Viðskipti innlent

Hagnaður TM nam 1,4 milljörðum króna.

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hagnaður TM hækkaði um tæpan milljarð milli ára.
Hagnaður TM hækkaði um tæpan milljarð milli ára. Fréttablaðið/Daníel
TM hagnaðist um 1,4 milljarð á þriðja ársfjórðungi. Hagnaðurinn jókst um tæpan milljarð milli ára. Heildartekjur TM á ársfjórðungnum námu 4,7 milljörðum króna og hækkuðu um 1,2 milljarð milli ára. Heildarútgjöld námu 3 milljörðum króna og hækkuðu lítillega milli ára

„Rekstrarniðurstaða fjórðungsins var mjög góð en hagnaður félagsins eftir skatta á fjórðungnum var 1,4 milljarðar kr. og samsett hlutfall vátryggingarekstrar var 85%. Afkomubatinn á þriðja ársfjórðungi fór verulega fram úr væntingum enda ekki við því að búast að fjárfestingatekjur ríflega tvöfaldist milli ára. Þá lækkaði samsetta hlutfallið mun meira en ráð var fyrir gert. Uppgjör TM það sem af er ári sýna að sveiflur í vátryggingarekstri geta verið miklar innan ársins,"segir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×