Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 28. október 2015 10:16 Skrifað var undir samninginn um lóðarleigu fyrr á þessu ári. Vísir/Stefán Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga lauk um miðjan september. Til stendur að hefja framkvæmdir næsta sumar og að sögn Terry Jester, forstjóra Silicor Materials, bendir allt til þess að verksmiðjan muni fylgja áætlun og verða opnuð sumarið 2018. „Í bjartsýni minni tel ég að miðað við ódýrt framleiðsluverð, og það að við séum lítill leikmaður á þessu sviði, myndum við síðar meir vilja stækka við verksmiðjuna,“ segir Jester í viðtali við Vísi. Áætlanir um sólarkísilverksmiðju Silicor Materials hófust fyrir fjórum árum. Þá stóð til að byggja hana í Bandaríkjunum. Vegna þess að selja átti kísilinn til Kína og erfiður verslunarágreiningur stóð milli ríkjanna tveggja var ákveðið að leita annað og Ísland varð fyrir valinu. Jester segir að Ísland sé í raun fullkomna landið fyrir framleiðsluna. „Ég held að á Íslandi ríki gott jafnvægi milli þess sem mögulegt er og nauðsynlegt er fyrir þróun landsins. Það er mikil fágun og framsækni sem einkennir jafnvægið milli þróunar og varðveislu hér á landi,“ segir Jester. Aðspurð um gagnrýni sem áætlanir fyrirtækisins hafa hlotið frá umhverfissinnum segist Jester telja að hún stafi af vanþekkingu. „Ég held að þetta sé bara þekkingarleysi, fólk á rétt á sínum skoðunum og það er hluti af okkar ábyrgð að fræða fólk um það hversu hrein og mengunarlaus okkar aðferð er. Við erum ekki eins og aðrar iðnaðarframleiðslur sem fela í sér mikla koltvísýringslosun eða mikla sóun. Við munum svo vinna í nánu samráði við bæjarráð Akraness,“ segir Jester. Um 450 ný störf munu skapast við komu sólarkísilverksmiðjunnar. Hún segist meðvituð um að atvinnuleysi hér á landi sé lítið. „Við ætlum að ráða fyrirtæki á Íslandi sem hefur hjálpað öðrum framleiðslufyrirtækjum að manna störf og þjálfa nýja starfsmenn. Við munum hefja ráðningar næsta haust fyrir fyrstu störfin og svo byrja af alvöru að ráða í lok árs 2017,“ segir Jester. Aðspurð segist Jester mjög jákvæð um framtíð fyrirtækisins á Íslandi. Hér sé gott fyrirtækjaumhverfi og landið uppfylli öll skilyrðin fyrir framleiðslu kísils, sér í lagi fríverslunarsamning við Kína. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga lauk um miðjan september. Til stendur að hefja framkvæmdir næsta sumar og að sögn Terry Jester, forstjóra Silicor Materials, bendir allt til þess að verksmiðjan muni fylgja áætlun og verða opnuð sumarið 2018. „Í bjartsýni minni tel ég að miðað við ódýrt framleiðsluverð, og það að við séum lítill leikmaður á þessu sviði, myndum við síðar meir vilja stækka við verksmiðjuna,“ segir Jester í viðtali við Vísi. Áætlanir um sólarkísilverksmiðju Silicor Materials hófust fyrir fjórum árum. Þá stóð til að byggja hana í Bandaríkjunum. Vegna þess að selja átti kísilinn til Kína og erfiður verslunarágreiningur stóð milli ríkjanna tveggja var ákveðið að leita annað og Ísland varð fyrir valinu. Jester segir að Ísland sé í raun fullkomna landið fyrir framleiðsluna. „Ég held að á Íslandi ríki gott jafnvægi milli þess sem mögulegt er og nauðsynlegt er fyrir þróun landsins. Það er mikil fágun og framsækni sem einkennir jafnvægið milli þróunar og varðveislu hér á landi,“ segir Jester. Aðspurð um gagnrýni sem áætlanir fyrirtækisins hafa hlotið frá umhverfissinnum segist Jester telja að hún stafi af vanþekkingu. „Ég held að þetta sé bara þekkingarleysi, fólk á rétt á sínum skoðunum og það er hluti af okkar ábyrgð að fræða fólk um það hversu hrein og mengunarlaus okkar aðferð er. Við erum ekki eins og aðrar iðnaðarframleiðslur sem fela í sér mikla koltvísýringslosun eða mikla sóun. Við munum svo vinna í nánu samráði við bæjarráð Akraness,“ segir Jester. Um 450 ný störf munu skapast við komu sólarkísilverksmiðjunnar. Hún segist meðvituð um að atvinnuleysi hér á landi sé lítið. „Við ætlum að ráða fyrirtæki á Íslandi sem hefur hjálpað öðrum framleiðslufyrirtækjum að manna störf og þjálfa nýja starfsmenn. Við munum hefja ráðningar næsta haust fyrir fyrstu störfin og svo byrja af alvöru að ráða í lok árs 2017,“ segir Jester. Aðspurð segist Jester mjög jákvæð um framtíð fyrirtækisins á Íslandi. Hér sé gott fyrirtækjaumhverfi og landið uppfylli öll skilyrðin fyrir framleiðslu kísils, sér í lagi fríverslunarsamning við Kína.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira