Enska á Íslandi Ebba Ísberg skrifar 30. október 2015 07:00 Íslendingar leggja mikið upp úr því að varðveita íslenska tungu. Því er spáð að íslenska tungan muni deyja út á næstu 100 árum og er skiljanlegt að Íslendingar séu að reyna að koma í veg fyrir það. En hvernig væri það ef íslenska þjóðin myndi innleiða enskuna í stað þess að berjast á móti henni af veikum mætti? Komin eru allt of mörg ensk slanguryrði í íslenska málið svo hægt sé að snúa við. Kannski er þetta auðveldasta lausnin á þessu „vandamáli‘' sem Íslendingar standa frammi fyrir. En hvaða kostir og gallar fylgja enskunni? Íslenskan hefur varðveist ótrúlega vel í tímans rás. Margir vilja þakka hinum fornu handritum og má líka þakka því hve Íslendingar fóru snemma að skrifa á móðurmáli sínu. Öflug málstefna hefur líka verið við lýði síðan á 19. öld en megináhersla hennar, að halda tungumálinu hreinu, hefur gengið misvel. Ég tel að smíði nýyrða og aðlögun tökuorða hafi dvínað töluvert á 21. öldinni og er það örugglega vegna tæknivæðingarinnar. Internetið er stór partur af ungri menningu og eru margir farnir að tala skrítna blöndu af íslensku og ensku. Í dag telja málvísindamenn að um helmingur allra tungumála, sem vitað er um í heiminum, verði horfinn eftir 100 ár og eru líkur á að íslenskan tilheyri þessum hóp. Ég held samt að það verði alltaf einhverjir þrautseigir, sannir Íslendingar sem neita að leggja niður íslenskuna og muni kenna komandi kynslóðum hana og svo koll af kolli. Þrátt fyrir að Íslendingar leggi mikið á sig til að halda íslenskunni við lítur út fyrir að enskan verði alheimsmál framtíðarinnar. Ástæðan er meðal annars sú að það kunna svo margir ensku sem annað tungumál. Styrkur enskunnar felst þó ekki í síst í sveigjanleika hennar. Auðvelt er að laga að henni ný orð og málfræðin er tiltölulega einföld og aðgengileg. Eins og ég sagði áður gegna fjölmiðlar nútímans einnig gríðarlega mikilvægu hlutverki í útbreiðslu enskunnar og byrja börn snemma að læra ensku í gegnum sjónvarpið eða internetið. Ef enska væri tekin upp hér á landi er ég handviss um að Ísland myndi breytast í eina litla ferðamannaeyju. Ferðamönnum fer fjölgandi ár eftir ár og enskan myndi svo sannarlega ýta undir það. Ég tel líka að Ísland myndi fá umfjöllun í erlendum fjölmiðlum því við vorum aldrei ensk nýlenda né erum við undir stjórn enskumælandi lands og myndi það vekja athygli að Ísland tæki allt einu upp ensku. En hver veit? Kannski verður það orðinn algengur hlutur hjá löndum að taka upp ensku í framtíðinni. Ég tel það samt ólíklegt því að miðað við önnur lönd er Ísland mjög vel sett í enskukunnáttunni. Mörg önnur lönd eins og t.d. Frakkland, Spánn og Japan eiga í erfiðleikum með enskuna því að ólíkt Íslandi taka þau tímann í að þýða allt í fjölmiðlum. Ef þú ferð til Spánar tekurðu kannski eftir því að allir sjónvarpsþættir, erlendir sem og innlendir, eru á spænsku. Fólk á Íslandi elst upp við enskuna og á flest ekki í neinum erfiðleikum með að kunna grundvallaratriðin. Þess vegna tel ég það auðvelt fyrir enskuna að smeygja sér inn í tungumál Íslendinga. Ef ég á að koma með dæmi úr mínu eigin lífi get ég sagt að í gamla skólanum mínum var heill hópur af sjö til tíu ára krökkum sem töluðu einungis ensku. Sjálf er ég líka gott dæmi því ég hugsa eiginlega bara á ensku en hana lærði ég aðallega með því að horfa á sjónvarpsþætti. En þrátt fyrir þetta allt finnst mér líka alveg mjög líklegt að Íslendingar haldi áfram að vera ótrúlega þrjóskir þegar það kemur að íslenskunni. Íslendingar eru ekki fjölmenn þjóð og tungumálið þeirra er dýrmætt djásn sem þjóðin er einhuga um að tapa ekki fyrir enskunni og fleiri málum sem eru sífellt í sviðsljósinu. Sama hver útkoman kann verður, þá verður örugglega alltaf einhver partur af íslenskunni sem lifir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Íslendingar leggja mikið upp úr því að varðveita íslenska tungu. Því er spáð að íslenska tungan muni deyja út á næstu 100 árum og er skiljanlegt að Íslendingar séu að reyna að koma í veg fyrir það. En hvernig væri það ef íslenska þjóðin myndi innleiða enskuna í stað þess að berjast á móti henni af veikum mætti? Komin eru allt of mörg ensk slanguryrði í íslenska málið svo hægt sé að snúa við. Kannski er þetta auðveldasta lausnin á þessu „vandamáli‘' sem Íslendingar standa frammi fyrir. En hvaða kostir og gallar fylgja enskunni? Íslenskan hefur varðveist ótrúlega vel í tímans rás. Margir vilja þakka hinum fornu handritum og má líka þakka því hve Íslendingar fóru snemma að skrifa á móðurmáli sínu. Öflug málstefna hefur líka verið við lýði síðan á 19. öld en megináhersla hennar, að halda tungumálinu hreinu, hefur gengið misvel. Ég tel að smíði nýyrða og aðlögun tökuorða hafi dvínað töluvert á 21. öldinni og er það örugglega vegna tæknivæðingarinnar. Internetið er stór partur af ungri menningu og eru margir farnir að tala skrítna blöndu af íslensku og ensku. Í dag telja málvísindamenn að um helmingur allra tungumála, sem vitað er um í heiminum, verði horfinn eftir 100 ár og eru líkur á að íslenskan tilheyri þessum hóp. Ég held samt að það verði alltaf einhverjir þrautseigir, sannir Íslendingar sem neita að leggja niður íslenskuna og muni kenna komandi kynslóðum hana og svo koll af kolli. Þrátt fyrir að Íslendingar leggi mikið á sig til að halda íslenskunni við lítur út fyrir að enskan verði alheimsmál framtíðarinnar. Ástæðan er meðal annars sú að það kunna svo margir ensku sem annað tungumál. Styrkur enskunnar felst þó ekki í síst í sveigjanleika hennar. Auðvelt er að laga að henni ný orð og málfræðin er tiltölulega einföld og aðgengileg. Eins og ég sagði áður gegna fjölmiðlar nútímans einnig gríðarlega mikilvægu hlutverki í útbreiðslu enskunnar og byrja börn snemma að læra ensku í gegnum sjónvarpið eða internetið. Ef enska væri tekin upp hér á landi er ég handviss um að Ísland myndi breytast í eina litla ferðamannaeyju. Ferðamönnum fer fjölgandi ár eftir ár og enskan myndi svo sannarlega ýta undir það. Ég tel líka að Ísland myndi fá umfjöllun í erlendum fjölmiðlum því við vorum aldrei ensk nýlenda né erum við undir stjórn enskumælandi lands og myndi það vekja athygli að Ísland tæki allt einu upp ensku. En hver veit? Kannski verður það orðinn algengur hlutur hjá löndum að taka upp ensku í framtíðinni. Ég tel það samt ólíklegt því að miðað við önnur lönd er Ísland mjög vel sett í enskukunnáttunni. Mörg önnur lönd eins og t.d. Frakkland, Spánn og Japan eiga í erfiðleikum með enskuna því að ólíkt Íslandi taka þau tímann í að þýða allt í fjölmiðlum. Ef þú ferð til Spánar tekurðu kannski eftir því að allir sjónvarpsþættir, erlendir sem og innlendir, eru á spænsku. Fólk á Íslandi elst upp við enskuna og á flest ekki í neinum erfiðleikum með að kunna grundvallaratriðin. Þess vegna tel ég það auðvelt fyrir enskuna að smeygja sér inn í tungumál Íslendinga. Ef ég á að koma með dæmi úr mínu eigin lífi get ég sagt að í gamla skólanum mínum var heill hópur af sjö til tíu ára krökkum sem töluðu einungis ensku. Sjálf er ég líka gott dæmi því ég hugsa eiginlega bara á ensku en hana lærði ég aðallega með því að horfa á sjónvarpsþætti. En þrátt fyrir þetta allt finnst mér líka alveg mjög líklegt að Íslendingar haldi áfram að vera ótrúlega þrjóskir þegar það kemur að íslenskunni. Íslendingar eru ekki fjölmenn þjóð og tungumálið þeirra er dýrmætt djásn sem þjóðin er einhuga um að tapa ekki fyrir enskunni og fleiri málum sem eru sífellt í sviðsljósinu. Sama hver útkoman kann verður, þá verður örugglega alltaf einhver partur af íslenskunni sem lifir.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun