Viðskipti innlent

Kröfuhafar Glitnis samþykktu nauðasamning

ingvar haraldsson skrifar
Kröfuhafar Glitnis samþykktu nauðasamning.
Kröfuhafar Glitnis samþykktu nauðasamning.
99,9 prósent kröfuhafa Glitnis samþykktu fyrr í dag frumvarp að nauðasamningi slitabúsins. RÚV greinir frá.

Þá samþykktu kröfuhafarnir einnig uppfært stöðugleikaframlag sem felst helst í því að íslenska ríkið eignast Íslandsbanka í stað þess að fá hluta af söluandvirði bankans eins og áður hafði verið gert ráð fyrir.

Kröfuhafarnir samþykktu einnig skaðleysisákvæði stjórnvalda og slitastjórnarinnar. Það hefur í för með sér að ekki verður hægt að höfða skaðabótamál gegn þeim vegna ákvarðana sem teknar í tengslum við uppgjör Glitnis.



Sjá einnig: Kröfuhafar Glitnis fá yfir 30 prósent upp í kröfur


Slitastjórn Glitnis þarf nú að fá nauðasamninginn samþykktan fyrir héraðsdómi. Í kjölfarið verður kröfuhöfum greitt út. Gert er ráð fyrir því að kröfuhafar Glitnis fái ríflega 30 prósent upp í kröfur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×