Lífeyrissjóðirnir alltumlykjandi á markaðnum Ingvar Haraldsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Á myndinni má sjá í hvaða félögum í Kauphöll Íslands lífeyrissjóðirnir eiga. Myndin sýnir einnig hvað lífeyrissjóðir eiga beint stóran hlut samanlagt í hverju félagi í Kauphöllinni og Framtakssjóði Íslands. Brotalínur tákna eign sem nemur minna en þremur prósentum af innlendu hlutabréfasafni lífeyrissjóðs. fréttablaðið/talnakönnun Lífeyrissjóðirnir eiga sjálfir að minnsta kosti 38 prósent af heildarvirði félaganna í Kauphöll Íslands. Þeir eiga með beinum hætti meirihluta í að minnsta kosti þremur félögum í Kauphöllinni og minnst eiga þeir 22,7 prósent í einu félagi. Lífeyrissjóðir eiga einnig talsverðan hlut í félögunum með óbeinum hætti gegnum verðbréfasjóði og önnur félög. Óbeinn eignarhlutur lífeyrissjóða í félögum hefur numið allt að 15 prósentum miðað við það sem kom fram í skýrslunni Áhættudreifing eða einangrun eftir Ásgeir Jónsson og Hersi Sigurgeirsson. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar og formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, segir stöðuna lýsa skorti á fjárfestingartækifærum fyrir lífeyrissjóðina. „Það er bara þannig að lífeyrissjóðir hafa ekki fengið að fjárfesta erlendis frá 2008 og það segir sig auðvitað sjálft að það leiðir til þess að þeir verða mjög fyrirferðarmiklir á íslenska markaðnum,“ segir Þorbjörn. Lífeyrissjóðir hafa þó fengið heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða erlendis á þessu ári en sú upphæð gæti hækkað á því næsta. Þá hafa stjórnvöld gefið út að sú upphæð gæti hækkað á næsta ári. Þorbjörn telur það ekki þurfa að vera áhyggjuefni að lífeyrissjóðir eigi meirihluta í einstökum félögum í Kauphöllinni. Þeir séu ekki óvirkir eigendur líkt og tíðkaðist fyrir bankahrunið 2008. „Þetta hefur breyst eftir hrun. Menn hafa verið að að beita sér meira varðandi stjórnarkjör,“ segir hann. „Það er áherslubreyting sem felst í því að menn finna einhverja utanaðkomandi til að fara í stjórnina.“ Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur telur það bæði heppilegt og óheppilegt hve stórtækir lífeyrissjóðirnir séu. Benedikt vann skýrsluna Lífeyrissjóðir og hlutafélög fyrir Samtök sparifjáreigenda, en myndin hér að ofan er fengin úr skýrslunni. „Það er heppilegt að einhverjir geti fjárfest í íslenskum fyrirtækjum. Erlendir fjárfestar hafa ekki streymt hingað og ekki einu sinni fyrir hrun. Það væri nú æskilegt ef það væru fleiri útlendingar sem hefðu trú á atvinnulífinu og gætu hugsað sér að eiga eitthvað í fyrirtækjum,“ segir Benedikt. Þá séu lífeyrissjóðir að dreifa hlutabréfaeign sinni meira en áður, því flestir lífeyrissjóðir eigi í nær öllum félögum í Kauphöllinni. „Miðað við það sem stóð í rannsóknarskýrslunni voru lífeyrissjóðirnir gagnrýndir fyrir að hafa hallað sér of mikið að ákveðnum blokkum sem mér sýnist þá að menn séu ekki að gera núna. Mér sýnist þeir vera að dreifa áhættunni meira, sem er jákvætt,“ segir hann. Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eiga sjálfir að minnsta kosti 38 prósent af heildarvirði félaganna í Kauphöll Íslands. Þeir eiga með beinum hætti meirihluta í að minnsta kosti þremur félögum í Kauphöllinni og minnst eiga þeir 22,7 prósent í einu félagi. Lífeyrissjóðir eiga einnig talsverðan hlut í félögunum með óbeinum hætti gegnum verðbréfasjóði og önnur félög. Óbeinn eignarhlutur lífeyrissjóða í félögum hefur numið allt að 15 prósentum miðað við það sem kom fram í skýrslunni Áhættudreifing eða einangrun eftir Ásgeir Jónsson og Hersi Sigurgeirsson. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar og formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, segir stöðuna lýsa skorti á fjárfestingartækifærum fyrir lífeyrissjóðina. „Það er bara þannig að lífeyrissjóðir hafa ekki fengið að fjárfesta erlendis frá 2008 og það segir sig auðvitað sjálft að það leiðir til þess að þeir verða mjög fyrirferðarmiklir á íslenska markaðnum,“ segir Þorbjörn. Lífeyrissjóðir hafa þó fengið heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða erlendis á þessu ári en sú upphæð gæti hækkað á því næsta. Þá hafa stjórnvöld gefið út að sú upphæð gæti hækkað á næsta ári. Þorbjörn telur það ekki þurfa að vera áhyggjuefni að lífeyrissjóðir eigi meirihluta í einstökum félögum í Kauphöllinni. Þeir séu ekki óvirkir eigendur líkt og tíðkaðist fyrir bankahrunið 2008. „Þetta hefur breyst eftir hrun. Menn hafa verið að að beita sér meira varðandi stjórnarkjör,“ segir hann. „Það er áherslubreyting sem felst í því að menn finna einhverja utanaðkomandi til að fara í stjórnina.“ Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur telur það bæði heppilegt og óheppilegt hve stórtækir lífeyrissjóðirnir séu. Benedikt vann skýrsluna Lífeyrissjóðir og hlutafélög fyrir Samtök sparifjáreigenda, en myndin hér að ofan er fengin úr skýrslunni. „Það er heppilegt að einhverjir geti fjárfest í íslenskum fyrirtækjum. Erlendir fjárfestar hafa ekki streymt hingað og ekki einu sinni fyrir hrun. Það væri nú æskilegt ef það væru fleiri útlendingar sem hefðu trú á atvinnulífinu og gætu hugsað sér að eiga eitthvað í fyrirtækjum,“ segir Benedikt. Þá séu lífeyrissjóðir að dreifa hlutabréfaeign sinni meira en áður, því flestir lífeyrissjóðir eigi í nær öllum félögum í Kauphöllinni. „Miðað við það sem stóð í rannsóknarskýrslunni voru lífeyrissjóðirnir gagnrýndir fyrir að hafa hallað sér of mikið að ákveðnum blokkum sem mér sýnist þá að menn séu ekki að gera núna. Mér sýnist þeir vera að dreifa áhættunni meira, sem er jákvætt,“ segir hann.
Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira