Eru engar konur meðal hæfustu lögfræðinga landsins? Jón Sigurgeirsson skrifar 15. október 2015 07:00 Jón Steinar Gunnlaugsson hefur haldið því fram að aðeins ein rétt niðurstaða sé í hverju dómsmáli og skipta því engu aðrir eiginleikar dómara en þeir að hann sé „góður lögfræðingur“. Jón segir að lögskýringareglum séu þröngur stakkur skorinn og því ekki um mikið val að ræða fyrir dómara. Almenningur sér svo að lögfræðingar eru ekki sammála um niðurstöður og Hæstiréttur breytir oft dómum héraðsdóms. Jafnvel hæstaréttardómarar komast ekki að sömu niðurstöðu. Það sem Jón nefnir ekki í sinni grein er að leiðin að niðurstöðu er mörkuð af matskenndum ákvörðunum. Meta þarf sönnunargögn, vitnisburði og jafnvel vægi lagaákvæða. Dæmi um það eru mörk frelsisins til að tjá sig annars vegar og sjónarmið um verndun æru hins vegar. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur stundum verið Hæstarétti ósammála um það mat. Hversu vísindalegum aðferðum sem beitt er þá er mat háð persónugerð þess sem metur. Þó ein rétt niðurstaða í dómsmáli sé e.t.v. fræðilega rétt markmið þá þarf ekki lögfræðinga til að sjá að hún stenst ekki í raun. Engu að síður er dómari bundinn af lögum og skýringarreglum eins og Jón segir. Lýðræði er á Íslandi. Það byggir á þeirri heimspeki sem franska byltingin byggði á, þ.e. að völdin séu hjá fólkinu. Fólkið velur sér fulltrúa til fjögurra ára í senn sem fara með þessi völd. Allt ríkisvald er sem sagt hjá fólkinu og aðeins má stjórna í umboði þess.Grunnregla brotin Dómstólar eru ein af þremur greinum ríkisvalds og er ofangreind grunnregla brotin við skipan dómara í Hæstarétt. Við alla túlkun á lögum verður að leita að vilja almennings eins og hann birtist hjá kjörnum fulltrúum hans á Alþingi. Konur eru um helmingur þjóðarinnar og hafa haft mikil áhrif á vissa löggjöf. Eru einhverjir sem halda því fram að karlar séu almennt hæfari til að skilja þann vilja en blönduð samkoma? Rannsóknir sýna að fjölbreyttur hópur sem vinnur saman að lausn mála kemst að jafnaði að betri niðurstöðu en einsleitur. Það á ekki síst við eðli máls samkvæmt þegar leitað er að vilja annars mjög fjölbreytts hóps. Umræða þessi er sprottin af skipun nefndar sem velur hæstaréttardómara. Það má deila um það hvort í einstökum tilfellum eigi að velja karl eða konu í embætti en það getur ekki verið umdeilanlegt að nefnd sem hefur það hlutverk að velja á ólýðræðislegan hátt menn í eina af þremur greinum ríkisvaldsins – og þá mikilvægustu vegna tengsla hinna – sé eingöngu skipuð körlum. Ég tel það lögbrot að skipa aðeins karla í nefndina. Þar eiga hæfileikamennirnir í Hæstarétti sök eins og hinir. Þar hafa þeir ekki fundið réttu lögfræðilegu niðurstöðuna að mínu áliti. Ef til vill hefðu þeir nálgast hana betur ef fleiri konur væru meðal þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur haldið því fram að aðeins ein rétt niðurstaða sé í hverju dómsmáli og skipta því engu aðrir eiginleikar dómara en þeir að hann sé „góður lögfræðingur“. Jón segir að lögskýringareglum séu þröngur stakkur skorinn og því ekki um mikið val að ræða fyrir dómara. Almenningur sér svo að lögfræðingar eru ekki sammála um niðurstöður og Hæstiréttur breytir oft dómum héraðsdóms. Jafnvel hæstaréttardómarar komast ekki að sömu niðurstöðu. Það sem Jón nefnir ekki í sinni grein er að leiðin að niðurstöðu er mörkuð af matskenndum ákvörðunum. Meta þarf sönnunargögn, vitnisburði og jafnvel vægi lagaákvæða. Dæmi um það eru mörk frelsisins til að tjá sig annars vegar og sjónarmið um verndun æru hins vegar. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur stundum verið Hæstarétti ósammála um það mat. Hversu vísindalegum aðferðum sem beitt er þá er mat háð persónugerð þess sem metur. Þó ein rétt niðurstaða í dómsmáli sé e.t.v. fræðilega rétt markmið þá þarf ekki lögfræðinga til að sjá að hún stenst ekki í raun. Engu að síður er dómari bundinn af lögum og skýringarreglum eins og Jón segir. Lýðræði er á Íslandi. Það byggir á þeirri heimspeki sem franska byltingin byggði á, þ.e. að völdin séu hjá fólkinu. Fólkið velur sér fulltrúa til fjögurra ára í senn sem fara með þessi völd. Allt ríkisvald er sem sagt hjá fólkinu og aðeins má stjórna í umboði þess.Grunnregla brotin Dómstólar eru ein af þremur greinum ríkisvalds og er ofangreind grunnregla brotin við skipan dómara í Hæstarétt. Við alla túlkun á lögum verður að leita að vilja almennings eins og hann birtist hjá kjörnum fulltrúum hans á Alþingi. Konur eru um helmingur þjóðarinnar og hafa haft mikil áhrif á vissa löggjöf. Eru einhverjir sem halda því fram að karlar séu almennt hæfari til að skilja þann vilja en blönduð samkoma? Rannsóknir sýna að fjölbreyttur hópur sem vinnur saman að lausn mála kemst að jafnaði að betri niðurstöðu en einsleitur. Það á ekki síst við eðli máls samkvæmt þegar leitað er að vilja annars mjög fjölbreytts hóps. Umræða þessi er sprottin af skipun nefndar sem velur hæstaréttardómara. Það má deila um það hvort í einstökum tilfellum eigi að velja karl eða konu í embætti en það getur ekki verið umdeilanlegt að nefnd sem hefur það hlutverk að velja á ólýðræðislegan hátt menn í eina af þremur greinum ríkisvaldsins – og þá mikilvægustu vegna tengsla hinna – sé eingöngu skipuð körlum. Ég tel það lögbrot að skipa aðeins karla í nefndina. Þar eiga hæfileikamennirnir í Hæstarétti sök eins og hinir. Þar hafa þeir ekki fundið réttu lögfræðilegu niðurstöðuna að mínu áliti. Ef til vill hefðu þeir nálgast hana betur ef fleiri konur væru meðal þeirra.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun