri launum þegar við höfum hér nokkrar þúsundir á atvinnuleysiskrá,“ sagði Þorsteinn. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Vinnumarkaður Íslenskt vinnuafl nægir nú vart til að anna eftirspurn eftir starfsfólki á Reykjanesi. Ástæðan er sögð stórfelld fjölgun ferðamanna og uppbygging kísiliðju. „Það stefnir í að við náum ekki að manna allar stöður í þessum bransa,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. IGS, dótturfélag Icelandair Group, sem annast flugvallaþjónustu á Keflavíkurflugvelli, hyggst ráða 150 manns á næsta ári. Hafa störfin verið auglýst í Póllandi. Gunnar Olsen framkvæmdastjóri segir að töluvert hafi borist af fyrirspurnum. „Við erum með fólk frá Póllandi inni hjá okkur og erum að nýta þau ágætu sambönd sem við höfum í gegnum það ágæta fólk hjá okkur,“ segir Gunnar sem býst við að ráðninganefnd fari héðan til Póllands um mánaðamótin janúar og febrúar og gangi frá ráðningum í allar deildir. Það þýðir þá hlaðmenn, starfsmenn í flugeldhúsi, starfsmenn í ræstingum og farþegaþjónustu. Gunnar segir Íslendinga ekki bjóðast. Álagstími ferðaþjónustu teygi sig nú eftir vorinu og haustinu. „Við erum að finna fólk sem tekur á þessu tímabili, vorinu og haustinu og er auðvitað áfram yfir sumarið. En svo kemur skólafólkið þegar það losnar úr námi,“ segir Gunnar. „Þó ég sé með í félaginu hjá mér 136 án atvinnu þá uppfylla þeir ekki þær kröfur að geta unnið hjá IGS. Fólk þarf að fara í bakgrunnsskoðun, vera með bílpróf og fleira. Það er ekki ásetningur að sniðganga Íslendinga,“ segir Kristján. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ósáttur. Á þingfundi í fyrradag sagði Þorsteinn að atvinnuleysistölur væru um margt til að auka á bjartsýni, jafnvel þótt enn væru um 4.600 atvinnulausir. Hann furðaði sig á því að auglýst væri eftir starfsmönnum í útlöndum. „Þetta skýtur mjög skökku við vegna þess að einn af aðaleigendum Icelandair eru íslensku lífeyrissjóðirnir. Og ég skil ekki hverju það sætir ef menn ætla að fara að flytja hér inn verkafólk til þess að halda niðri launum þegar við höfum hér nokkrar þúsundir á atvinnuleysiskrá,“ sagði Þorsteinn.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira