Handbolti

Barcelona með sterkan útisigur á Vardar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikilvægur sigur hjá Guðjóni og félögum.
Mikilvægur sigur hjá Guðjóni og félögum. vísir/getty
Vardar og Barcelona mættust í Meistaradeild Evrópu í dag og var leikurinn æsispennandi en Barcelona hafði betur, 27-25, eftir magnaðan lokakafla hjá liðinu.

Vardar byrjaði leikinn töluvert betur og komst liðið í 8-4 en Barcelona komst aftur inn í leikinn. Staðan í hálfleik var 15-12 fyrir heimamenn í Vardar.

Í þeim síðari var nánast jafnt á öllum tölum og en Vardar ofast einu til tveimur mörkum yfir. Þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir af leiknum komst Barcelona yfir, 25-24 og gríðarlega spenna í Skopje. Þarna ákvað Perez de Vargas, markvörður Barcelona, að loka rammanum og gátu leikmenn Vardar varla komið boltanum í netið. Vargas varði 22 skot í leiknum.

Barcelona vann að lokum ótrúlega mikilvægan sigur, 27-25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Barca í leiknum en Wael Jallouz gerði átta fyrir. Barcelona er í efsta sæti B-riðilsins með 13 stig, en Vardar er í því þriðja með 10 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×