Ekki allir sáttir við auglýsingu Dekkverks: Viðbrögðin koma eiganda verkstæðisins á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2015 15:13 Auglýsingin umdeilda sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Auglýsing dekkjaverkstæðisins Dekkverks í Fréttablaðinu í morgun hefur vakið mikla athygli netverja en á henni má sjá dekk í líki nakins kvenlíkama. Auglýsingunni hefur verið deilt í hópum á Facebook á borð við Beauty Tips 30+ og Markaðsnörda en sitt sýnist hverjum um markaðssetninguna þar sem kvenmannslíkaminn er notaður til að vekja athygli á vöru. Einhverjir hafa lýst því yfir að þeir ætli að hætta að skipta við Dekkverk vegna auglýsingarinnar þar sem verið sé að hlutgera kvenlíkamann í enn eitt skiptið og það sé hallærislegt árið 2015. Guðmundur Örn Guðjónsson, eigandi Dekkverks, segist í samtali við Vísi ekki skilja hvers vegna auglýsingin hafi valdið svona miklum usla. „Við birtum þessa auglýsingu af því að þetta er flott mynd. Við sáum ekkert að henni. Það var ekki ætlunin að móðga neinn og við erum ekki viljandi að reyna að móðga fólk. Þessi viðbrögð koma mér mjög á óvart þar sem við vorum með sambærilega mynd af karlmanni í fyrra sem var búið að móta svona í dekk og fengum mjög góðar viðtökur við því. Ég skil ekki hver munurinn er á þeirri mynd og myndinni sem við birtum núna,“ segir Guðmundur.Verið að gera úlfalda úr mýflugu Hann segir myndina koma frá West Lake-dekkjaframleiðandanum og hún hafi verið birt í mun fleiri löndum en bara hér á landi. Guðmundur segir að hún hafi ekki verið gagnrýnd neins staðar nema hér. Undir orð hans tekur Astrid Daxböck sem starfar í bókhaldinu hjá Dekkverki. Hún sá bæði myndirnar af karlinum og konunni áður en þær birtust og segir þær báðar jafnflottar.Auglýsing dagsins. Hvaða ár er aftur? Stay classy Dekkverk. #6dagsleikinn pic.twitter.com/ms19JUD9Am— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) December 1, 2015 Ég ætlaði einmitt að kaupa negldan umgang á Súkkuna mína. Það verður ekki hjá Dekkverk. #6dagsleikinn #fokkiðykkur pic.twitter.com/arBQ6LUn7Q— Helga Þórey (@findhelga) December 1, 2015 S/O á Dekkverk fyrir að geta ekki með neinu móti metið tíðarandann.— Guðmundur Bjarki (@Gudmundurbjark) December 1, 2015 „Þetta er nokkurs konar dekkjalist og ég sá ekki neitt að þessu, hvorki að myndinni af karlmanninum né núna af konunni. Ég skil ekki alveg af hverju það er í lagi að birta mynd af karlmanni en svo núna þegar það er birt mynd af konu þá gerir fólk athugasemdir,“ segir Astrid. Hún segir að mikið fólki hafi hringt inn á verkstæðið í dag og kvartað. Guðmundur segir að þetta sé dæmi um það þegar úlfaldi sé gerður úr mýflugu. „Við hlæjum að þessu hérna á verkstæðinu, bæði konurnar og karlarnir sem vinna hérna. En við munum að öllum líkindum ekki nota myndir af konum í framtíðinni, bara körlum,“ segir Guðmundur.Sambærileg auglýsing með karllíkama sem Guðmundur segir að hafi birst í fyrra. Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Auglýsing dekkjaverkstæðisins Dekkverks í Fréttablaðinu í morgun hefur vakið mikla athygli netverja en á henni má sjá dekk í líki nakins kvenlíkama. Auglýsingunni hefur verið deilt í hópum á Facebook á borð við Beauty Tips 30+ og Markaðsnörda en sitt sýnist hverjum um markaðssetninguna þar sem kvenmannslíkaminn er notaður til að vekja athygli á vöru. Einhverjir hafa lýst því yfir að þeir ætli að hætta að skipta við Dekkverk vegna auglýsingarinnar þar sem verið sé að hlutgera kvenlíkamann í enn eitt skiptið og það sé hallærislegt árið 2015. Guðmundur Örn Guðjónsson, eigandi Dekkverks, segist í samtali við Vísi ekki skilja hvers vegna auglýsingin hafi valdið svona miklum usla. „Við birtum þessa auglýsingu af því að þetta er flott mynd. Við sáum ekkert að henni. Það var ekki ætlunin að móðga neinn og við erum ekki viljandi að reyna að móðga fólk. Þessi viðbrögð koma mér mjög á óvart þar sem við vorum með sambærilega mynd af karlmanni í fyrra sem var búið að móta svona í dekk og fengum mjög góðar viðtökur við því. Ég skil ekki hver munurinn er á þeirri mynd og myndinni sem við birtum núna,“ segir Guðmundur.Verið að gera úlfalda úr mýflugu Hann segir myndina koma frá West Lake-dekkjaframleiðandanum og hún hafi verið birt í mun fleiri löndum en bara hér á landi. Guðmundur segir að hún hafi ekki verið gagnrýnd neins staðar nema hér. Undir orð hans tekur Astrid Daxböck sem starfar í bókhaldinu hjá Dekkverki. Hún sá bæði myndirnar af karlinum og konunni áður en þær birtust og segir þær báðar jafnflottar.Auglýsing dagsins. Hvaða ár er aftur? Stay classy Dekkverk. #6dagsleikinn pic.twitter.com/ms19JUD9Am— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) December 1, 2015 Ég ætlaði einmitt að kaupa negldan umgang á Súkkuna mína. Það verður ekki hjá Dekkverk. #6dagsleikinn #fokkiðykkur pic.twitter.com/arBQ6LUn7Q— Helga Þórey (@findhelga) December 1, 2015 S/O á Dekkverk fyrir að geta ekki með neinu móti metið tíðarandann.— Guðmundur Bjarki (@Gudmundurbjark) December 1, 2015 „Þetta er nokkurs konar dekkjalist og ég sá ekki neitt að þessu, hvorki að myndinni af karlmanninum né núna af konunni. Ég skil ekki alveg af hverju það er í lagi að birta mynd af karlmanni en svo núna þegar það er birt mynd af konu þá gerir fólk athugasemdir,“ segir Astrid. Hún segir að mikið fólki hafi hringt inn á verkstæðið í dag og kvartað. Guðmundur segir að þetta sé dæmi um það þegar úlfaldi sé gerður úr mýflugu. „Við hlæjum að þessu hérna á verkstæðinu, bæði konurnar og karlarnir sem vinna hérna. En við munum að öllum líkindum ekki nota myndir af konum í framtíðinni, bara körlum,“ segir Guðmundur.Sambærileg auglýsing með karllíkama sem Guðmundur segir að hafi birst í fyrra.
Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira