Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. nóvember 2015 10:00 Svona á stormskýlið að vera, upphitað, upplýst og með aðgang að þráðlausu neti og hleðslustöð fyrir snjalltæki. Icewind Ungir athafnamenn hafa safnað nægu fjármagni í gegnum Karolina Fund til að setja upp rafmagnað strætóskýli knúið vindtúrbínum, svokallað stormskýli. Óvæntur styrktaraðili kom að verkinu sem gerði það að verkum að markmiði söfnunarinnar var náð tveimur vikum á undan áætlun. Mennirnir á bak við stormskýlið eru stórhuga og stefna á erlendan markað. Sæþór Ásgeirsson, Þór Bachmann, Ágúst Guðbjörnsson og Gunnar Eiríksson standa að baki fyrirtækinu Icewind sem hannar og hyggst framleiða vindtúrbínur. Hið svokalla stormskýli sem verkefnið snýst um á að setja upp við Hörpu. Stormskýlið er nútímalegt strætóskýli þar sem tvær vindtúrbínur á þaki þess sjá skýlinu fyrir rafmagni, lýsingu, þráðlausu neti og aðstöðu til að hlaða síma og spjaldtölvur eða öllu sem hinn nútíma Íslendingur þarf á að halda.Kynningarmyndband vegna verkefnisins má sjá að neðan.Óvæntur styrktaraðili lagði til 1,5 milljónir Strákarnir í Icewind taka þátt í sjónvarpsþættinum Toppstöðin sem sýndur er á RÚV þar sem frumkvöðlum og hugmyndum þeirra er fylgt eftir. Eitt af verkefnunum í þeim þætti var að sækja fjármagn í gegnum fjármögnunarvefinn Karolina Fund. Markmiðið hjá Icewind var að safna 15.000 evrum, 2,1 milljón króna, á 22 dögum sem er nokkuð bratt enda áætlar Karolina Fund að slík söfnun taki 30-40 daga. Óvæntur bakhjarl kom þó við sögu og fjármagnaði verki að fullu í síðustu viku, tveim vikum áður en söfnunni átti að ljúka. „Við vorum frekar stressaðir yfir því að þetta myndi ekki nást hjá okkur á svona stuttum tíma,“ segir Sæþór Ásgeirsson forstjóri Icewind í samtali við Vísi. „Við söfnuðum 5.000 evrum á fyrstu fimm dögunum svo kom inn stór styrktaraðili sem sá sér leik á borði í því að fá þarna auglýsingu á besta stað í bænum,“ en líkt og áður sagði á að setja upp skýlið í miðbæ Reykjavíkur, fyrir framan Hörpuna.Svona lítur vindtúrbínan sem ætluð er sumarhúsum út.IcewindStyrktaraðilinn er WOW Air og mun merki flugfélagsins prýða túrbínurnar sjálfar. Á fimmtudeginum lagði flugfélagið fram 10.000 evrur, 1.5 milljónir króna, og fjármagnaði þar með verkið að fullu. Enn eru þó tíu dagar til stefnu og söfnunin heldur áfram þangað til. Þróa vindtúrbínur til að hita upp sumarbústaði Sæþór og félagar eru stórhuga og er þetta litla stormskýli aðeins lítil hugmynd ætluð til þess að vekja athygli á fyrirtækinu og vindtúrbínum sem fyrirtækið snýst í raun og veru um. Icewind er með stærri túrbínur í huga ætlaðar sumarbústaðareigendum. „Þessar túrbínur sem eiga að fara á strætóskýlið eru í rauninni bara smækkuð útgáfa af túrbínunum okkar sem við ætlum að vera með fyrir sumarbústaði,“ útskýrir Sæþór. Hugmyndin er sú að vindtúrbínan framleiði raforku sem sé færð inn á rafgeyma. Þaðan taki varmadæla við og umbreyti raforkunni í varmaorku sem nota megi til þess að hita upp sumarbústaði. „Vindmyllan ein og sér væri ekki nóg til að hita upp heilan sumarbústað. Hún þyrfti að vera næstum því þrisvar sinnum stærri til þess að framleiða svo mikla orku. Það vill líklega enginn setja upp 10 metra hátt ferlíki við sumarbústaðinn sinn. Við leysum þetta vandamál því með því að setja saman lítil og einföld kerfi þannig að sem minnst beri á þessu.“Ætla sér að losa fjarskiptamöstur við óumhverfisvæna orkugjafa Þeir félagar ætla þó ekki að staldra við í íslenskum sumarhúsabyggðum, í raun sjá þeir fyrir sér að aðalmarkaður fyrirtækisins verði erlendis og þar stefna þeir helst á framleiðslu raforku fyrir fjarskiptamöstur.Strákarnir í Icewind sjá fyrir sér að vindtúrbínur fyrir fjarskipamöstur verði aðalvaran þeirar.Icewind„Það eru milljón möstur í heiminum keyrð áfram á diesel-olíu. Með vindtúrbínum frá okkar mætti knýja þær áfram á umhverfisvænan hátt og losna við óþarfa útblástur á gróðurhúsalofttegundum. Þannig er hægt að lækka rekstrarkostnað og tryggja fjarskiptaöyrggi á mjög umhverfisvænan hátt.“ Það sem er þó næst á dagskrá er stormskýlið umtalaða. Strákarnir fá fjármögnunina afgreidda frá Karolina Fund um áramótin. Þá tekur við samsetning og uppsetning en áætlað er að stormskýlið verði vígt þann 1. febrúar næstkomandi. Sæþór útilokar ekki að fleiri slík muni rísa víðsvegar um borgina gangi verkefnið vel. „Við gerum þetta í samstarfi við AFA JCDecaux og Reykjavíkurborg. Ef þetta gengur vel er aldrei að vita nema þetta verði aukabúnaður eða jafnvel staðalbúnaður á strætóskýlum Reykjavíkur.“Kynna má sér verkefnið og söfnunina á vefsíðu Karolina Fund. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Ungir athafnamenn hafa safnað nægu fjármagni í gegnum Karolina Fund til að setja upp rafmagnað strætóskýli knúið vindtúrbínum, svokallað stormskýli. Óvæntur styrktaraðili kom að verkinu sem gerði það að verkum að markmiði söfnunarinnar var náð tveimur vikum á undan áætlun. Mennirnir á bak við stormskýlið eru stórhuga og stefna á erlendan markað. Sæþór Ásgeirsson, Þór Bachmann, Ágúst Guðbjörnsson og Gunnar Eiríksson standa að baki fyrirtækinu Icewind sem hannar og hyggst framleiða vindtúrbínur. Hið svokalla stormskýli sem verkefnið snýst um á að setja upp við Hörpu. Stormskýlið er nútímalegt strætóskýli þar sem tvær vindtúrbínur á þaki þess sjá skýlinu fyrir rafmagni, lýsingu, þráðlausu neti og aðstöðu til að hlaða síma og spjaldtölvur eða öllu sem hinn nútíma Íslendingur þarf á að halda.Kynningarmyndband vegna verkefnisins má sjá að neðan.Óvæntur styrktaraðili lagði til 1,5 milljónir Strákarnir í Icewind taka þátt í sjónvarpsþættinum Toppstöðin sem sýndur er á RÚV þar sem frumkvöðlum og hugmyndum þeirra er fylgt eftir. Eitt af verkefnunum í þeim þætti var að sækja fjármagn í gegnum fjármögnunarvefinn Karolina Fund. Markmiðið hjá Icewind var að safna 15.000 evrum, 2,1 milljón króna, á 22 dögum sem er nokkuð bratt enda áætlar Karolina Fund að slík söfnun taki 30-40 daga. Óvæntur bakhjarl kom þó við sögu og fjármagnaði verki að fullu í síðustu viku, tveim vikum áður en söfnunni átti að ljúka. „Við vorum frekar stressaðir yfir því að þetta myndi ekki nást hjá okkur á svona stuttum tíma,“ segir Sæþór Ásgeirsson forstjóri Icewind í samtali við Vísi. „Við söfnuðum 5.000 evrum á fyrstu fimm dögunum svo kom inn stór styrktaraðili sem sá sér leik á borði í því að fá þarna auglýsingu á besta stað í bænum,“ en líkt og áður sagði á að setja upp skýlið í miðbæ Reykjavíkur, fyrir framan Hörpuna.Svona lítur vindtúrbínan sem ætluð er sumarhúsum út.IcewindStyrktaraðilinn er WOW Air og mun merki flugfélagsins prýða túrbínurnar sjálfar. Á fimmtudeginum lagði flugfélagið fram 10.000 evrur, 1.5 milljónir króna, og fjármagnaði þar með verkið að fullu. Enn eru þó tíu dagar til stefnu og söfnunin heldur áfram þangað til. Þróa vindtúrbínur til að hita upp sumarbústaði Sæþór og félagar eru stórhuga og er þetta litla stormskýli aðeins lítil hugmynd ætluð til þess að vekja athygli á fyrirtækinu og vindtúrbínum sem fyrirtækið snýst í raun og veru um. Icewind er með stærri túrbínur í huga ætlaðar sumarbústaðareigendum. „Þessar túrbínur sem eiga að fara á strætóskýlið eru í rauninni bara smækkuð útgáfa af túrbínunum okkar sem við ætlum að vera með fyrir sumarbústaði,“ útskýrir Sæþór. Hugmyndin er sú að vindtúrbínan framleiði raforku sem sé færð inn á rafgeyma. Þaðan taki varmadæla við og umbreyti raforkunni í varmaorku sem nota megi til þess að hita upp sumarbústaði. „Vindmyllan ein og sér væri ekki nóg til að hita upp heilan sumarbústað. Hún þyrfti að vera næstum því þrisvar sinnum stærri til þess að framleiða svo mikla orku. Það vill líklega enginn setja upp 10 metra hátt ferlíki við sumarbústaðinn sinn. Við leysum þetta vandamál því með því að setja saman lítil og einföld kerfi þannig að sem minnst beri á þessu.“Ætla sér að losa fjarskiptamöstur við óumhverfisvæna orkugjafa Þeir félagar ætla þó ekki að staldra við í íslenskum sumarhúsabyggðum, í raun sjá þeir fyrir sér að aðalmarkaður fyrirtækisins verði erlendis og þar stefna þeir helst á framleiðslu raforku fyrir fjarskiptamöstur.Strákarnir í Icewind sjá fyrir sér að vindtúrbínur fyrir fjarskipamöstur verði aðalvaran þeirar.Icewind„Það eru milljón möstur í heiminum keyrð áfram á diesel-olíu. Með vindtúrbínum frá okkar mætti knýja þær áfram á umhverfisvænan hátt og losna við óþarfa útblástur á gróðurhúsalofttegundum. Þannig er hægt að lækka rekstrarkostnað og tryggja fjarskiptaöyrggi á mjög umhverfisvænan hátt.“ Það sem er þó næst á dagskrá er stormskýlið umtalaða. Strákarnir fá fjármögnunina afgreidda frá Karolina Fund um áramótin. Þá tekur við samsetning og uppsetning en áætlað er að stormskýlið verði vígt þann 1. febrúar næstkomandi. Sæþór útilokar ekki að fleiri slík muni rísa víðsvegar um borgina gangi verkefnið vel. „Við gerum þetta í samstarfi við AFA JCDecaux og Reykjavíkurborg. Ef þetta gengur vel er aldrei að vita nema þetta verði aukabúnaður eða jafnvel staðalbúnaður á strætóskýlum Reykjavíkur.“Kynna má sér verkefnið og söfnunina á vefsíðu Karolina Fund.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira