Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2015 14:19 Verjendur sakborninga í Aurum-málinu þegar ómerkingarkrafa ríkissaksóknara var tekin fyrir í Hæstarétti fyrr á árinu. vísir/ernir Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. Telur saksóknari að efast megi um óhlutdrægni dómsformannsins meðal annars vegna orða hans um að saksóknari hafi vegið gróflega að starfsheiðri sínum. Í málflutningsræðu sinni lagði Óttar áherslu á það að í ummælum Guðjóns væri ekki lýst almennri afstöðu hans til sérstaks saksóknara eða embættis hans. Dómsformaður væri aðeins að lýsa skoðun sinni í afmörkuðu tilviki og þau bæri að virða í því „afar sérstæða samhengi“ þegar þau voru látin falla.Gerði orð Sverris ekki að sínum orðum Sagði Óttar að ummæli dómsformanns hefðu verið til þess að skýra orð Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda, sem hann lét falla í viðtali við RÚV eftir að dómur féll. Ekkert í orðum Guðjóns benti hins vegar til þess að hann hefði gert orð Sverris að sínum en Sverrir sagðist meðal annars ekki trúa því að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað að hann og Ólafur Ólafsson, sakborningur í Al Thani-málinu væru bræður. Þá sagði Sverrir að viðbrögð saksóknara bæru vott um „örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðuleiki embættis hans stofnunar er eiginlega í molum.“ Óttar sagði að auk þessa væri ekki heldur fólgin nein afstaða til sakarefnisins í orðum dómsformannsins. Þá bentu ummælin ekki heldur til þess að Guðjón hefði fyrirfram gefna afstöðu til sakarefnisins.„Dómarinn verður bara að þola það“ Þá þyrfti meira til þegar ummæli beindust að sakflytjenda svo dómari yrði vanhæfur en þegar orðum væri beint að sakborningi, brotaþola eða öðrum aðilum máls. Að auki gerðu deilur milli dómara og sakflytjenda dómara almennt ekki vanhæfa; sagði Óttar að jafnvel þó að kærur gengu manna á milli þá væri það ekki einu sinni almennt talið valda vanhæfi. Óttar sagði jafnframt að ekki mætti gleyma því að í huga dómarans var það saksóknari sem vó að starfsheiðri hans með orðum sínum í fjölmiðlum: „Dómarinn verður bara að þola það án þess að láta það hafa áhrif á dómstörfin, hann má ekki láta það trufla sig.“Vanhæfur að mati sérstaks saksóknara en hæfur að mati ríkissaksóknara? Þá fór Óttar yfir það að þegar reyndi á kröfu verjenda um það að Guðjón og Sverrir myndu bera vitni fyrir í sérstöku vitnamáli um það sem um var deilt á sínum tíma hafi það komið fram í málatilbúnaði ríkissaksóknara að þá fyrst yrði dómsformaður vanhæfur til að dæma í málinu ef hann myndi bera vitni um atvik þess. Því væri afstaða sérstaks saksóknara „í hrópandi mótsögn“ við afstöðu ríkissaksóknara við meðferð málsins. Óttar sagði svo að það kunni að vera óheppilegt að dómsformaðurinn hafi sagt það upphátt eða á prenti að ómaklega hafi verið að honum vegið. Hins vegar hefði hann ekki gengið svo langt með orðum sínum að hann geti ekki lengur litið óhlutdrægt á málavexti. Það yrði svo raunverulegt álitamál, ef krafa saksóknara næði fram að ganga, hvort að dómsformaðurinn myndi þar með dæma sig úr leik í öllum þeim fjölda mála sem sérstakur saksóknari hefur til meðferðar. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. Telur saksóknari að efast megi um óhlutdrægni dómsformannsins meðal annars vegna orða hans um að saksóknari hafi vegið gróflega að starfsheiðri sínum. Í málflutningsræðu sinni lagði Óttar áherslu á það að í ummælum Guðjóns væri ekki lýst almennri afstöðu hans til sérstaks saksóknara eða embættis hans. Dómsformaður væri aðeins að lýsa skoðun sinni í afmörkuðu tilviki og þau bæri að virða í því „afar sérstæða samhengi“ þegar þau voru látin falla.Gerði orð Sverris ekki að sínum orðum Sagði Óttar að ummæli dómsformanns hefðu verið til þess að skýra orð Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda, sem hann lét falla í viðtali við RÚV eftir að dómur féll. Ekkert í orðum Guðjóns benti hins vegar til þess að hann hefði gert orð Sverris að sínum en Sverrir sagðist meðal annars ekki trúa því að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað að hann og Ólafur Ólafsson, sakborningur í Al Thani-málinu væru bræður. Þá sagði Sverrir að viðbrögð saksóknara bæru vott um „örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðuleiki embættis hans stofnunar er eiginlega í molum.“ Óttar sagði að auk þessa væri ekki heldur fólgin nein afstaða til sakarefnisins í orðum dómsformannsins. Þá bentu ummælin ekki heldur til þess að Guðjón hefði fyrirfram gefna afstöðu til sakarefnisins.„Dómarinn verður bara að þola það“ Þá þyrfti meira til þegar ummæli beindust að sakflytjenda svo dómari yrði vanhæfur en þegar orðum væri beint að sakborningi, brotaþola eða öðrum aðilum máls. Að auki gerðu deilur milli dómara og sakflytjenda dómara almennt ekki vanhæfa; sagði Óttar að jafnvel þó að kærur gengu manna á milli þá væri það ekki einu sinni almennt talið valda vanhæfi. Óttar sagði jafnframt að ekki mætti gleyma því að í huga dómarans var það saksóknari sem vó að starfsheiðri hans með orðum sínum í fjölmiðlum: „Dómarinn verður bara að þola það án þess að láta það hafa áhrif á dómstörfin, hann má ekki láta það trufla sig.“Vanhæfur að mati sérstaks saksóknara en hæfur að mati ríkissaksóknara? Þá fór Óttar yfir það að þegar reyndi á kröfu verjenda um það að Guðjón og Sverrir myndu bera vitni fyrir í sérstöku vitnamáli um það sem um var deilt á sínum tíma hafi það komið fram í málatilbúnaði ríkissaksóknara að þá fyrst yrði dómsformaður vanhæfur til að dæma í málinu ef hann myndi bera vitni um atvik þess. Því væri afstaða sérstaks saksóknara „í hrópandi mótsögn“ við afstöðu ríkissaksóknara við meðferð málsins. Óttar sagði svo að það kunni að vera óheppilegt að dómsformaðurinn hafi sagt það upphátt eða á prenti að ómaklega hafi verið að honum vegið. Hins vegar hefði hann ekki gengið svo langt með orðum sínum að hann geti ekki lengur litið óhlutdrægt á málavexti. Það yrði svo raunverulegt álitamál, ef krafa saksóknara næði fram að ganga, hvort að dómsformaðurinn myndi þar með dæma sig úr leik í öllum þeim fjölda mála sem sérstakur saksóknari hefur til meðferðar.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20
Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30
Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10
Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15