Viðskipti erlent

Breytingar hjá Tinder

Samúel Karl Ólason skrifar
Notendur Tinder geta farið að búast við fleiri svona myndum á skjám sínum.
Notendur Tinder geta farið að búast við fleiri svona myndum á skjám sínum.
Tinder gaf í dag út stóra uppfærslu fyrir samfélagsmiðilinn sem ætlað er að auka líkurnar á góðum „mötchum“. Reiknireglum appsins hefur verið breytt sem og spjallsvæði þess. Þar að auki geta notendur nú bætt við upplýsingum um menntun og atvinnu.

Í tilkynningu frá Tinder segir að nú geti notendur tekið betri ákvarðanir sem byggi á frekari upplýsingum og þar að auki muni breyttu reiknireglurnar leiða til fleiri matcha en áður. Auk þess hefur spjallsvæði appsins verið breytt.

Tinder gerir notendum kleyft að finna aðra notendur á sínu svæði og segja til um hvort þeim líki við hinn aðilann eða ekki. Líki báðum við hvorn annan geta viðkomandi aðilar rætt saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×