Búist við að bankinn verði seldur aftur Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. október 2015 07:00 Bjarni Benediktsson mætti til ríkisstjórnarfundar í Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun og svaraði svo spurningum blaðamanna. vísir/gva Hópur kröfuhafa Glitnis hefur boðist til að afsala sér öllu hlutafé í Íslandsbanka til íslenskra stjórnvalda, en eigið fé bankans nemur 185 milljörðum króna. Tilkynning um þetta barst fjölmiðlum á fimmta tímanum í fyrrinótt. Þessi ákvörðun felur í sér breytingar á fyrri tillögunni um stöðugleikaframlag Glitnis til ríkisins í tengslum við áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta. Sú tillaga barst ríkinu 8. júní. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að þessi breyting sé tilkomin vegna þess að menn hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann og taka söluandvirðið úr landi. Eftir breytingarnar er ljóst að ríkið mun fara að fullu með eignarhlut í Íslandsbanka og 97,9 prósenta hlut í Landsbankanum. Litlar líkur eru þó á því að bankarnir verði sameinaðir. „Í flestöllum öðrum löndum þætti það eðlilegt næsta skref, en það eru ýmis önnur sjónarmið í þessu litla hagkerfi okkar, sem líka þarf að horfa til. Það er ljóst að við þurfum að gæta að samkeppnissjónarmiðum á fjármálamarkaði,“ sagði Bjarni þegar mbl.is spurði hann um málið í gær. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að ákvæði samkeppnislaga kunni að standa samrunanum í mót. „Samkvæmt núgildandi samkeppnislögum myndi þessi samruni sæta mjög ítarlegri skoðun og fyrirfram er mjög ósennilegt að hann yrði samþykktur, að minnsta kosti ekki án ítarlegra skilyrða. Nema að ákvæði sérlaga takmarki áhrif samkeppnislaga varðandi samrunann.“ Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að búist sé við því að ríkið muni selja bankann aftur. „Bankinn hefur verið í söluferli og verður það áfram. Við höfum fundið fyrir áhuga frá erlendum aðilum og lítum á eignarhald ríkisins sem tímabundið,“ segir í svari Birnu til Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson segir ekki breytingar í farvatninu á stöðugleikaframlagi Kaupþings banka. Verið sé að útfæra framlagið, hvernig búið ætli að standa við yfirlýsingar sínar frá í júní. Ekki standi til að ríkið eignist Arion banka en slitabú Kaupþings heldur á 87 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verðbréfafyrirtækið Arctica Finance rætt við fjárfesta um kaup á Arion banka. Á meðal þeirra sem rætt hefur verið við eru lífeyrissjóðir og aðilar tengdir Guðbjörgu Matthíasdóttur, eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Bókfært virði 87 prósent hlutar Kaupþings í Arion er um 145 milljarðar króna. Þess utan er hlutur íslenska ríkisins í bankanum. Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Hópur kröfuhafa Glitnis hefur boðist til að afsala sér öllu hlutafé í Íslandsbanka til íslenskra stjórnvalda, en eigið fé bankans nemur 185 milljörðum króna. Tilkynning um þetta barst fjölmiðlum á fimmta tímanum í fyrrinótt. Þessi ákvörðun felur í sér breytingar á fyrri tillögunni um stöðugleikaframlag Glitnis til ríkisins í tengslum við áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta. Sú tillaga barst ríkinu 8. júní. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að þessi breyting sé tilkomin vegna þess að menn hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann og taka söluandvirðið úr landi. Eftir breytingarnar er ljóst að ríkið mun fara að fullu með eignarhlut í Íslandsbanka og 97,9 prósenta hlut í Landsbankanum. Litlar líkur eru þó á því að bankarnir verði sameinaðir. „Í flestöllum öðrum löndum þætti það eðlilegt næsta skref, en það eru ýmis önnur sjónarmið í þessu litla hagkerfi okkar, sem líka þarf að horfa til. Það er ljóst að við þurfum að gæta að samkeppnissjónarmiðum á fjármálamarkaði,“ sagði Bjarni þegar mbl.is spurði hann um málið í gær. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að ákvæði samkeppnislaga kunni að standa samrunanum í mót. „Samkvæmt núgildandi samkeppnislögum myndi þessi samruni sæta mjög ítarlegri skoðun og fyrirfram er mjög ósennilegt að hann yrði samþykktur, að minnsta kosti ekki án ítarlegra skilyrða. Nema að ákvæði sérlaga takmarki áhrif samkeppnislaga varðandi samrunann.“ Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að búist sé við því að ríkið muni selja bankann aftur. „Bankinn hefur verið í söluferli og verður það áfram. Við höfum fundið fyrir áhuga frá erlendum aðilum og lítum á eignarhald ríkisins sem tímabundið,“ segir í svari Birnu til Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson segir ekki breytingar í farvatninu á stöðugleikaframlagi Kaupþings banka. Verið sé að útfæra framlagið, hvernig búið ætli að standa við yfirlýsingar sínar frá í júní. Ekki standi til að ríkið eignist Arion banka en slitabú Kaupþings heldur á 87 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verðbréfafyrirtækið Arctica Finance rætt við fjárfesta um kaup á Arion banka. Á meðal þeirra sem rætt hefur verið við eru lífeyrissjóðir og aðilar tengdir Guðbjörgu Matthíasdóttur, eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Bókfært virði 87 prósent hlutar Kaupþings í Arion er um 145 milljarðar króna. Þess utan er hlutur íslenska ríkisins í bankanum.
Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira