Russel Knox sigraði í Kína með smá hjálp frá eiginkonunni Kári Örn Hinriksson skrifar 8. nóvember 2015 18:15 Andrea og Russel Knox gerðu góða ferð til Kína saman. Getty Skotinn Russel Knox tryggði sér sinn fyrsta sigur í móti á PGA-mótaröðinni í golfi í nótt en hann lék best allra á HSBC-Heimsmótinu sem fram fór á Sheshan vellinum í Kína. Knox lék lokahringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og lauk leik á 20 höggum undir pari. Það dugði til þess að taka fram úr Kevin Kisner sem hafði leitt mótið nánast frá byrjun en hann þurfti að sætta sig við annað sætið á 18 höggum undir pari eftir að hafa fatast flugið á lokahringnum. Leið Knox að sigrinum var ekki bein og greið heldur fékk hann aðeins að vita að hann hefði fengið þátttökurétt í mótið með viku fyrirvara. Þá þurfti hann að útvega sér vegabréfsáritun til Kína sem getur verið töluvert vesen en hann komst þó á keppnisstað degi fyrir mótið og náði að taka einn æfingahring með eiginkonu sinni sem tók að sér að kylfusvein fyrir sinn mann. Fyrir sigurinn fær þessi geðþekki kylfingur rúmlega 180 milljónir króna í sinn hlut ásamt þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu næstu tvö árin. Mörg stór nöfn enduðu meðal 20 efstu í mótinu án þess þó að hafa blandað sér í toppbaráttuna en þar má helst nefna Jordan Spieth, Henrik Stenson, Rickie Fowler, Sergio Garcia og Rory McIlroy. Bestu kylfingar heims verða flestir áfram í Kína en í næstu viku hefst BMW Masters í Shanghai sem er eitt stærsta og veglegasta mót ársins á Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Skotinn Russel Knox tryggði sér sinn fyrsta sigur í móti á PGA-mótaröðinni í golfi í nótt en hann lék best allra á HSBC-Heimsmótinu sem fram fór á Sheshan vellinum í Kína. Knox lék lokahringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og lauk leik á 20 höggum undir pari. Það dugði til þess að taka fram úr Kevin Kisner sem hafði leitt mótið nánast frá byrjun en hann þurfti að sætta sig við annað sætið á 18 höggum undir pari eftir að hafa fatast flugið á lokahringnum. Leið Knox að sigrinum var ekki bein og greið heldur fékk hann aðeins að vita að hann hefði fengið þátttökurétt í mótið með viku fyrirvara. Þá þurfti hann að útvega sér vegabréfsáritun til Kína sem getur verið töluvert vesen en hann komst þó á keppnisstað degi fyrir mótið og náði að taka einn æfingahring með eiginkonu sinni sem tók að sér að kylfusvein fyrir sinn mann. Fyrir sigurinn fær þessi geðþekki kylfingur rúmlega 180 milljónir króna í sinn hlut ásamt þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu næstu tvö árin. Mörg stór nöfn enduðu meðal 20 efstu í mótinu án þess þó að hafa blandað sér í toppbaráttuna en þar má helst nefna Jordan Spieth, Henrik Stenson, Rickie Fowler, Sergio Garcia og Rory McIlroy. Bestu kylfingar heims verða flestir áfram í Kína en í næstu viku hefst BMW Masters í Shanghai sem er eitt stærsta og veglegasta mót ársins á Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira