Russel Knox sigraði í Kína með smá hjálp frá eiginkonunni Kári Örn Hinriksson skrifar 8. nóvember 2015 18:15 Andrea og Russel Knox gerðu góða ferð til Kína saman. Getty Skotinn Russel Knox tryggði sér sinn fyrsta sigur í móti á PGA-mótaröðinni í golfi í nótt en hann lék best allra á HSBC-Heimsmótinu sem fram fór á Sheshan vellinum í Kína. Knox lék lokahringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og lauk leik á 20 höggum undir pari. Það dugði til þess að taka fram úr Kevin Kisner sem hafði leitt mótið nánast frá byrjun en hann þurfti að sætta sig við annað sætið á 18 höggum undir pari eftir að hafa fatast flugið á lokahringnum. Leið Knox að sigrinum var ekki bein og greið heldur fékk hann aðeins að vita að hann hefði fengið þátttökurétt í mótið með viku fyrirvara. Þá þurfti hann að útvega sér vegabréfsáritun til Kína sem getur verið töluvert vesen en hann komst þó á keppnisstað degi fyrir mótið og náði að taka einn æfingahring með eiginkonu sinni sem tók að sér að kylfusvein fyrir sinn mann. Fyrir sigurinn fær þessi geðþekki kylfingur rúmlega 180 milljónir króna í sinn hlut ásamt þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu næstu tvö árin. Mörg stór nöfn enduðu meðal 20 efstu í mótinu án þess þó að hafa blandað sér í toppbaráttuna en þar má helst nefna Jordan Spieth, Henrik Stenson, Rickie Fowler, Sergio Garcia og Rory McIlroy. Bestu kylfingar heims verða flestir áfram í Kína en í næstu viku hefst BMW Masters í Shanghai sem er eitt stærsta og veglegasta mót ársins á Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Skotinn Russel Knox tryggði sér sinn fyrsta sigur í móti á PGA-mótaröðinni í golfi í nótt en hann lék best allra á HSBC-Heimsmótinu sem fram fór á Sheshan vellinum í Kína. Knox lék lokahringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og lauk leik á 20 höggum undir pari. Það dugði til þess að taka fram úr Kevin Kisner sem hafði leitt mótið nánast frá byrjun en hann þurfti að sætta sig við annað sætið á 18 höggum undir pari eftir að hafa fatast flugið á lokahringnum. Leið Knox að sigrinum var ekki bein og greið heldur fékk hann aðeins að vita að hann hefði fengið þátttökurétt í mótið með viku fyrirvara. Þá þurfti hann að útvega sér vegabréfsáritun til Kína sem getur verið töluvert vesen en hann komst þó á keppnisstað degi fyrir mótið og náði að taka einn æfingahring með eiginkonu sinni sem tók að sér að kylfusvein fyrir sinn mann. Fyrir sigurinn fær þessi geðþekki kylfingur rúmlega 180 milljónir króna í sinn hlut ásamt þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu næstu tvö árin. Mörg stór nöfn enduðu meðal 20 efstu í mótinu án þess þó að hafa blandað sér í toppbaráttuna en þar má helst nefna Jordan Spieth, Henrik Stenson, Rickie Fowler, Sergio Garcia og Rory McIlroy. Bestu kylfingar heims verða flestir áfram í Kína en í næstu viku hefst BMW Masters í Shanghai sem er eitt stærsta og veglegasta mót ársins á Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira