Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Kristján Már Unnarsson skrifar 23. nóvember 2015 21:30 Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. Við höfum séð fiskeldi hleypa nýjum þrótti í byggðir á Vestfjörðum á undanförnum árum. Svo virðist sem hið sama geti gerst á Austfjörðum, - að minnsta kosti miðað við þau umsvif sem sjást um þessar mundir í Berufirði.Frá eldiskvíum Fiskeldis Austfjarða á Berufirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum, myndi ég segja, svona tveimur árum á eftir Vestfirðingunum og vonumst til að geta haft álíka áhrif og hafa verið fyrir vestan,“ segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Það er allavega markmiðið. Við viljum frekar að hlutirnir gerist heldur en að segja að þeir muni gerast.“ Það hefur raunar ekki gengið þrautalaust hjá Fiskeldi Austfjarða að byggja upp starfsemina undanfarin þrjú ár. En nú segir Guðmundur að stór áfangi hafi náðst með innkomu norska fyrirtækisins MNH-Holding. „Við erum að fá traustan aðila sem fjárfestir í félaginu hjá okkur og er með gífurlega reynslu við eldi.“Eldisfiskurinn er unninn í fiskvinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fiskeldi Austfjarða gerðist í fyrra helmingseigandi í Búlandstindi, sem vinnur eldisfiskinn, en með því tókst með öðru að verja fiskvinnslu á Djúpavogi. Guðmundur segir að með vinnslunni, sem hófst um áramótin, hafi starfsfólki þegar fjölgað um 30 manns og býst einnig við fjölgun starfa á næsta ári, kannski um 10-20 manns. Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, segir að ekki sjái fyrir endann á því hvað uppbygging fiskeldis geti orðið hröð. „Ég ætla bara að vona að mönnum takist vel til í þessum efnum,“ segir oddvitinn. Guðmundur segir Fiskeldi Austfjarða einstaklega heppið að allir innviðir skuli vera til staðar á Djúpavogi. Þar séu til dæmis rafvirkjar, fiskvinnsla, blikksmiðir og járniðnaðarmenn. Fyrirtækið hafi nánast ekkert þurft að sækja út fyrir Djúpavog í uppbyggingunni. „Hér eru öll skilyrði til fiskeldis eins og best verður á kosið,“ segir Andrés oddviti.Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 MNH Holding kaupir í Fiskeldi Austfjarða Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum. 13. nóvember 2015 13:28 Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Norska eignarhaldsfyrirtækið MNH Holding AS kaupir 50% í Fiskeldi Austfjarða. Stefnt á stóraukið eldi á laxi í sjókvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Stefnt er að 24.000 tonna framleiðslu á næstu árum. 14. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira
Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. Við höfum séð fiskeldi hleypa nýjum þrótti í byggðir á Vestfjörðum á undanförnum árum. Svo virðist sem hið sama geti gerst á Austfjörðum, - að minnsta kosti miðað við þau umsvif sem sjást um þessar mundir í Berufirði.Frá eldiskvíum Fiskeldis Austfjarða á Berufirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum, myndi ég segja, svona tveimur árum á eftir Vestfirðingunum og vonumst til að geta haft álíka áhrif og hafa verið fyrir vestan,“ segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Það er allavega markmiðið. Við viljum frekar að hlutirnir gerist heldur en að segja að þeir muni gerast.“ Það hefur raunar ekki gengið þrautalaust hjá Fiskeldi Austfjarða að byggja upp starfsemina undanfarin þrjú ár. En nú segir Guðmundur að stór áfangi hafi náðst með innkomu norska fyrirtækisins MNH-Holding. „Við erum að fá traustan aðila sem fjárfestir í félaginu hjá okkur og er með gífurlega reynslu við eldi.“Eldisfiskurinn er unninn í fiskvinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fiskeldi Austfjarða gerðist í fyrra helmingseigandi í Búlandstindi, sem vinnur eldisfiskinn, en með því tókst með öðru að verja fiskvinnslu á Djúpavogi. Guðmundur segir að með vinnslunni, sem hófst um áramótin, hafi starfsfólki þegar fjölgað um 30 manns og býst einnig við fjölgun starfa á næsta ári, kannski um 10-20 manns. Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, segir að ekki sjái fyrir endann á því hvað uppbygging fiskeldis geti orðið hröð. „Ég ætla bara að vona að mönnum takist vel til í þessum efnum,“ segir oddvitinn. Guðmundur segir Fiskeldi Austfjarða einstaklega heppið að allir innviðir skuli vera til staðar á Djúpavogi. Þar séu til dæmis rafvirkjar, fiskvinnsla, blikksmiðir og járniðnaðarmenn. Fyrirtækið hafi nánast ekkert þurft að sækja út fyrir Djúpavog í uppbyggingunni. „Hér eru öll skilyrði til fiskeldis eins og best verður á kosið,“ segir Andrés oddviti.Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 MNH Holding kaupir í Fiskeldi Austfjarða Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum. 13. nóvember 2015 13:28 Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Norska eignarhaldsfyrirtækið MNH Holding AS kaupir 50% í Fiskeldi Austfjarða. Stefnt á stóraukið eldi á laxi í sjókvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Stefnt er að 24.000 tonna framleiðslu á næstu árum. 14. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira
Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45
MNH Holding kaupir í Fiskeldi Austfjarða Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum. 13. nóvember 2015 13:28
Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Norska eignarhaldsfyrirtækið MNH Holding AS kaupir 50% í Fiskeldi Austfjarða. Stefnt á stóraukið eldi á laxi í sjókvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Stefnt er að 24.000 tonna framleiðslu á næstu árum. 14. nóvember 2015 07:00