Lögreglufrumvarpið Einar Hermannsson skrifar 13. október 2015 07:00 Ungur og nýr þingmaður Sjálfstæðisflokks, Vilhjálmur Árnason, hefur lagt til frumvarp sem felur í sér að áfengissala verði gefin frjáls. Ég ætla ekki að mótmæla því að þingmenn komi fram með frumvörp sem eru þeirra hjartansmál og þeim finnst skipta þjóðina máli. Þetta er fyrsta frumvarpið sem hann leggur fram einn en hann gæti verið flutningsmaður að öðrum frumvörpum sem fleiri standa að. Ég á hinsvegar mjög erfitt með að skilja hvaða hvatir liggja að baki hjá þessum ágæta og greinilega duglega þingmanni sem valda því að þetta er hans fyrsta mál á Alþingi. Hann hefur oft á tíðum talað um það að hann komi inn á Alþingi með reynslu sem lögreglumaður. Að koma því með frumvarp sem felur í sér meira aðgengi að áfengi, sem allar rannsóknir sýna að auki neyslu og eykur þar af leiðandi á þann vanda sem er nú nægur fyrir er mér óskiljanlegt. Sem lögregluþjónn hefur hann sennilega séð alla þá hörmung á heimilum þar sem áfengi leikur aðalhlutverkið, fjarlægt börn frá drukknum mæðrum, fjarlægt ofbeldisfulla drukkna feður og látið þá láta renna af sér í fangaklefa. Svo ekki sé nú talað um allt það sem gerist í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Ég er ekki viss um að kollegar hans í lögreglunni séu því sammála að þetta eigi að vera hans fyrsta mál á Alþingi, komandi úr starfi sem lögreglumaður. Ég held að þeir myndu benda honum á fullt af öðrum málum sem þeir vildu sjá í forgangi. Það er ekkert sem kallar á þessa breytingu í okkar samfélagi, nema þá helst aukinn gróði fyrir verslanir sem er sennilega ekki í forgangi hjá fyrrverandi lögreglumanni, eða hvað? Ég hvet hann því eindregið til að endurskoða þetta frumvarp og draga það til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ungur og nýr þingmaður Sjálfstæðisflokks, Vilhjálmur Árnason, hefur lagt til frumvarp sem felur í sér að áfengissala verði gefin frjáls. Ég ætla ekki að mótmæla því að þingmenn komi fram með frumvörp sem eru þeirra hjartansmál og þeim finnst skipta þjóðina máli. Þetta er fyrsta frumvarpið sem hann leggur fram einn en hann gæti verið flutningsmaður að öðrum frumvörpum sem fleiri standa að. Ég á hinsvegar mjög erfitt með að skilja hvaða hvatir liggja að baki hjá þessum ágæta og greinilega duglega þingmanni sem valda því að þetta er hans fyrsta mál á Alþingi. Hann hefur oft á tíðum talað um það að hann komi inn á Alþingi með reynslu sem lögreglumaður. Að koma því með frumvarp sem felur í sér meira aðgengi að áfengi, sem allar rannsóknir sýna að auki neyslu og eykur þar af leiðandi á þann vanda sem er nú nægur fyrir er mér óskiljanlegt. Sem lögregluþjónn hefur hann sennilega séð alla þá hörmung á heimilum þar sem áfengi leikur aðalhlutverkið, fjarlægt börn frá drukknum mæðrum, fjarlægt ofbeldisfulla drukkna feður og látið þá láta renna af sér í fangaklefa. Svo ekki sé nú talað um allt það sem gerist í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Ég er ekki viss um að kollegar hans í lögreglunni séu því sammála að þetta eigi að vera hans fyrsta mál á Alþingi, komandi úr starfi sem lögreglumaður. Ég held að þeir myndu benda honum á fullt af öðrum málum sem þeir vildu sjá í forgangi. Það er ekkert sem kallar á þessa breytingu í okkar samfélagi, nema þá helst aukinn gróði fyrir verslanir sem er sennilega ekki í forgangi hjá fyrrverandi lögreglumanni, eða hvað? Ég hvet hann því eindregið til að endurskoða þetta frumvarp og draga það til baka.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar