Allir kennarar eru íslenskukennarar – Ályktun um stöðu íslenskrar tungu Tryggvi Gíslason skrifar 3. desember 2015 07:00 Íslensk málnefnd birti nýverið Ályktun um stöðu íslenskrar tungu. Þar er á það bent, að í fjölmenningarsamfélagi nútímans sé hætt við að íslenska verði eign æ færri Íslendinga og um leið sé hætta á að sumir málhafar nái aldrei nógu góðum tökum á íslensku ritmáli og verði því af auðlegð málsins. Gæta þurfi þess að íslenska verði áfram almenningseign og málhafar áfram í tengslum við íslenskan menningararf.Innflytjendur Í ályktuninni er bent á að ríflega 24 þúsund landsmanna – rúmlega 7% – séu innflytjendur. Árlegur fjöldi ferðamanna sé nú yfir milljón á ári og erlendir stúdentar í háskólanámi ríflega 1.300 árið 2013. Því séu töluð mörg tungumál á Íslandi. Þróunin muni halda áfram og mikilvægt að tryggja stöðu íslenskunnar í þessum nýja heimi. „Íslensk tunga er lykill að menningunni í landinu. Það getur valdið vandræðum ef einstaklingar og hópar verða utangarðs eins og viðbúið er í samfélagi þar sem innflytjendur eru margir og fer fjölgandi. Góður aðgangur að íslensku skiptir öllu máli til að koma í veg fyrir átök og stéttaskiptingu, bæði framboð á íslenskunámi og tækifæri vinnandi fólks til að verða sér úti um þá menntun. Kostnaður má ekki útiloka neina íbúa landsins frá íslenskri menningu og eins þarf íslenskunám að vera í boði sem víðast í tíma og rúmi til að það sé öllum aðgengilegt.“ Í ályktuninni er bent á að stór hópur barna elst upp við talaða íslensku – en án bóka. Nokkuð beri á því að íslenskir málhafar eigi erfitt með að tjá sig í rituðu máli og eigi jafnvel í vandræðum með að skilja íslenskar bókmenntir frá síðari áratugum. Þegar svo er komið er hætt við að málhafar af íslensku bergi brotnir verði eins og útlendingar gagnvart eigin menningararfi. Við þessu verður ekki spornað nema með auknum lestri og meiri þjálfun í íslensku ritmáli. Bent er á að hörð samkeppni sé um athygli barna og ungmenna í menningu samtímans. Í netheimum sé fjölbreytt ókeypis efni á ensku en ekki sama aðgengi að íslenskum orðabókum, alfræðiritum og bókmenntum á netinu. Íslenska málsamfélagið sé „fámennasta fullburða málsamfélag í heiminum og hlýtur ekki verðugan sess á netinu án öflugs opinbers stuðnings”.Aðgerðir Til þess að styrkja íslenskt málsamfélag þarf að auka íslenskunám fyrir nýja Íslendinga. Íslenskunám eigi að vera í boði fyrir þann fjölda aðkomufólks sem hér dvelur tímabundið. Einnig sé mikilvægt að íslenska sé ekki falin ferðamönnum heldur sýnileg t.d. á matseðlum og í verslunum. Íslenskir málhafar þurfi að kappkosta að nota íslensku í samskiptum, þar sem það er unnt, og svara aldrei á öðrum málum þeim sem reynir að tala íslensku. Erlendir ferðamenn séu hingað komnir af forvitni um land og þjóð og langi marga til að kynnast íslensku og því er menningarauki fyrir gesti og heimamenn að íslenska sé ekki í felum. Ritþjálfun í skólum sé ónóg og leggja þurfi aukna rækt við bókmenntamálið. Líta beri á ritþjálfun og ritunarkennslu sem sérstaka námsgrein, til viðbótar við nám sem þegar fer fram í íslenskri málfræði og bókmenntum. Huga þurfi sérstaklega að því að efla bókmenntir ætlaðar ungu fólki. Hætt sé við að framboð á bókmenntum fyrir ungt fólk verði fábrotið og einhæft. Nú þegar beri á því að lesefni á ensku sé ráðandi hjá ungu fólki. Slíkum áhuga ber að fagna, en jafnframt gæta þess að íslensk ungmenni missi ekki sambandið við íslenskt bókmenntamál þannig að Íslendingasögurnar og íslenskar skáldsögur frá fyrri hluta 20. aldar verði þeim framandi. Að lokum er í ályktun Íslenskrar málnefndar minnt á að íslenska sé ekki aðeins námsgrein í skólum heldur undirstaða allrar menntunar – eða eins og sagt var: Allir kennarar á Íslandi eru íslenskukennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk málnefnd birti nýverið Ályktun um stöðu íslenskrar tungu. Þar er á það bent, að í fjölmenningarsamfélagi nútímans sé hætt við að íslenska verði eign æ færri Íslendinga og um leið sé hætta á að sumir málhafar nái aldrei nógu góðum tökum á íslensku ritmáli og verði því af auðlegð málsins. Gæta þurfi þess að íslenska verði áfram almenningseign og málhafar áfram í tengslum við íslenskan menningararf.Innflytjendur Í ályktuninni er bent á að ríflega 24 þúsund landsmanna – rúmlega 7% – séu innflytjendur. Árlegur fjöldi ferðamanna sé nú yfir milljón á ári og erlendir stúdentar í háskólanámi ríflega 1.300 árið 2013. Því séu töluð mörg tungumál á Íslandi. Þróunin muni halda áfram og mikilvægt að tryggja stöðu íslenskunnar í þessum nýja heimi. „Íslensk tunga er lykill að menningunni í landinu. Það getur valdið vandræðum ef einstaklingar og hópar verða utangarðs eins og viðbúið er í samfélagi þar sem innflytjendur eru margir og fer fjölgandi. Góður aðgangur að íslensku skiptir öllu máli til að koma í veg fyrir átök og stéttaskiptingu, bæði framboð á íslenskunámi og tækifæri vinnandi fólks til að verða sér úti um þá menntun. Kostnaður má ekki útiloka neina íbúa landsins frá íslenskri menningu og eins þarf íslenskunám að vera í boði sem víðast í tíma og rúmi til að það sé öllum aðgengilegt.“ Í ályktuninni er bent á að stór hópur barna elst upp við talaða íslensku – en án bóka. Nokkuð beri á því að íslenskir málhafar eigi erfitt með að tjá sig í rituðu máli og eigi jafnvel í vandræðum með að skilja íslenskar bókmenntir frá síðari áratugum. Þegar svo er komið er hætt við að málhafar af íslensku bergi brotnir verði eins og útlendingar gagnvart eigin menningararfi. Við þessu verður ekki spornað nema með auknum lestri og meiri þjálfun í íslensku ritmáli. Bent er á að hörð samkeppni sé um athygli barna og ungmenna í menningu samtímans. Í netheimum sé fjölbreytt ókeypis efni á ensku en ekki sama aðgengi að íslenskum orðabókum, alfræðiritum og bókmenntum á netinu. Íslenska málsamfélagið sé „fámennasta fullburða málsamfélag í heiminum og hlýtur ekki verðugan sess á netinu án öflugs opinbers stuðnings”.Aðgerðir Til þess að styrkja íslenskt málsamfélag þarf að auka íslenskunám fyrir nýja Íslendinga. Íslenskunám eigi að vera í boði fyrir þann fjölda aðkomufólks sem hér dvelur tímabundið. Einnig sé mikilvægt að íslenska sé ekki falin ferðamönnum heldur sýnileg t.d. á matseðlum og í verslunum. Íslenskir málhafar þurfi að kappkosta að nota íslensku í samskiptum, þar sem það er unnt, og svara aldrei á öðrum málum þeim sem reynir að tala íslensku. Erlendir ferðamenn séu hingað komnir af forvitni um land og þjóð og langi marga til að kynnast íslensku og því er menningarauki fyrir gesti og heimamenn að íslenska sé ekki í felum. Ritþjálfun í skólum sé ónóg og leggja þurfi aukna rækt við bókmenntamálið. Líta beri á ritþjálfun og ritunarkennslu sem sérstaka námsgrein, til viðbótar við nám sem þegar fer fram í íslenskri málfræði og bókmenntum. Huga þurfi sérstaklega að því að efla bókmenntir ætlaðar ungu fólki. Hætt sé við að framboð á bókmenntum fyrir ungt fólk verði fábrotið og einhæft. Nú þegar beri á því að lesefni á ensku sé ráðandi hjá ungu fólki. Slíkum áhuga ber að fagna, en jafnframt gæta þess að íslensk ungmenni missi ekki sambandið við íslenskt bókmenntamál þannig að Íslendingasögurnar og íslenskar skáldsögur frá fyrri hluta 20. aldar verði þeim framandi. Að lokum er í ályktun Íslenskrar málnefndar minnt á að íslenska sé ekki aðeins námsgrein í skólum heldur undirstaða allrar menntunar – eða eins og sagt var: Allir kennarar á Íslandi eru íslenskukennarar.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun