Ekki allir sáttir við auglýsingu Dekkverks: Viðbrögðin koma eiganda verkstæðisins á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2015 15:13 Auglýsingin umdeilda sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Auglýsing dekkjaverkstæðisins Dekkverks í Fréttablaðinu í morgun hefur vakið mikla athygli netverja en á henni má sjá dekk í líki nakins kvenlíkama. Auglýsingunni hefur verið deilt í hópum á Facebook á borð við Beauty Tips 30+ og Markaðsnörda en sitt sýnist hverjum um markaðssetninguna þar sem kvenmannslíkaminn er notaður til að vekja athygli á vöru. Einhverjir hafa lýst því yfir að þeir ætli að hætta að skipta við Dekkverk vegna auglýsingarinnar þar sem verið sé að hlutgera kvenlíkamann í enn eitt skiptið og það sé hallærislegt árið 2015. Guðmundur Örn Guðjónsson, eigandi Dekkverks, segist í samtali við Vísi ekki skilja hvers vegna auglýsingin hafi valdið svona miklum usla. „Við birtum þessa auglýsingu af því að þetta er flott mynd. Við sáum ekkert að henni. Það var ekki ætlunin að móðga neinn og við erum ekki viljandi að reyna að móðga fólk. Þessi viðbrögð koma mér mjög á óvart þar sem við vorum með sambærilega mynd af karlmanni í fyrra sem var búið að móta svona í dekk og fengum mjög góðar viðtökur við því. Ég skil ekki hver munurinn er á þeirri mynd og myndinni sem við birtum núna,“ segir Guðmundur.Verið að gera úlfalda úr mýflugu Hann segir myndina koma frá West Lake-dekkjaframleiðandanum og hún hafi verið birt í mun fleiri löndum en bara hér á landi. Guðmundur segir að hún hafi ekki verið gagnrýnd neins staðar nema hér. Undir orð hans tekur Astrid Daxböck sem starfar í bókhaldinu hjá Dekkverki. Hún sá bæði myndirnar af karlinum og konunni áður en þær birtust og segir þær báðar jafnflottar.Auglýsing dagsins. Hvaða ár er aftur? Stay classy Dekkverk. #6dagsleikinn pic.twitter.com/ms19JUD9Am— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) December 1, 2015 Ég ætlaði einmitt að kaupa negldan umgang á Súkkuna mína. Það verður ekki hjá Dekkverk. #6dagsleikinn #fokkiðykkur pic.twitter.com/arBQ6LUn7Q— Helga Þórey (@findhelga) December 1, 2015 S/O á Dekkverk fyrir að geta ekki með neinu móti metið tíðarandann.— Guðmundur Bjarki (@Gudmundurbjark) December 1, 2015 „Þetta er nokkurs konar dekkjalist og ég sá ekki neitt að þessu, hvorki að myndinni af karlmanninum né núna af konunni. Ég skil ekki alveg af hverju það er í lagi að birta mynd af karlmanni en svo núna þegar það er birt mynd af konu þá gerir fólk athugasemdir,“ segir Astrid. Hún segir að mikið fólki hafi hringt inn á verkstæðið í dag og kvartað. Guðmundur segir að þetta sé dæmi um það þegar úlfaldi sé gerður úr mýflugu. „Við hlæjum að þessu hérna á verkstæðinu, bæði konurnar og karlarnir sem vinna hérna. En við munum að öllum líkindum ekki nota myndir af konum í framtíðinni, bara körlum,“ segir Guðmundur.Sambærileg auglýsing með karllíkama sem Guðmundur segir að hafi birst í fyrra. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Auglýsing dekkjaverkstæðisins Dekkverks í Fréttablaðinu í morgun hefur vakið mikla athygli netverja en á henni má sjá dekk í líki nakins kvenlíkama. Auglýsingunni hefur verið deilt í hópum á Facebook á borð við Beauty Tips 30+ og Markaðsnörda en sitt sýnist hverjum um markaðssetninguna þar sem kvenmannslíkaminn er notaður til að vekja athygli á vöru. Einhverjir hafa lýst því yfir að þeir ætli að hætta að skipta við Dekkverk vegna auglýsingarinnar þar sem verið sé að hlutgera kvenlíkamann í enn eitt skiptið og það sé hallærislegt árið 2015. Guðmundur Örn Guðjónsson, eigandi Dekkverks, segist í samtali við Vísi ekki skilja hvers vegna auglýsingin hafi valdið svona miklum usla. „Við birtum þessa auglýsingu af því að þetta er flott mynd. Við sáum ekkert að henni. Það var ekki ætlunin að móðga neinn og við erum ekki viljandi að reyna að móðga fólk. Þessi viðbrögð koma mér mjög á óvart þar sem við vorum með sambærilega mynd af karlmanni í fyrra sem var búið að móta svona í dekk og fengum mjög góðar viðtökur við því. Ég skil ekki hver munurinn er á þeirri mynd og myndinni sem við birtum núna,“ segir Guðmundur.Verið að gera úlfalda úr mýflugu Hann segir myndina koma frá West Lake-dekkjaframleiðandanum og hún hafi verið birt í mun fleiri löndum en bara hér á landi. Guðmundur segir að hún hafi ekki verið gagnrýnd neins staðar nema hér. Undir orð hans tekur Astrid Daxböck sem starfar í bókhaldinu hjá Dekkverki. Hún sá bæði myndirnar af karlinum og konunni áður en þær birtust og segir þær báðar jafnflottar.Auglýsing dagsins. Hvaða ár er aftur? Stay classy Dekkverk. #6dagsleikinn pic.twitter.com/ms19JUD9Am— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) December 1, 2015 Ég ætlaði einmitt að kaupa negldan umgang á Súkkuna mína. Það verður ekki hjá Dekkverk. #6dagsleikinn #fokkiðykkur pic.twitter.com/arBQ6LUn7Q— Helga Þórey (@findhelga) December 1, 2015 S/O á Dekkverk fyrir að geta ekki með neinu móti metið tíðarandann.— Guðmundur Bjarki (@Gudmundurbjark) December 1, 2015 „Þetta er nokkurs konar dekkjalist og ég sá ekki neitt að þessu, hvorki að myndinni af karlmanninum né núna af konunni. Ég skil ekki alveg af hverju það er í lagi að birta mynd af karlmanni en svo núna þegar það er birt mynd af konu þá gerir fólk athugasemdir,“ segir Astrid. Hún segir að mikið fólki hafi hringt inn á verkstæðið í dag og kvartað. Guðmundur segir að þetta sé dæmi um það þegar úlfaldi sé gerður úr mýflugu. „Við hlæjum að þessu hérna á verkstæðinu, bæði konurnar og karlarnir sem vinna hérna. En við munum að öllum líkindum ekki nota myndir af konum í framtíðinni, bara körlum,“ segir Guðmundur.Sambærileg auglýsing með karllíkama sem Guðmundur segir að hafi birst í fyrra.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira