Guðjón þarf að víkja sæti í Aurum-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2015 11:09 Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding eru tveir sakborninga í Aurum-málinu. vísir/gva Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun ekki dæma í Aurum Holding-málinu vegna vanhæfis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær. Áður hafði Guðjón sjálfur komist að þeirri niðurstöðu í héraði að hann væri ekki vanhæfur í embætti dómara í málinu. Í dómi Hæstaréttar er vísað „til ummæla sem héraðsdómarinn hafði látið falla í tölvubréfi svo og í blaðagrein sem fylgdi bréfinu en ekki var komið á framfæri til opinberrar birtingar. Taldi Hæstiréttur að orð dómsformannsins væru hlutlægt séð fallin til að draga mætti með réttu í efa að hugur hans gagnvart sérstökum saksóknara væri með þeim hætti að tryggt væri að óhlutdrægni yrði gætt við úrlausn málsins,“ eins og segir í niðurstöðu réttarins. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti og var málið tekið fyrir í héraði í um miðjan september. Taldi Ólafur að efast mætti um óhlutdrægni Guðjóns vegna orða dómsformannsins, annars vegar í tölvupósti til ríkissaksóknara sem sendur var í febrúar á þessu ári og hins vegar í grein sem Guðjón hugðist birta í Fréttablaðinu sumarið 2014 vegna ummæla sem höfð voru eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum stuttu eftir að dómur féll í fyrra. Niðurstaða Hæstaréttar nú þýðir að tveimur af þremur dómurum í Aurum-málinu hefur verið gert að víkja sæti en sýknudómur héraðsdóms var ómerktur í Hæstarétti fyrr á þessu ári vegna vanhæfis annars dómara, Sverris Ólafssonar. Málið bíður því nýrrar aðalmeðferðar í héraði en ekki liggur fyrir hvenær hún verður. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19 Guðjón þarf ekki að víkja Guðjón St. Marteinsson verður dómari í Aurum Holding-málinu þrátt fyrir kröfu Sérstaks saksóknara um að hann viki sökum vanhæfis. 23. september 2015 10:59 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun ekki dæma í Aurum Holding-málinu vegna vanhæfis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær. Áður hafði Guðjón sjálfur komist að þeirri niðurstöðu í héraði að hann væri ekki vanhæfur í embætti dómara í málinu. Í dómi Hæstaréttar er vísað „til ummæla sem héraðsdómarinn hafði látið falla í tölvubréfi svo og í blaðagrein sem fylgdi bréfinu en ekki var komið á framfæri til opinberrar birtingar. Taldi Hæstiréttur að orð dómsformannsins væru hlutlægt séð fallin til að draga mætti með réttu í efa að hugur hans gagnvart sérstökum saksóknara væri með þeim hætti að tryggt væri að óhlutdrægni yrði gætt við úrlausn málsins,“ eins og segir í niðurstöðu réttarins. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti og var málið tekið fyrir í héraði í um miðjan september. Taldi Ólafur að efast mætti um óhlutdrægni Guðjóns vegna orða dómsformannsins, annars vegar í tölvupósti til ríkissaksóknara sem sendur var í febrúar á þessu ári og hins vegar í grein sem Guðjón hugðist birta í Fréttablaðinu sumarið 2014 vegna ummæla sem höfð voru eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum stuttu eftir að dómur féll í fyrra. Niðurstaða Hæstaréttar nú þýðir að tveimur af þremur dómurum í Aurum-málinu hefur verið gert að víkja sæti en sýknudómur héraðsdóms var ómerktur í Hæstarétti fyrr á þessu ári vegna vanhæfis annars dómara, Sverris Ólafssonar. Málið bíður því nýrrar aðalmeðferðar í héraði en ekki liggur fyrir hvenær hún verður.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19 Guðjón þarf ekki að víkja Guðjón St. Marteinsson verður dómari í Aurum Holding-málinu þrátt fyrir kröfu Sérstaks saksóknara um að hann viki sökum vanhæfis. 23. september 2015 10:59 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20
Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19
Guðjón þarf ekki að víkja Guðjón St. Marteinsson verður dómari í Aurum Holding-málinu þrátt fyrir kröfu Sérstaks saksóknara um að hann viki sökum vanhæfis. 23. september 2015 10:59