#viðerumbrjáluð Sara Líf Sigsteinsdóttir skrifar 14. október 2015 00:00 Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot og frumsýndi í gærkvöldi samnefnda stuttmynd í Bíó Paradís. Í myndinni fer fótbrotinn drengur í gegnum heilbrigðiskerfið eins og um barn með geðröskun væri að ræða. Hann kemur inn á bráðamóttöku og þarf á læknishjálp að halda en er sagt að koma aftur eftir nokkra mánuði. Þetta er veruleiki margra barna með geðrænan vanda. Síðustu mánuði hefur ungmennaráðið unnið hörðum höndum að undirbúningi átaksins en markmið þess er að vekja athygli á úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga og vinna gegn fordómum. Það er þess vegna gaman að sjá hvað hefur farið af stað með #égerekkitabú-byltingunni. Hugmyndin að Heilabrotum varð til þegar ein úr ungmennaráðinu kom fram og sagði frá reynslu sinni af þunglyndi. Eftir þessa sláandi frásögn fór boltinn að rúlla. Fleiri úr ráðinu áttuðu sig á því hvað þetta málefni snertir marga. Að lokum varð ljóst að ástandið í geðheilbrigðiskerfinu er óásættanlegt og við krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða strax. Ef til staðar væri viðeigandi þjónusta fyrir börn með geðraskanir væri hægt að koma í veg fyrir óþarfa þjáningu, vanlíðan, brottfall úr framhaldsskóla, örorku og sjálfsvíg. Mörgum þessara ungmenna væri hugsanlega hægt að bjarga frá því að lenda í vanda síðar á ævinni með því að veita þeim viðeigandi aðstoð strax. Ungmenni með geðraskanir finna oft fyrir neikvæðum viðhorfum frá öðrum. Fordómarnir eru miklir og hjálpa þeim síst við að ná bata. Stór hluti átaksins felur í sér að útrýma þessum fordómum. Við leituðum til nemendafélaga framhaldsskóla um allt land eftir stuðningi við að vekja athygli á Heilabrotum og þessu mikilvæga málefni. Þau tóku okkur frábærlega og í dag verður myndin sýnd í framhaldsskólum víða um land. Samhliða átakinu vill ungmennaráð UNICEF á Íslandi hvetja alla til að deila reynslu sinni sem víðast og nota hashtöggin #heilabrot, #viðerumbrjáluð og #égerekkitabú. Við erum brjáluð yfir þessu ástandi og viljum tafarlausar breytingar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot og frumsýndi í gærkvöldi samnefnda stuttmynd í Bíó Paradís. Í myndinni fer fótbrotinn drengur í gegnum heilbrigðiskerfið eins og um barn með geðröskun væri að ræða. Hann kemur inn á bráðamóttöku og þarf á læknishjálp að halda en er sagt að koma aftur eftir nokkra mánuði. Þetta er veruleiki margra barna með geðrænan vanda. Síðustu mánuði hefur ungmennaráðið unnið hörðum höndum að undirbúningi átaksins en markmið þess er að vekja athygli á úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga og vinna gegn fordómum. Það er þess vegna gaman að sjá hvað hefur farið af stað með #égerekkitabú-byltingunni. Hugmyndin að Heilabrotum varð til þegar ein úr ungmennaráðinu kom fram og sagði frá reynslu sinni af þunglyndi. Eftir þessa sláandi frásögn fór boltinn að rúlla. Fleiri úr ráðinu áttuðu sig á því hvað þetta málefni snertir marga. Að lokum varð ljóst að ástandið í geðheilbrigðiskerfinu er óásættanlegt og við krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða strax. Ef til staðar væri viðeigandi þjónusta fyrir börn með geðraskanir væri hægt að koma í veg fyrir óþarfa þjáningu, vanlíðan, brottfall úr framhaldsskóla, örorku og sjálfsvíg. Mörgum þessara ungmenna væri hugsanlega hægt að bjarga frá því að lenda í vanda síðar á ævinni með því að veita þeim viðeigandi aðstoð strax. Ungmenni með geðraskanir finna oft fyrir neikvæðum viðhorfum frá öðrum. Fordómarnir eru miklir og hjálpa þeim síst við að ná bata. Stór hluti átaksins felur í sér að útrýma þessum fordómum. Við leituðum til nemendafélaga framhaldsskóla um allt land eftir stuðningi við að vekja athygli á Heilabrotum og þessu mikilvæga málefni. Þau tóku okkur frábærlega og í dag verður myndin sýnd í framhaldsskólum víða um land. Samhliða átakinu vill ungmennaráð UNICEF á Íslandi hvetja alla til að deila reynslu sinni sem víðast og nota hashtöggin #heilabrot, #viðerumbrjáluð og #égerekkitabú. Við erum brjáluð yfir þessu ástandi og viljum tafarlausar breytingar!
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun