Jól alla daga Geir Gunnar Markússon skrifar 14. október 2015 09:54 Það eru rúmir tveir mánuðir til jóla og jólasmákökurnar og jólaölið eru nú þegar mætt í matvörubúðirnar. Við sem erum rétt búin að ganga frá gasgrillunum á svölunum! Við sem neytendur fáum aldrei frið frá óhollustunni í okkar umhverfi. Hvar er samfélagsleg ábyrgð búðareiganda og matvælaframleiðanda þegar kemur að heilbrigði okkar? Erum við ekki alveg nógu feit þjóð, er ekki nógu mikið álag á heilbrigðiskerfinu og eigum við ekki í nógu miklum vandræðum með lífsstílssjúkdóma? Af hverju er alltaf verið að ota að okkur óhollustu? Aðgengi að óhollustu er miklu meira en að hollustu og verðið oft lægra. Mikið af matvörubúðum í dag eru uppfullar af matvörum sem standa vart undir nafni. Réttara væri að kalla þær gervimat en hann á engan þátt í því að stuðla að heilbrigðara lífi okkar mannveranna. Það eru sífelld tilboð á óhollustu s.s. kippa af 2L gosi, 50% afsláttur af sælgæti um helgar, tilboðsstandar út um alla búð af óhollustu og sælgæti við kassana. Ofan á þetta allt þá opna sífellt fleiri óhollir skyndibitastaðir og ber þá helst að nefna „vel heppnaða“ opnun Dunkin´ Donuts á Íslandi. Ástæða þessara öfga í óhollustu er sú að það er hrikalega auðvelt að selja okkur almúganum bragðgóða, ódýra og girnilega gervimatinn. Við erum svo veik fyrir öllum sykrinum, fitunni og þeim kræsingum sem matvælaframleiðendum nútímans hefur tekist að búa til. Gott máltæki sem tengist skyndibita er svona: „Ekki spyrja hvers vegna hollur matur er svona dýr, spyrðu frekar hvers vegna skyndibiti er svona ódýr!“ Því miður eru til alltof margir kapítalistar í þessum heimi sem hafa það eina takmark að græða sem mest, hvað sem það kostar. Það má jafnvel kosta heila þjóð heilsu sína. Þeir grípa því dísætt og fitugt tækifærið og framleiða endalaust af gervimat sem við erum sólgin í. Auðvitað á ekki einn gervimatvöruframleiðandi eða innflytjandi sök á óheilbrigði okkar...en dropinn holar steinninn. Við erum smátt og smátt að minnka lífsgæði okkar og drepa okkur með lélegu mataræði og (svo ég tali nú ekki um hreyfingarleysi en það er efni í annan pistil). Við eigum vissulega öflug lyf til að halda t.d. sykursýki í skefjum og öðrum sjúkdómum sem oft eru afleiðing óhollra lífshátta. Er óhollustan virkilega svo bragðgóð og seðjandi að við erum reiðubúin að hætta heilsu okkar fyrir hana? Innst inni held ég að sú sé ekki raunin. Hvers lags tilvera er það að dæla sig fullan af lyfjum í þeim tilgangi einum að framlengja innantómt óheilbrigt líf? Jónas Kristjánsson læknir og frumkvöðull skrifaði pistil um nákvæmlega þetta málefni um miðja síðustu öld. Hann sagði í ritinu Heilsuvernd árið 1952: „Ræktið hið fullkomna heilbrigði með náttúrlegum ráðum, og sjáið, hvernig þau vinnubrögð reynast. Útrýmið hinum hættulegustu siðvenjum og háttum. Leggið niður þann ósið að gefa börnum sælgæti. Ræktið í börnum heilbrigðar hneigðir“. Í sömu grein talaði hann einnig um kapítalistana sem eru blindir á heilbrigðið sem er þó okkar allra verðmætasta eign. „Hin sjúka efnishyggjumenning er blind fyrir hinum dýrmætustu auðæfum lífsins. Hún sækist eftir fjármunum, sem menn nota að vísu oft til gagns og góðs, en eins oft til þess að spilla sjálfum sér, skapa sér óhollar nautnir og til þess að stytta sitt eigið líf. Fjármunir eru á skáldamáli kallaðir Fáfnisarfur, eftir ormi, sem lá á gulli. Hinsvegar er auður fjár afl þeirra hluta, sem gera skal. Fjármunum er bezt varið til þess að gera menn betri, sælli og fullkomnari, til þess að auðga lífið og kenna mönnum að verja því öðrum til góðs, til þess að "ganga til góðs götuna fram eftir veg", til vaxandi þroska og vellíðanar fjöldans“.Verum meðvitaðir neytendur. Berum virðingu fyrir okkur sjálfum og heilsu okkar, því hún er það verðmætasta sem við eigum. Við verðum að gera okkur grein fyrir því áður en það er of seint. Ekki hafa jólin alla daga í mataræðinu. Það er í lagi að leyfa sér aðeins meira í mat og drykk um jólin og hátíðleg tækifæri en þegar óhollustan er orðinn hluti af daglegri neyslu þá er kominn tími til að hugsa sinn gang. Jólamaturinn og allar kræsingarnar munu líka bragðast mun betur ef þau eru sjaldan á borðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Það eru rúmir tveir mánuðir til jóla og jólasmákökurnar og jólaölið eru nú þegar mætt í matvörubúðirnar. Við sem erum rétt búin að ganga frá gasgrillunum á svölunum! Við sem neytendur fáum aldrei frið frá óhollustunni í okkar umhverfi. Hvar er samfélagsleg ábyrgð búðareiganda og matvælaframleiðanda þegar kemur að heilbrigði okkar? Erum við ekki alveg nógu feit þjóð, er ekki nógu mikið álag á heilbrigðiskerfinu og eigum við ekki í nógu miklum vandræðum með lífsstílssjúkdóma? Af hverju er alltaf verið að ota að okkur óhollustu? Aðgengi að óhollustu er miklu meira en að hollustu og verðið oft lægra. Mikið af matvörubúðum í dag eru uppfullar af matvörum sem standa vart undir nafni. Réttara væri að kalla þær gervimat en hann á engan þátt í því að stuðla að heilbrigðara lífi okkar mannveranna. Það eru sífelld tilboð á óhollustu s.s. kippa af 2L gosi, 50% afsláttur af sælgæti um helgar, tilboðsstandar út um alla búð af óhollustu og sælgæti við kassana. Ofan á þetta allt þá opna sífellt fleiri óhollir skyndibitastaðir og ber þá helst að nefna „vel heppnaða“ opnun Dunkin´ Donuts á Íslandi. Ástæða þessara öfga í óhollustu er sú að það er hrikalega auðvelt að selja okkur almúganum bragðgóða, ódýra og girnilega gervimatinn. Við erum svo veik fyrir öllum sykrinum, fitunni og þeim kræsingum sem matvælaframleiðendum nútímans hefur tekist að búa til. Gott máltæki sem tengist skyndibita er svona: „Ekki spyrja hvers vegna hollur matur er svona dýr, spyrðu frekar hvers vegna skyndibiti er svona ódýr!“ Því miður eru til alltof margir kapítalistar í þessum heimi sem hafa það eina takmark að græða sem mest, hvað sem það kostar. Það má jafnvel kosta heila þjóð heilsu sína. Þeir grípa því dísætt og fitugt tækifærið og framleiða endalaust af gervimat sem við erum sólgin í. Auðvitað á ekki einn gervimatvöruframleiðandi eða innflytjandi sök á óheilbrigði okkar...en dropinn holar steinninn. Við erum smátt og smátt að minnka lífsgæði okkar og drepa okkur með lélegu mataræði og (svo ég tali nú ekki um hreyfingarleysi en það er efni í annan pistil). Við eigum vissulega öflug lyf til að halda t.d. sykursýki í skefjum og öðrum sjúkdómum sem oft eru afleiðing óhollra lífshátta. Er óhollustan virkilega svo bragðgóð og seðjandi að við erum reiðubúin að hætta heilsu okkar fyrir hana? Innst inni held ég að sú sé ekki raunin. Hvers lags tilvera er það að dæla sig fullan af lyfjum í þeim tilgangi einum að framlengja innantómt óheilbrigt líf? Jónas Kristjánsson læknir og frumkvöðull skrifaði pistil um nákvæmlega þetta málefni um miðja síðustu öld. Hann sagði í ritinu Heilsuvernd árið 1952: „Ræktið hið fullkomna heilbrigði með náttúrlegum ráðum, og sjáið, hvernig þau vinnubrögð reynast. Útrýmið hinum hættulegustu siðvenjum og háttum. Leggið niður þann ósið að gefa börnum sælgæti. Ræktið í börnum heilbrigðar hneigðir“. Í sömu grein talaði hann einnig um kapítalistana sem eru blindir á heilbrigðið sem er þó okkar allra verðmætasta eign. „Hin sjúka efnishyggjumenning er blind fyrir hinum dýrmætustu auðæfum lífsins. Hún sækist eftir fjármunum, sem menn nota að vísu oft til gagns og góðs, en eins oft til þess að spilla sjálfum sér, skapa sér óhollar nautnir og til þess að stytta sitt eigið líf. Fjármunir eru á skáldamáli kallaðir Fáfnisarfur, eftir ormi, sem lá á gulli. Hinsvegar er auður fjár afl þeirra hluta, sem gera skal. Fjármunum er bezt varið til þess að gera menn betri, sælli og fullkomnari, til þess að auðga lífið og kenna mönnum að verja því öðrum til góðs, til þess að "ganga til góðs götuna fram eftir veg", til vaxandi þroska og vellíðanar fjöldans“.Verum meðvitaðir neytendur. Berum virðingu fyrir okkur sjálfum og heilsu okkar, því hún er það verðmætasta sem við eigum. Við verðum að gera okkur grein fyrir því áður en það er of seint. Ekki hafa jólin alla daga í mataræðinu. Það er í lagi að leyfa sér aðeins meira í mat og drykk um jólin og hátíðleg tækifæri en þegar óhollustan er orðinn hluti af daglegri neyslu þá er kominn tími til að hugsa sinn gang. Jólamaturinn og allar kræsingarnar munu líka bragðast mun betur ef þau eru sjaldan á borðum.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun