Félag atvinnurekenda vill lækka álagningu ÁTVR Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2015 15:55 Virðisaukaskattur áfengi mun lækka um áramótin en á móti mun áfengisgjald hækka. Vísir/GVA Félag atvinnurekanda hefur skrifað formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem lagt er til að álagning ÁTVR verði lækkuð um tvö prósentustig. Myndi það vinna gegn verðhækkunum sem verða vegna boðaðra breytinga á skattlagninu áfengis. Til stendur að lækka virðisaukaskatt á áfengi niður í ellefu prósent en á móti verður áfengisgjald hækkað svo tekjur ríkisins skerðist ekki við breytinguna. Félag atvinnurekenda telur að þetta leiði til þess að smávöruálagning ÁTVR muni hækka um 300-400 milljónir við breytinguna en lögbundin prósenta leggst ofan á hækkað áfengisgjald. Í bréfinu er lagt til að smásöluálagning ÁTVR á bjór og léttvín lækki úr 18 prósentum í 16 prósent og að smásöluálagning á sterka drykki lækki úr 12 prósent í 10 prósent en í bréfinu segir að það sé „ótækt að breyting, sem átti ekki að breyta tekjum ríkisins af áfengissölu, leiði til þess að 300-400 milljónir renni úr vösum neytenda inn í rekstur ÁTVR.“ Sú breyting sem Félag atvinnurekenda leggur til myndi gera það að verkum að algeng tegund af léttvíni í kassa myndi hækka um 132 krónur í stað 229 og algeng vodkategund í lítraflösku myndi hækka um 274 krónur í stað 41 krónu. Líkt og komið hefur fram í Fréttablaðinu og á Vísi þýða þessar breytingar á virðisaukaskatti og áfengisgjaldi að ýmsar ódýrari áfengistegundir hækka í verði, en dýrari tegundir lækka. Að mati Félags atvinnurekenda þýðir þetta að neytendur með minna á milli handana sem líklegri eru til að velja ódýrari tegundir, niðurgreiða áfengisskattana fyrir þá sem meira hafa á milli handana og eru líklegri til að kaupa dýrara áfengi. Alþingi Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Félag atvinnurekanda hefur skrifað formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem lagt er til að álagning ÁTVR verði lækkuð um tvö prósentustig. Myndi það vinna gegn verðhækkunum sem verða vegna boðaðra breytinga á skattlagninu áfengis. Til stendur að lækka virðisaukaskatt á áfengi niður í ellefu prósent en á móti verður áfengisgjald hækkað svo tekjur ríkisins skerðist ekki við breytinguna. Félag atvinnurekenda telur að þetta leiði til þess að smávöruálagning ÁTVR muni hækka um 300-400 milljónir við breytinguna en lögbundin prósenta leggst ofan á hækkað áfengisgjald. Í bréfinu er lagt til að smásöluálagning ÁTVR á bjór og léttvín lækki úr 18 prósentum í 16 prósent og að smásöluálagning á sterka drykki lækki úr 12 prósent í 10 prósent en í bréfinu segir að það sé „ótækt að breyting, sem átti ekki að breyta tekjum ríkisins af áfengissölu, leiði til þess að 300-400 milljónir renni úr vösum neytenda inn í rekstur ÁTVR.“ Sú breyting sem Félag atvinnurekenda leggur til myndi gera það að verkum að algeng tegund af léttvíni í kassa myndi hækka um 132 krónur í stað 229 og algeng vodkategund í lítraflösku myndi hækka um 274 krónur í stað 41 krónu. Líkt og komið hefur fram í Fréttablaðinu og á Vísi þýða þessar breytingar á virðisaukaskatti og áfengisgjaldi að ýmsar ódýrari áfengistegundir hækka í verði, en dýrari tegundir lækka. Að mati Félags atvinnurekenda þýðir þetta að neytendur með minna á milli handana sem líklegri eru til að velja ódýrari tegundir, niðurgreiða áfengisskattana fyrir þá sem meira hafa á milli handana og eru líklegri til að kaupa dýrara áfengi.
Alþingi Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira