Schumacher heldur áfram að berjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. nóvember 2015 19:45 Michael Schumacher. vísir/getty Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er enn að berjast fyrir lífi sínu eftir að hafa lent í skelfilegu skíðaslysi fyrir tveimur árum. Schumacher féll með höfuðið á grjót og var í haldið sofandi í öndunarvél í sex mánuði áður en hann var vakinn. Stundar hann nú endurhæfingu heima hjá sér. Jean Todt, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari sem hjálpaði Schumacher að vinna heimsmeitaratitilinn fimm sinnum í röð frá 2000-2004, heldur miklu sambandi við ökuþórinn og fjölskyldu hans. „Michael er góður vinur minn og ég er náinn fjölskyldu hans. Við verðum að halda baráttunni áfram með henni,“ segir Todt í viðtali við BBC. Todt segir að frammistaða Lewis Hamilton á tímabilinu, sem vann sinn þriðja heimsmeistaratitil um síðustu helgi, minni sig á Schumacher. „Ég er mjög stoltur af því sem Schumacher gerði og stundum gleymir maður hvað hann afrekaði. Ég hitti Schumacher reglulega og hann heldur baráttunni áfram,“ segir Jean Todt. Formúla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er enn að berjast fyrir lífi sínu eftir að hafa lent í skelfilegu skíðaslysi fyrir tveimur árum. Schumacher féll með höfuðið á grjót og var í haldið sofandi í öndunarvél í sex mánuði áður en hann var vakinn. Stundar hann nú endurhæfingu heima hjá sér. Jean Todt, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari sem hjálpaði Schumacher að vinna heimsmeitaratitilinn fimm sinnum í röð frá 2000-2004, heldur miklu sambandi við ökuþórinn og fjölskyldu hans. „Michael er góður vinur minn og ég er náinn fjölskyldu hans. Við verðum að halda baráttunni áfram með henni,“ segir Todt í viðtali við BBC. Todt segir að frammistaða Lewis Hamilton á tímabilinu, sem vann sinn þriðja heimsmeistaratitil um síðustu helgi, minni sig á Schumacher. „Ég er mjög stoltur af því sem Schumacher gerði og stundum gleymir maður hvað hann afrekaði. Ég hitti Schumacher reglulega og hann heldur baráttunni áfram,“ segir Jean Todt.
Formúla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira