Lífeyrissjóðirnir alltumlykjandi á markaðnum Ingvar Haraldsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Á myndinni má sjá í hvaða félögum í Kauphöll Íslands lífeyrissjóðirnir eiga. Myndin sýnir einnig hvað lífeyrissjóðir eiga beint stóran hlut samanlagt í hverju félagi í Kauphöllinni og Framtakssjóði Íslands. Brotalínur tákna eign sem nemur minna en þremur prósentum af innlendu hlutabréfasafni lífeyrissjóðs. fréttablaðið/talnakönnun Lífeyrissjóðirnir eiga sjálfir að minnsta kosti 38 prósent af heildarvirði félaganna í Kauphöll Íslands. Þeir eiga með beinum hætti meirihluta í að minnsta kosti þremur félögum í Kauphöllinni og minnst eiga þeir 22,7 prósent í einu félagi. Lífeyrissjóðir eiga einnig talsverðan hlut í félögunum með óbeinum hætti gegnum verðbréfasjóði og önnur félög. Óbeinn eignarhlutur lífeyrissjóða í félögum hefur numið allt að 15 prósentum miðað við það sem kom fram í skýrslunni Áhættudreifing eða einangrun eftir Ásgeir Jónsson og Hersi Sigurgeirsson. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar og formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, segir stöðuna lýsa skorti á fjárfestingartækifærum fyrir lífeyrissjóðina. „Það er bara þannig að lífeyrissjóðir hafa ekki fengið að fjárfesta erlendis frá 2008 og það segir sig auðvitað sjálft að það leiðir til þess að þeir verða mjög fyrirferðarmiklir á íslenska markaðnum,“ segir Þorbjörn. Lífeyrissjóðir hafa þó fengið heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða erlendis á þessu ári en sú upphæð gæti hækkað á því næsta. Þá hafa stjórnvöld gefið út að sú upphæð gæti hækkað á næsta ári. Þorbjörn telur það ekki þurfa að vera áhyggjuefni að lífeyrissjóðir eigi meirihluta í einstökum félögum í Kauphöllinni. Þeir séu ekki óvirkir eigendur líkt og tíðkaðist fyrir bankahrunið 2008. „Þetta hefur breyst eftir hrun. Menn hafa verið að að beita sér meira varðandi stjórnarkjör,“ segir hann. „Það er áherslubreyting sem felst í því að menn finna einhverja utanaðkomandi til að fara í stjórnina.“ Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur telur það bæði heppilegt og óheppilegt hve stórtækir lífeyrissjóðirnir séu. Benedikt vann skýrsluna Lífeyrissjóðir og hlutafélög fyrir Samtök sparifjáreigenda, en myndin hér að ofan er fengin úr skýrslunni. „Það er heppilegt að einhverjir geti fjárfest í íslenskum fyrirtækjum. Erlendir fjárfestar hafa ekki streymt hingað og ekki einu sinni fyrir hrun. Það væri nú æskilegt ef það væru fleiri útlendingar sem hefðu trú á atvinnulífinu og gætu hugsað sér að eiga eitthvað í fyrirtækjum,“ segir Benedikt. Þá séu lífeyrissjóðir að dreifa hlutabréfaeign sinni meira en áður, því flestir lífeyrissjóðir eigi í nær öllum félögum í Kauphöllinni. „Miðað við það sem stóð í rannsóknarskýrslunni voru lífeyrissjóðirnir gagnrýndir fyrir að hafa hallað sér of mikið að ákveðnum blokkum sem mér sýnist þá að menn séu ekki að gera núna. Mér sýnist þeir vera að dreifa áhættunni meira, sem er jákvætt,“ segir hann. Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eiga sjálfir að minnsta kosti 38 prósent af heildarvirði félaganna í Kauphöll Íslands. Þeir eiga með beinum hætti meirihluta í að minnsta kosti þremur félögum í Kauphöllinni og minnst eiga þeir 22,7 prósent í einu félagi. Lífeyrissjóðir eiga einnig talsverðan hlut í félögunum með óbeinum hætti gegnum verðbréfasjóði og önnur félög. Óbeinn eignarhlutur lífeyrissjóða í félögum hefur numið allt að 15 prósentum miðað við það sem kom fram í skýrslunni Áhættudreifing eða einangrun eftir Ásgeir Jónsson og Hersi Sigurgeirsson. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar og formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, segir stöðuna lýsa skorti á fjárfestingartækifærum fyrir lífeyrissjóðina. „Það er bara þannig að lífeyrissjóðir hafa ekki fengið að fjárfesta erlendis frá 2008 og það segir sig auðvitað sjálft að það leiðir til þess að þeir verða mjög fyrirferðarmiklir á íslenska markaðnum,“ segir Þorbjörn. Lífeyrissjóðir hafa þó fengið heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða erlendis á þessu ári en sú upphæð gæti hækkað á því næsta. Þá hafa stjórnvöld gefið út að sú upphæð gæti hækkað á næsta ári. Þorbjörn telur það ekki þurfa að vera áhyggjuefni að lífeyrissjóðir eigi meirihluta í einstökum félögum í Kauphöllinni. Þeir séu ekki óvirkir eigendur líkt og tíðkaðist fyrir bankahrunið 2008. „Þetta hefur breyst eftir hrun. Menn hafa verið að að beita sér meira varðandi stjórnarkjör,“ segir hann. „Það er áherslubreyting sem felst í því að menn finna einhverja utanaðkomandi til að fara í stjórnina.“ Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur telur það bæði heppilegt og óheppilegt hve stórtækir lífeyrissjóðirnir séu. Benedikt vann skýrsluna Lífeyrissjóðir og hlutafélög fyrir Samtök sparifjáreigenda, en myndin hér að ofan er fengin úr skýrslunni. „Það er heppilegt að einhverjir geti fjárfest í íslenskum fyrirtækjum. Erlendir fjárfestar hafa ekki streymt hingað og ekki einu sinni fyrir hrun. Það væri nú æskilegt ef það væru fleiri útlendingar sem hefðu trú á atvinnulífinu og gætu hugsað sér að eiga eitthvað í fyrirtækjum,“ segir Benedikt. Þá séu lífeyrissjóðir að dreifa hlutabréfaeign sinni meira en áður, því flestir lífeyrissjóðir eigi í nær öllum félögum í Kauphöllinni. „Miðað við það sem stóð í rannsóknarskýrslunni voru lífeyrissjóðirnir gagnrýndir fyrir að hafa hallað sér of mikið að ákveðnum blokkum sem mér sýnist þá að menn séu ekki að gera núna. Mér sýnist þeir vera að dreifa áhættunni meira, sem er jákvætt,“ segir hann.
Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira