Sif og frelsið til fordóma Bryndís Nielsen skrifar 13. október 2015 07:00 Sif Sigmarsdóttir birti nýverið pistil í Fréttablaðinu um fordóma og fer þar víða. Nú er ég sammála minni gömlu vinkonu varðandi ýmislegt en finnst þó skjóta skökku við að hún hefji greinina með því að afhjúpa djúpstæða fordóma gagnvart almannatenglum. Ganga jafnvel svo langt að kalla þá „flór-mokandi afstæðisprédikara“ og segja stéttina vera „sannleikanum eins og engisprettufaraldur er gróðri“. Þetta er auðvitað ekkert annað en argasti atvinnurógur.Óprúttnir spunameistarar? Sem ráðgjafi í almannatengslum hef ég margoft þurft að sitja undir ásökunum af þessu tagi, ásökunum sem hafa þó verið í litlum sem engum tengslum við raunveruleg störf mín eða flestra annarra almannatengla hér á landi. Almannatenglar eru gjarnan sagðir óprúttnir spunameistarar sem starfa við að afbaka sannleikann gagnvart grunlausum almenningi, spilltum stórfyrirtækjum í vil. Slíkar fullyrðingar hafa ekkert með sannleikann að gera. Nú er misjafn sauður í mörgu fé, en við verðum að hafa það í huga að raunveruleikinn er ekki ávallt eins og bandarískir sjónvarpsþættir vilja túlka hann. Að líkja almannatenglum við plágur sem starfi við það eitt að hvítþvo spillta og valdamikla aðila gagnvart grunlausum almenningi er sambærilegt því að segja að allir ljósmyndarar séu óforskammaðir papparassar sem eltist við appelsínuhúð erlendra leikkvenna með aðdráttarlinsum. Þó einhverjir þeirra geri vissulega slíkt þá er af og frá að segja þá starfshætti einkennandi fyrir stéttina.Úlfur, úlfur! Almannatenglar eru ráðgjafar í samskiptamálum. Þeir aðstoða fyrirtæki, félög og stofnanir við að koma skilaboðum sínum á framfæri og að veita þeim góð ráð í samskiptum, bæði inn á við og út á við. Oft felst það í að skrifa fréttatilkynningar eða koma skilaboðum með öðrum hætti áleiðis til almennings. Þannig þjóna þeir viðskiptavinum sínum en stuðla um leið að því að fjölmiðlar spegli umræðuna í samfélaginu frá sem flestum sjónarhornum. Við þekkjum öll dæmisöguna um drenginn sem kallaði „úlfur, úlfur“ og á hún ekki síst við um störf okkar almannatengla. Verði ég til að mynda uppvís að lygum fyrir viðskiptavin er traust mitt gagnvart starfsfólki fjölmiðla og almenningi uppurið og erfitt að sjá hvernig ég ætlaði að sjá fyrir mér í því starfi framvegis.Fordómar í verki Pistil sinn kallar Sif „Frelsi til að sýna fordóma í verki“ og má vel heimfæra þá fyrirsögn á efni greinarinnar. Fordómar eru af ýmsum toga en góðu fréttirnar eru þær að með aukinni fræðslu og upplýsingu má vel uppræta þá. Því vil ég nota tækifærið og bjóða Sif í kaffi til mín, hvenær sem henni hentar, svo við getum farið saman yfir raunveruleg störf íslenskra almannatengla. Vonandi verður það til þess að uppræta þá fordóma sem hún ber í garð stéttarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Sif Sigmarsdóttir birti nýverið pistil í Fréttablaðinu um fordóma og fer þar víða. Nú er ég sammála minni gömlu vinkonu varðandi ýmislegt en finnst þó skjóta skökku við að hún hefji greinina með því að afhjúpa djúpstæða fordóma gagnvart almannatenglum. Ganga jafnvel svo langt að kalla þá „flór-mokandi afstæðisprédikara“ og segja stéttina vera „sannleikanum eins og engisprettufaraldur er gróðri“. Þetta er auðvitað ekkert annað en argasti atvinnurógur.Óprúttnir spunameistarar? Sem ráðgjafi í almannatengslum hef ég margoft þurft að sitja undir ásökunum af þessu tagi, ásökunum sem hafa þó verið í litlum sem engum tengslum við raunveruleg störf mín eða flestra annarra almannatengla hér á landi. Almannatenglar eru gjarnan sagðir óprúttnir spunameistarar sem starfa við að afbaka sannleikann gagnvart grunlausum almenningi, spilltum stórfyrirtækjum í vil. Slíkar fullyrðingar hafa ekkert með sannleikann að gera. Nú er misjafn sauður í mörgu fé, en við verðum að hafa það í huga að raunveruleikinn er ekki ávallt eins og bandarískir sjónvarpsþættir vilja túlka hann. Að líkja almannatenglum við plágur sem starfi við það eitt að hvítþvo spillta og valdamikla aðila gagnvart grunlausum almenningi er sambærilegt því að segja að allir ljósmyndarar séu óforskammaðir papparassar sem eltist við appelsínuhúð erlendra leikkvenna með aðdráttarlinsum. Þó einhverjir þeirra geri vissulega slíkt þá er af og frá að segja þá starfshætti einkennandi fyrir stéttina.Úlfur, úlfur! Almannatenglar eru ráðgjafar í samskiptamálum. Þeir aðstoða fyrirtæki, félög og stofnanir við að koma skilaboðum sínum á framfæri og að veita þeim góð ráð í samskiptum, bæði inn á við og út á við. Oft felst það í að skrifa fréttatilkynningar eða koma skilaboðum með öðrum hætti áleiðis til almennings. Þannig þjóna þeir viðskiptavinum sínum en stuðla um leið að því að fjölmiðlar spegli umræðuna í samfélaginu frá sem flestum sjónarhornum. Við þekkjum öll dæmisöguna um drenginn sem kallaði „úlfur, úlfur“ og á hún ekki síst við um störf okkar almannatengla. Verði ég til að mynda uppvís að lygum fyrir viðskiptavin er traust mitt gagnvart starfsfólki fjölmiðla og almenningi uppurið og erfitt að sjá hvernig ég ætlaði að sjá fyrir mér í því starfi framvegis.Fordómar í verki Pistil sinn kallar Sif „Frelsi til að sýna fordóma í verki“ og má vel heimfæra þá fyrirsögn á efni greinarinnar. Fordómar eru af ýmsum toga en góðu fréttirnar eru þær að með aukinni fræðslu og upplýsingu má vel uppræta þá. Því vil ég nota tækifærið og bjóða Sif í kaffi til mín, hvenær sem henni hentar, svo við getum farið saman yfir raunveruleg störf íslenskra almannatengla. Vonandi verður það til þess að uppræta þá fordóma sem hún ber í garð stéttarinnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar