Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Kristján Már Unnarsson skrifar 23. nóvember 2015 21:30 Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. Við höfum séð fiskeldi hleypa nýjum þrótti í byggðir á Vestfjörðum á undanförnum árum. Svo virðist sem hið sama geti gerst á Austfjörðum, - að minnsta kosti miðað við þau umsvif sem sjást um þessar mundir í Berufirði.Frá eldiskvíum Fiskeldis Austfjarða á Berufirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum, myndi ég segja, svona tveimur árum á eftir Vestfirðingunum og vonumst til að geta haft álíka áhrif og hafa verið fyrir vestan,“ segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Það er allavega markmiðið. Við viljum frekar að hlutirnir gerist heldur en að segja að þeir muni gerast.“ Það hefur raunar ekki gengið þrautalaust hjá Fiskeldi Austfjarða að byggja upp starfsemina undanfarin þrjú ár. En nú segir Guðmundur að stór áfangi hafi náðst með innkomu norska fyrirtækisins MNH-Holding. „Við erum að fá traustan aðila sem fjárfestir í félaginu hjá okkur og er með gífurlega reynslu við eldi.“Eldisfiskurinn er unninn í fiskvinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fiskeldi Austfjarða gerðist í fyrra helmingseigandi í Búlandstindi, sem vinnur eldisfiskinn, en með því tókst með öðru að verja fiskvinnslu á Djúpavogi. Guðmundur segir að með vinnslunni, sem hófst um áramótin, hafi starfsfólki þegar fjölgað um 30 manns og býst einnig við fjölgun starfa á næsta ári, kannski um 10-20 manns. Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, segir að ekki sjái fyrir endann á því hvað uppbygging fiskeldis geti orðið hröð. „Ég ætla bara að vona að mönnum takist vel til í þessum efnum,“ segir oddvitinn. Guðmundur segir Fiskeldi Austfjarða einstaklega heppið að allir innviðir skuli vera til staðar á Djúpavogi. Þar séu til dæmis rafvirkjar, fiskvinnsla, blikksmiðir og járniðnaðarmenn. Fyrirtækið hafi nánast ekkert þurft að sækja út fyrir Djúpavog í uppbyggingunni. „Hér eru öll skilyrði til fiskeldis eins og best verður á kosið,“ segir Andrés oddviti.Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 MNH Holding kaupir í Fiskeldi Austfjarða Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum. 13. nóvember 2015 13:28 Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Norska eignarhaldsfyrirtækið MNH Holding AS kaupir 50% í Fiskeldi Austfjarða. Stefnt á stóraukið eldi á laxi í sjókvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Stefnt er að 24.000 tonna framleiðslu á næstu árum. 14. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. Við höfum séð fiskeldi hleypa nýjum þrótti í byggðir á Vestfjörðum á undanförnum árum. Svo virðist sem hið sama geti gerst á Austfjörðum, - að minnsta kosti miðað við þau umsvif sem sjást um þessar mundir í Berufirði.Frá eldiskvíum Fiskeldis Austfjarða á Berufirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum, myndi ég segja, svona tveimur árum á eftir Vestfirðingunum og vonumst til að geta haft álíka áhrif og hafa verið fyrir vestan,“ segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Það er allavega markmiðið. Við viljum frekar að hlutirnir gerist heldur en að segja að þeir muni gerast.“ Það hefur raunar ekki gengið þrautalaust hjá Fiskeldi Austfjarða að byggja upp starfsemina undanfarin þrjú ár. En nú segir Guðmundur að stór áfangi hafi náðst með innkomu norska fyrirtækisins MNH-Holding. „Við erum að fá traustan aðila sem fjárfestir í félaginu hjá okkur og er með gífurlega reynslu við eldi.“Eldisfiskurinn er unninn í fiskvinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fiskeldi Austfjarða gerðist í fyrra helmingseigandi í Búlandstindi, sem vinnur eldisfiskinn, en með því tókst með öðru að verja fiskvinnslu á Djúpavogi. Guðmundur segir að með vinnslunni, sem hófst um áramótin, hafi starfsfólki þegar fjölgað um 30 manns og býst einnig við fjölgun starfa á næsta ári, kannski um 10-20 manns. Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, segir að ekki sjái fyrir endann á því hvað uppbygging fiskeldis geti orðið hröð. „Ég ætla bara að vona að mönnum takist vel til í þessum efnum,“ segir oddvitinn. Guðmundur segir Fiskeldi Austfjarða einstaklega heppið að allir innviðir skuli vera til staðar á Djúpavogi. Þar séu til dæmis rafvirkjar, fiskvinnsla, blikksmiðir og járniðnaðarmenn. Fyrirtækið hafi nánast ekkert þurft að sækja út fyrir Djúpavog í uppbyggingunni. „Hér eru öll skilyrði til fiskeldis eins og best verður á kosið,“ segir Andrés oddviti.Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 MNH Holding kaupir í Fiskeldi Austfjarða Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum. 13. nóvember 2015 13:28 Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Norska eignarhaldsfyrirtækið MNH Holding AS kaupir 50% í Fiskeldi Austfjarða. Stefnt á stóraukið eldi á laxi í sjókvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Stefnt er að 24.000 tonna framleiðslu á næstu árum. 14. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45
MNH Holding kaupir í Fiskeldi Austfjarða Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum. 13. nóvember 2015 13:28
Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Norska eignarhaldsfyrirtækið MNH Holding AS kaupir 50% í Fiskeldi Austfjarða. Stefnt á stóraukið eldi á laxi í sjókvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Stefnt er að 24.000 tonna framleiðslu á næstu árum. 14. nóvember 2015 07:00