Snertir friður ekki konur? Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 13. október 2015 07:00 Það eru fimmtán ár síðan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun númer 1325 þar sem fjallað er um að stríðsátök hafi sértæk áhrif á konur, mikilvægi þess að konur taki jafnan þátt í friðarumleitunum og friðarsamningum og að konur séu mikilvægir þátttakendur í að koma í veg fyrir átök. Öryggisráðið hafði verið undir gífurlegum þrýstingi frá kvennasamtökum um heim allan áður en ályktunin var samþykkt. Baráttan hafði farsælan endi og það er gjarnan talað um samþykktina sem sögulega. Þá voru aðeins liðin nokkur ár frá því að hundruð þúsundum kvenna hafði verið haldið í nauðgunarbúðum í fyrrverandi Júgóslavíu, suðurafrískar konur börðust við hlið karlmanna til að aflétta aðskilnaðarstefnunni og þjóðarmorð var framið í Rúanda á örfáum dögum. Stríðstækni þróaðist hratt á síðustu öld og hefur nú víðtækari áhrif á samfélög en áður og í dag er líklegra að óbreyttir borgarar falli í stríði en hermenn. Í ljósi þessa var málefnið hugleikið þeim konum sem sóttu kvennaráðstefnuna í Peking árið 1995, þær tóku höndum saman og höfðu óumdeilanlega áhrif á öryggisráðið. Aldrei hefur fleira fólk verið á flótta frá heimilum sínum vegna stríðs og/eða átaka en nú. Rannsóknir benda til að flest flóttafólk muni ekki eiga afturkvæmt til síns heima næstu tvo áratugi. Þetta verður að skoða með kynjuð áhrif í huga þar sem flótti hefur í för með sér aukna hættu fyrir konur og stúlkur sérstaklega. Þvinguð hjónabönd, kerfisbundnar nauðganir og kynferðislegt ofbeldi, heft aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu sem og takmarkanir á þátttöku á vinnumarkaði eru líklegar afleiðingar fyrir konur og stúlkur í þessari viðkvæmu stöðu. Á þessum tímamótum er UN Women í forsvari fyrir víðtækri rannsókn sem unnin hefur verið um allan heim til að kanna hvað hefur áunnist hvað varðar bætt öryggi kvenna og stúlkna á átakatímum og þátttöku þeirra í friðaruppbyggingu. Niðurstöðurnar munu gefa til kynna hvernig megi yfirfæra lærdóm frá einu svæði yfir á annað og frammi fyrir hvaða áskorunum við stöndum nú. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á morgun, miðvikudag. Ég hvet alla til að fylgjast með þessum umræðum, láta sig málið varða og beita stjórnvöld um allan heim þrýstingi til að láta fjármagn fylgja þeim loforðum sem gefin verða á næstu dögum. Við vitum að við erum öll á sama báti. Þegar báturinn lekur í annan endann getum við ekki hrósað happi yfir að lekinn sé ekki okkar megin. Þegar báturinn sekkur hefur það áhrif á okkur öll. Við höfum sýnt eftirtektarverða samstöðu með fólki á flótta undanfarið. Leggjum okkar af mörkum til að koma í veg fyrir að fólk neyðist til að flýja og til að konur taki jafnan þátt í uppbyggingu samfélaga sinna þegar friður kemst á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það eru fimmtán ár síðan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun númer 1325 þar sem fjallað er um að stríðsátök hafi sértæk áhrif á konur, mikilvægi þess að konur taki jafnan þátt í friðarumleitunum og friðarsamningum og að konur séu mikilvægir þátttakendur í að koma í veg fyrir átök. Öryggisráðið hafði verið undir gífurlegum þrýstingi frá kvennasamtökum um heim allan áður en ályktunin var samþykkt. Baráttan hafði farsælan endi og það er gjarnan talað um samþykktina sem sögulega. Þá voru aðeins liðin nokkur ár frá því að hundruð þúsundum kvenna hafði verið haldið í nauðgunarbúðum í fyrrverandi Júgóslavíu, suðurafrískar konur börðust við hlið karlmanna til að aflétta aðskilnaðarstefnunni og þjóðarmorð var framið í Rúanda á örfáum dögum. Stríðstækni þróaðist hratt á síðustu öld og hefur nú víðtækari áhrif á samfélög en áður og í dag er líklegra að óbreyttir borgarar falli í stríði en hermenn. Í ljósi þessa var málefnið hugleikið þeim konum sem sóttu kvennaráðstefnuna í Peking árið 1995, þær tóku höndum saman og höfðu óumdeilanlega áhrif á öryggisráðið. Aldrei hefur fleira fólk verið á flótta frá heimilum sínum vegna stríðs og/eða átaka en nú. Rannsóknir benda til að flest flóttafólk muni ekki eiga afturkvæmt til síns heima næstu tvo áratugi. Þetta verður að skoða með kynjuð áhrif í huga þar sem flótti hefur í för með sér aukna hættu fyrir konur og stúlkur sérstaklega. Þvinguð hjónabönd, kerfisbundnar nauðganir og kynferðislegt ofbeldi, heft aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu sem og takmarkanir á þátttöku á vinnumarkaði eru líklegar afleiðingar fyrir konur og stúlkur í þessari viðkvæmu stöðu. Á þessum tímamótum er UN Women í forsvari fyrir víðtækri rannsókn sem unnin hefur verið um allan heim til að kanna hvað hefur áunnist hvað varðar bætt öryggi kvenna og stúlkna á átakatímum og þátttöku þeirra í friðaruppbyggingu. Niðurstöðurnar munu gefa til kynna hvernig megi yfirfæra lærdóm frá einu svæði yfir á annað og frammi fyrir hvaða áskorunum við stöndum nú. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á morgun, miðvikudag. Ég hvet alla til að fylgjast með þessum umræðum, láta sig málið varða og beita stjórnvöld um allan heim þrýstingi til að láta fjármagn fylgja þeim loforðum sem gefin verða á næstu dögum. Við vitum að við erum öll á sama báti. Þegar báturinn lekur í annan endann getum við ekki hrósað happi yfir að lekinn sé ekki okkar megin. Þegar báturinn sekkur hefur það áhrif á okkur öll. Við höfum sýnt eftirtektarverða samstöðu með fólki á flótta undanfarið. Leggjum okkar af mörkum til að koma í veg fyrir að fólk neyðist til að flýja og til að konur taki jafnan þátt í uppbyggingu samfélaga sinna þegar friður kemst á.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar