Iðnaður lyganna Þorbjörn Broddason skrifar 15. október 2015 07:00 Mánudagskvöldið 12. október hélt ísraelskur blaðamaður og rithöfundur, Ben-Dror Yemini að nafni, fyrirlestur undir ofangreindri fyrirsögn við húsfylli á Grand Hóteli. Fyrirlesturinn var þrútinn af kunnuglegum rökum málsvara Ísraelsstjórnar um vonsku palestínsku forystunnar, mildi og mannúð ísraelska hersins og hræðilegar fyrirætlanir arabaleiðtoga fyrr og síðar. Síðast en ekki síst staðhæfði hann að það nánast einhliða blóðbað, sem Ísraelsmenn hafa staðið fyrir síðustu ár, sé smámunir einir miðað við illvirki annarra stríðsherra. Grunnmórallinn var í raun hin þekkta mantra, sem forystumönnum Ísraelsríkis er svo tamt að þylja, að ef þeir skyldu reynast vera fantar og skepnur þá séu allir hinir enn þá meiri fantar og skepnur. Eins og við var að búast gerði ræðumaður sér mikinn mat úr hinum furðulegu sinnaskiptum höfundar Goldstone-skýrslunnar og að sjálfsögðu velti hann okkur Reykvíkingum upp úr samþykktum okkar seinheppnu borgarstjórnar. Einnig reyndist hann vel upplýstur um innanhópserjur meðal íslenskra múslíma og gerði sitt besta til að hræða fundarmenn með sinni túlkun á þeim.Óleikur og bjarnargreiði Hann hélt því blákalt fram að stuðningur við baráttu Palestínuþjóðarinnar gegn ofureflinu væri hinn mesti óleikur og bjarnargreiði. Þeir sem legðu þessari baráttu lið væru að vísu ekki endilega illa innrættir heldur væru þeir nytsamir sakleysingjar. Í gegnum allan sinn langa fyrirlestur hamraði Yemini á þeirri nýstárlegu hugmynd að Ísraelsríki þurfi nú að berjast við endalausar tilraunir hinna virðulegustu fjölmiðla til að afflytja málstað þess, blekkja og jafnvel falsa fréttir. Þetta má heita að hafi verið rauður þráður í máli hans.vísir/epaKvartanir Yeminis undan vonsku vestrænna fjölmiðla eru að mínu mati vitahaldlausar og varpa engu ljósi á þá erfiðu stöðu, sem Ísraelsríki er komið í gagnvart almenningi á Vesturlöndum. Í sögulegu ljósi held ég að óhætt sé að fullyrða að almenningsálitið hafi löngum verið hliðhollt Ísraelsríki, sem fólki var gjarnt að skoða í anda frásagnar Fyrri Samúelsbókar um viðureign Davíðs og Golíats. Síðustu tíu árin eða svo hefur sá skilningur farið vaxandi að þeir Davíð og Golíat hafi skipt um hlutverk. Þessa þróun mála geta ísraelsk stjórnvöld kennt sjálfum sér um og engum öðrum. Eftir fyrirlesturinn fékk Yemini nokkrar fyrirspurnir og þar á meðal eina um mat hans á stöðu Ísraelsríkis eftir tíu ár. Hann svaraði á þá leið að Ísraelsmönnum liði nú betur en oft áður og mundi líða enn betur eftir tíu ár. Hins vegar kviði hann framtíðinni frekar fyrir hönd Palestínumanna. Þetta var hraustlega mælt í ljósi þess að allur fyrirlesturinn var ein samfelld kvörtun undan versnandi viðmóti umheimsins gagnvart þjóð hans og forystumönnum hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Mánudagskvöldið 12. október hélt ísraelskur blaðamaður og rithöfundur, Ben-Dror Yemini að nafni, fyrirlestur undir ofangreindri fyrirsögn við húsfylli á Grand Hóteli. Fyrirlesturinn var þrútinn af kunnuglegum rökum málsvara Ísraelsstjórnar um vonsku palestínsku forystunnar, mildi og mannúð ísraelska hersins og hræðilegar fyrirætlanir arabaleiðtoga fyrr og síðar. Síðast en ekki síst staðhæfði hann að það nánast einhliða blóðbað, sem Ísraelsmenn hafa staðið fyrir síðustu ár, sé smámunir einir miðað við illvirki annarra stríðsherra. Grunnmórallinn var í raun hin þekkta mantra, sem forystumönnum Ísraelsríkis er svo tamt að þylja, að ef þeir skyldu reynast vera fantar og skepnur þá séu allir hinir enn þá meiri fantar og skepnur. Eins og við var að búast gerði ræðumaður sér mikinn mat úr hinum furðulegu sinnaskiptum höfundar Goldstone-skýrslunnar og að sjálfsögðu velti hann okkur Reykvíkingum upp úr samþykktum okkar seinheppnu borgarstjórnar. Einnig reyndist hann vel upplýstur um innanhópserjur meðal íslenskra múslíma og gerði sitt besta til að hræða fundarmenn með sinni túlkun á þeim.Óleikur og bjarnargreiði Hann hélt því blákalt fram að stuðningur við baráttu Palestínuþjóðarinnar gegn ofureflinu væri hinn mesti óleikur og bjarnargreiði. Þeir sem legðu þessari baráttu lið væru að vísu ekki endilega illa innrættir heldur væru þeir nytsamir sakleysingjar. Í gegnum allan sinn langa fyrirlestur hamraði Yemini á þeirri nýstárlegu hugmynd að Ísraelsríki þurfi nú að berjast við endalausar tilraunir hinna virðulegustu fjölmiðla til að afflytja málstað þess, blekkja og jafnvel falsa fréttir. Þetta má heita að hafi verið rauður þráður í máli hans.vísir/epaKvartanir Yeminis undan vonsku vestrænna fjölmiðla eru að mínu mati vitahaldlausar og varpa engu ljósi á þá erfiðu stöðu, sem Ísraelsríki er komið í gagnvart almenningi á Vesturlöndum. Í sögulegu ljósi held ég að óhætt sé að fullyrða að almenningsálitið hafi löngum verið hliðhollt Ísraelsríki, sem fólki var gjarnt að skoða í anda frásagnar Fyrri Samúelsbókar um viðureign Davíðs og Golíats. Síðustu tíu árin eða svo hefur sá skilningur farið vaxandi að þeir Davíð og Golíat hafi skipt um hlutverk. Þessa þróun mála geta ísraelsk stjórnvöld kennt sjálfum sér um og engum öðrum. Eftir fyrirlesturinn fékk Yemini nokkrar fyrirspurnir og þar á meðal eina um mat hans á stöðu Ísraelsríkis eftir tíu ár. Hann svaraði á þá leið að Ísraelsmönnum liði nú betur en oft áður og mundi líða enn betur eftir tíu ár. Hins vegar kviði hann framtíðinni frekar fyrir hönd Palestínumanna. Þetta var hraustlega mælt í ljósi þess að allur fyrirlesturinn var ein samfelld kvörtun undan versnandi viðmóti umheimsins gagnvart þjóð hans og forystumönnum hennar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar