Bandaríkjamenn tryggðu sér Forsetabikarinn eftir mikla spennu á lokahringnum Kári Örn Hinriksson skrifar 11. október 2015 13:00 Haas feðgarnir höfðu ríka ástæðu til þess að brosa. Getty Spennan hefur sjaldan verið meiri á lokadegi Forsetabikarsins heldur en í nótt en Bandaríkjamenn tryggðu sér sinn sjöunda sigur í röð á dramatískan hátt. Fyrir lokahringinn þar sem einmenningur var spilaður átti bandaríska liðið eitt stig á stjörnu prýtt lið heimsúrvalsins en bæði lið tryggðu sér sex stig á lokahringnum og því sigruðu þeir bandarísku með 15 og hálfum vinningi gegn 14 og hálfum. Hetja Bandaríkjanna reyndist Bill Haas, sonur Jay Haas, fyrirliða liðsins. Bill hafði verið valinn í liðið af föður sínum við litla hrifningu margra en hann réttlætti valið svo sannarlega með því að ná í úrslitastigið í mögnuðum leik gegn heimamanninum Sang Moon Bae. Bestu frammistöðu mótsins átti samt sem áður Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace en hann sigraði alla sína fimm leiki fyrir Evrópuliðið þrátt fyrir að hafa spilað við stjörnur eins og Bubba Watson, Jordan Spieth og Rickie Fowler. Forsetabikarinn í ár fullkomnaði stórskemmtilegt golftímabil þar sem Jordan Spieth og Jason Day skiptust á að grípa fyrirsagnirnar með frábærum frammistöðum en næsta tímabil á PGA-mótaröðinni hefst í næstu viku með Frys.com Open. Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Spennan hefur sjaldan verið meiri á lokadegi Forsetabikarsins heldur en í nótt en Bandaríkjamenn tryggðu sér sinn sjöunda sigur í röð á dramatískan hátt. Fyrir lokahringinn þar sem einmenningur var spilaður átti bandaríska liðið eitt stig á stjörnu prýtt lið heimsúrvalsins en bæði lið tryggðu sér sex stig á lokahringnum og því sigruðu þeir bandarísku með 15 og hálfum vinningi gegn 14 og hálfum. Hetja Bandaríkjanna reyndist Bill Haas, sonur Jay Haas, fyrirliða liðsins. Bill hafði verið valinn í liðið af föður sínum við litla hrifningu margra en hann réttlætti valið svo sannarlega með því að ná í úrslitastigið í mögnuðum leik gegn heimamanninum Sang Moon Bae. Bestu frammistöðu mótsins átti samt sem áður Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace en hann sigraði alla sína fimm leiki fyrir Evrópuliðið þrátt fyrir að hafa spilað við stjörnur eins og Bubba Watson, Jordan Spieth og Rickie Fowler. Forsetabikarinn í ár fullkomnaði stórskemmtilegt golftímabil þar sem Jordan Spieth og Jason Day skiptust á að grípa fyrirsagnirnar með frábærum frammistöðum en næsta tímabil á PGA-mótaröðinni hefst í næstu viku með Frys.com Open.
Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira