Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. október 2015 22:32 Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. Mikil ónægja er með þá ákvörðun Arion banka að selja stóran hlut í Símanum, til forstjóra fyrirtækisins og fjárfestahóps sem hann setti saman og til valinna vildarviðskiptavina Arion banka, á lægra gengi nokkrum vikum fyrir skráningu félagsins. Salan á hlutabréfunum átti sér stað á sjö vikna tímabili í aðdraganda almenns útboðs á bréfum í Símanum á mun lægra gengi en í almennu útboði. Hluturinn sem fjárfestahópurinn og vildarviðskiptavinirnir keyptu ávaxtaðist um rúmar 720 milljónir króna á þeim vikum sem liðu frá viðskiptum fram að skráningu. Talsverð heift hefur verið í umræðunni um málið. „Það ríkir mikil reiði í samfélaginu yfir mismunun sem veður hér uppi. Við höfum horft upp á yfirstjórn Arion banka færa fámennum hópi, klíku viðskiptavina, hundruð milljóna á silfurfati. (…)Það er óþolandi að slík mismunun skuli ganga í okkar litla samfélagi. Það er algerlega óþolandi. Það er fnykur í loftinu. Það er svona bankaskítafýla í loftinu sem er algerlega óþolandi,“ sagði Ásmundur Friðriksson um málið á Alþingi í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Arion banki selur hlutabréf í fyrirtækjum á lægra verði til valinna fjárfesta áður en viðkomandi fyrirtæki eru skráð á markað. Í febrúar 2011 seldi Arion banki 34 prósenta hlut í matvöruverslanakeðjunni Högum til hóps fagfjárfesta og lífeyrissjóða með þá Árna Hauksson og Hallbjörn Karlsson í broddi fylkingar á 4,1 milljarð króna á genginu 10 krónur á hlut en þegar Hagar voru skráðir á markað var byrjunargengi bréfanna 13,5 krónur á hlut. Arion banki gerði þetta líka í tilviki fasteignafélagsins Reita. Valinn hópur fjárfesta fékk að kaupa hlut í fyrirtækinu á lægra gengi nokkrum mánuðum áður en félagið var skráð á markað. Fjórða dæmi er svo fasteignafélagið Eik. Við sameiningu Landfesta og Eikar seldi Arion banki hluti í Eik um það bil ári fyrir skráningu félagsins á lægra gengi. Spyrja má, af hverju ætti bankinn ekki að gera þetta? Fyrsta lagi er ekkert ólöglegt við þetta, í öðru lagi var bankinn í umræddum tilvikum að selja bréf sem hann átti sjálfur og í þriðja lagi þekkist það víða í viðskiptalífinu að vildarviðskiptavinir njóti betri kjara. Af hverju ætti bankinn ekki að rækta samband við góða viðskiptavini sína og bjóða þeim betri kjör en öðrum ef hann hefur sjálfur beina fjárhagslega hagsmuni af því? Gagnrýnin virðist helst ganga út á að þetta sé ósanngjarnt en kannski undirstrikar þetta í hnotskurn þann aðstöðumun sem er ríkjandi á fjármálamarkaði á milli efnaðra viðskiptavina bankanna og annarra. Alþingi Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. Mikil ónægja er með þá ákvörðun Arion banka að selja stóran hlut í Símanum, til forstjóra fyrirtækisins og fjárfestahóps sem hann setti saman og til valinna vildarviðskiptavina Arion banka, á lægra gengi nokkrum vikum fyrir skráningu félagsins. Salan á hlutabréfunum átti sér stað á sjö vikna tímabili í aðdraganda almenns útboðs á bréfum í Símanum á mun lægra gengi en í almennu útboði. Hluturinn sem fjárfestahópurinn og vildarviðskiptavinirnir keyptu ávaxtaðist um rúmar 720 milljónir króna á þeim vikum sem liðu frá viðskiptum fram að skráningu. Talsverð heift hefur verið í umræðunni um málið. „Það ríkir mikil reiði í samfélaginu yfir mismunun sem veður hér uppi. Við höfum horft upp á yfirstjórn Arion banka færa fámennum hópi, klíku viðskiptavina, hundruð milljóna á silfurfati. (…)Það er óþolandi að slík mismunun skuli ganga í okkar litla samfélagi. Það er algerlega óþolandi. Það er fnykur í loftinu. Það er svona bankaskítafýla í loftinu sem er algerlega óþolandi,“ sagði Ásmundur Friðriksson um málið á Alþingi í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Arion banki selur hlutabréf í fyrirtækjum á lægra verði til valinna fjárfesta áður en viðkomandi fyrirtæki eru skráð á markað. Í febrúar 2011 seldi Arion banki 34 prósenta hlut í matvöruverslanakeðjunni Högum til hóps fagfjárfesta og lífeyrissjóða með þá Árna Hauksson og Hallbjörn Karlsson í broddi fylkingar á 4,1 milljarð króna á genginu 10 krónur á hlut en þegar Hagar voru skráðir á markað var byrjunargengi bréfanna 13,5 krónur á hlut. Arion banki gerði þetta líka í tilviki fasteignafélagsins Reita. Valinn hópur fjárfesta fékk að kaupa hlut í fyrirtækinu á lægra gengi nokkrum mánuðum áður en félagið var skráð á markað. Fjórða dæmi er svo fasteignafélagið Eik. Við sameiningu Landfesta og Eikar seldi Arion banki hluti í Eik um það bil ári fyrir skráningu félagsins á lægra gengi. Spyrja má, af hverju ætti bankinn ekki að gera þetta? Fyrsta lagi er ekkert ólöglegt við þetta, í öðru lagi var bankinn í umræddum tilvikum að selja bréf sem hann átti sjálfur og í þriðja lagi þekkist það víða í viðskiptalífinu að vildarviðskiptavinir njóti betri kjara. Af hverju ætti bankinn ekki að rækta samband við góða viðskiptavini sína og bjóða þeim betri kjör en öðrum ef hann hefur sjálfur beina fjárhagslega hagsmuni af því? Gagnrýnin virðist helst ganga út á að þetta sé ósanngjarnt en kannski undirstrikar þetta í hnotskurn þann aðstöðumun sem er ríkjandi á fjármálamarkaði á milli efnaðra viðskiptavina bankanna og annarra.
Alþingi Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira