#viðerumbrjáluð Sara Líf Sigsteinsdóttir skrifar 14. október 2015 00:00 Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot og frumsýndi í gærkvöldi samnefnda stuttmynd í Bíó Paradís. Í myndinni fer fótbrotinn drengur í gegnum heilbrigðiskerfið eins og um barn með geðröskun væri að ræða. Hann kemur inn á bráðamóttöku og þarf á læknishjálp að halda en er sagt að koma aftur eftir nokkra mánuði. Þetta er veruleiki margra barna með geðrænan vanda. Síðustu mánuði hefur ungmennaráðið unnið hörðum höndum að undirbúningi átaksins en markmið þess er að vekja athygli á úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga og vinna gegn fordómum. Það er þess vegna gaman að sjá hvað hefur farið af stað með #égerekkitabú-byltingunni. Hugmyndin að Heilabrotum varð til þegar ein úr ungmennaráðinu kom fram og sagði frá reynslu sinni af þunglyndi. Eftir þessa sláandi frásögn fór boltinn að rúlla. Fleiri úr ráðinu áttuðu sig á því hvað þetta málefni snertir marga. Að lokum varð ljóst að ástandið í geðheilbrigðiskerfinu er óásættanlegt og við krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða strax. Ef til staðar væri viðeigandi þjónusta fyrir börn með geðraskanir væri hægt að koma í veg fyrir óþarfa þjáningu, vanlíðan, brottfall úr framhaldsskóla, örorku og sjálfsvíg. Mörgum þessara ungmenna væri hugsanlega hægt að bjarga frá því að lenda í vanda síðar á ævinni með því að veita þeim viðeigandi aðstoð strax. Ungmenni með geðraskanir finna oft fyrir neikvæðum viðhorfum frá öðrum. Fordómarnir eru miklir og hjálpa þeim síst við að ná bata. Stór hluti átaksins felur í sér að útrýma þessum fordómum. Við leituðum til nemendafélaga framhaldsskóla um allt land eftir stuðningi við að vekja athygli á Heilabrotum og þessu mikilvæga málefni. Þau tóku okkur frábærlega og í dag verður myndin sýnd í framhaldsskólum víða um land. Samhliða átakinu vill ungmennaráð UNICEF á Íslandi hvetja alla til að deila reynslu sinni sem víðast og nota hashtöggin #heilabrot, #viðerumbrjáluð og #égerekkitabú. Við erum brjáluð yfir þessu ástandi og viljum tafarlausar breytingar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot og frumsýndi í gærkvöldi samnefnda stuttmynd í Bíó Paradís. Í myndinni fer fótbrotinn drengur í gegnum heilbrigðiskerfið eins og um barn með geðröskun væri að ræða. Hann kemur inn á bráðamóttöku og þarf á læknishjálp að halda en er sagt að koma aftur eftir nokkra mánuði. Þetta er veruleiki margra barna með geðrænan vanda. Síðustu mánuði hefur ungmennaráðið unnið hörðum höndum að undirbúningi átaksins en markmið þess er að vekja athygli á úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga og vinna gegn fordómum. Það er þess vegna gaman að sjá hvað hefur farið af stað með #égerekkitabú-byltingunni. Hugmyndin að Heilabrotum varð til þegar ein úr ungmennaráðinu kom fram og sagði frá reynslu sinni af þunglyndi. Eftir þessa sláandi frásögn fór boltinn að rúlla. Fleiri úr ráðinu áttuðu sig á því hvað þetta málefni snertir marga. Að lokum varð ljóst að ástandið í geðheilbrigðiskerfinu er óásættanlegt og við krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða strax. Ef til staðar væri viðeigandi þjónusta fyrir börn með geðraskanir væri hægt að koma í veg fyrir óþarfa þjáningu, vanlíðan, brottfall úr framhaldsskóla, örorku og sjálfsvíg. Mörgum þessara ungmenna væri hugsanlega hægt að bjarga frá því að lenda í vanda síðar á ævinni með því að veita þeim viðeigandi aðstoð strax. Ungmenni með geðraskanir finna oft fyrir neikvæðum viðhorfum frá öðrum. Fordómarnir eru miklir og hjálpa þeim síst við að ná bata. Stór hluti átaksins felur í sér að útrýma þessum fordómum. Við leituðum til nemendafélaga framhaldsskóla um allt land eftir stuðningi við að vekja athygli á Heilabrotum og þessu mikilvæga málefni. Þau tóku okkur frábærlega og í dag verður myndin sýnd í framhaldsskólum víða um land. Samhliða átakinu vill ungmennaráð UNICEF á Íslandi hvetja alla til að deila reynslu sinni sem víðast og nota hashtöggin #heilabrot, #viðerumbrjáluð og #égerekkitabú. Við erum brjáluð yfir þessu ástandi og viljum tafarlausar breytingar!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar