Bandaríkjamaðurinn Brendan Steele leiðir enn á Frys.com mótinu en eftir tvo hringi er hann á 11 höggum undir pari.
Steele lék hringinn í gær á 70 höggum eða tveimur undir pari sem dugði honum til þess að halda forystunni efir að hafa jafnað vallarmetið á Silverado vellinum á fyrsta hring.
Nokkrir kylfingar deila öðru sætinu á níu höggum undir pari en aðstæður á öðrum hring í gær voru töluvert erfiðari en á þeim fyrsta.
Rory McIlroy er meðal þátttakenda þar sem hann reynir að koma sér í betra keppnisform eftir meiðsli sem hann varð fyrir í sumar en hann er jafn í 19. sæti á fimm höggum undir pari.
Hann átti mjög erfitt uppdráttar á öðrum hring þar sem hann missti hvert fuglapúttið á fætur öðru en með góðum hring í kvöld gæti hann blandað sér í baráttuna um sigurinn.
Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 21:00 í kvöld.
Steele enn í forystu á Silverado vellinum

Mest lesið

Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni
Íslenski boltinn

„Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“
Íslenski boltinn

Bale af golfvellinum og á skjáinn
Enski boltinn

Hákon Rafn gæti fengið sénsinn
Enski boltinn

„Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“
Íslenski boltinn

„Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“
Íslenski boltinn


Donnarumma skilinn eftir heima
Enski boltinn

Tap setur Ísland í erfiða stöðu
Handbolti
