Mjólkursamsalan breytir mysu í vín jón hákon halldórsson skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Það kann að vera að áfengi, sem framleitt er úr alíslenskri mysu, verði að finna í hillum Vínbúðanna innan skamms. vísir/gva Mjólkursamsalan stefnir á að nýta þá mysu sem fellur til við framleiðslu á osti í etanólframleiðslu. Etanólið verður svo líklegast nýtt í framleiðslu á vínanda. Björn S. Gunnarsson, þróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir að verkefnið sé á frumstigi. Það sé unnið í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri og Foss distillery. Háskólinn á Akureyri var fenginn til þess að vinna tilraunaverkefni með ákveðinn gersvepp sem lofaði góðu fyrir framhaldið. Björn segir að í september hafi verið sótt um styrk til Tækniþróunarsjóðs og beðið sé eftir svari þaðan. Segir Björn að sá styrkur myndi renna til rannsóknarstofnananna. „Við myndum leggja til vinnu og efni og mögulega eitthvert fjármagn. En það eru þessar rannsóknarstofnanir sem myndu fá rannsóknarstyrkinn,“ segir Björn. Björn segir að við vinnslu á etanóli úr mysunni yrðu þrír möguleikar á nýtingu. Í fyrsta lagi væri hægt að vinna lífrænt eldsneyti en þar yrði ávinningurinn minnstur. Spírinn sé líka notaður á rannsóknarstofum og í alls kyns iðnaði. Þriðji og mest spennandi kosturinn sé að nýta etanólið sem vínanda. Til dæmis eins og í líkjöragerð eins og gert er í Foss. „Við sjáum fyrir okkur að við gætum þá útvegað íslenskan spíra, ef þetta gengur allt upp, til þessara íslensku framleiðenda sem þyrftu þá ekki að kaupa hann að utan,“ segir Björn. Vara á borð við til dæmis Björk og Birki yrði þá alíslensk vara. Og hann telur að hin alíslenska vara verði þá meira spennandi fyrir vikið. „Það er ákveðin saga að geta sagt að þetta sé spíri úr mysu og að þetta sé aukaafurð, sem hafi verið illa nýtt áður, en svo verða gerð verðmæti úr þessu,“ segir Björn. Foss tilkynnti í ágúst í fyrra að fyrirtækið væri á leið með vörur sínar, Björk og Birki, á markað í Bandaríkjunum og hefur varan verið í sölu þar um nokkurra mánaða skeið. Að auki er varan seld í Danmörku og svo auðvitað á Íslandi. Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Mjólkursamsalan stefnir á að nýta þá mysu sem fellur til við framleiðslu á osti í etanólframleiðslu. Etanólið verður svo líklegast nýtt í framleiðslu á vínanda. Björn S. Gunnarsson, þróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir að verkefnið sé á frumstigi. Það sé unnið í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri og Foss distillery. Háskólinn á Akureyri var fenginn til þess að vinna tilraunaverkefni með ákveðinn gersvepp sem lofaði góðu fyrir framhaldið. Björn segir að í september hafi verið sótt um styrk til Tækniþróunarsjóðs og beðið sé eftir svari þaðan. Segir Björn að sá styrkur myndi renna til rannsóknarstofnananna. „Við myndum leggja til vinnu og efni og mögulega eitthvert fjármagn. En það eru þessar rannsóknarstofnanir sem myndu fá rannsóknarstyrkinn,“ segir Björn. Björn segir að við vinnslu á etanóli úr mysunni yrðu þrír möguleikar á nýtingu. Í fyrsta lagi væri hægt að vinna lífrænt eldsneyti en þar yrði ávinningurinn minnstur. Spírinn sé líka notaður á rannsóknarstofum og í alls kyns iðnaði. Þriðji og mest spennandi kosturinn sé að nýta etanólið sem vínanda. Til dæmis eins og í líkjöragerð eins og gert er í Foss. „Við sjáum fyrir okkur að við gætum þá útvegað íslenskan spíra, ef þetta gengur allt upp, til þessara íslensku framleiðenda sem þyrftu þá ekki að kaupa hann að utan,“ segir Björn. Vara á borð við til dæmis Björk og Birki yrði þá alíslensk vara. Og hann telur að hin alíslenska vara verði þá meira spennandi fyrir vikið. „Það er ákveðin saga að geta sagt að þetta sé spíri úr mysu og að þetta sé aukaafurð, sem hafi verið illa nýtt áður, en svo verða gerð verðmæti úr þessu,“ segir Björn. Foss tilkynnti í ágúst í fyrra að fyrirtækið væri á leið með vörur sínar, Björk og Birki, á markað í Bandaríkjunum og hefur varan verið í sölu þar um nokkurra mánaða skeið. Að auki er varan seld í Danmörku og svo auðvitað á Íslandi.
Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira