Um skipun dómara Pétur Dam Leifsson skrifar 1. október 2015 07:00 Umsögn dómnefndar um skipun dómara frá 22. september sl., hefur vakið upp umræður í samfélaginu fyrir ýmissa hluta sakir og þann 25. september birtist síðan viðtal á RÚV við innanríkisráðherra af því tilefni. Í viðtalinu við ráðherra kom fram að hún væri hissa á niðurstöðu dómnefndar auk þess sem hún virtist hafa áhyggjur af rýrum hlut kvenna bæði í dómnefndinni og í Hæstarétti og um þetta get ég fullkomlega samsinnt ráðherranum. Hins vegar þykja mér kvíðvænleg ummæli ráðherra í þá veru að öðru hvoru hafi „komið upp spurningar hvort það sé ástæða til að skoða þetta ferli upp á nýtt. Hvort það sé sjónarmið uppi um að ráðherra hafi úr einhverju að spila þegar verið er að velja.“ Verða ummælin naumast skilin öðruvísi en svo að ráðherrann sé að gæla við þá hugmynd að ráðherra fái á ný aukið hlutverk við val á dómurum. Slíkt afturhvarf væri þó alls engin lausn heldur aðeins afturför frá núverandi fyrirkomulagi sem sett var á að gefnu tilefni árið 2010 um að fjölskipuð, fagleg og óháð dómnefnd veldi almennt dómara eftir faglegt umsóknarferli. Með því er þó ekki sagt að gildandi fyrirkomulag sé fullkomið eða megi ekki að sæta málefnalegri gagnrýni.Ráðherraræði við val á dómurum fullreynt Sú lagabreyting sem gerð var árið 2010 í þá veru að dómnefndin gæti bundið hendur ráðherra við val á dómurum var afar mikilvæg og nauðsynleg. Ráðherrar skipta vissulega afar miklu í okkar stjórnskipun og þjóðfélagi almennt þar sem þeir annast um stefnumótun og taka pólitískar ákvarðanir. Í réttarríki á val á dómurum, eins og viðurkennt var með lögunum frá 2010, hins vegar ekki að vera ákvörðun sem byggð er á pólitískum forsendum, heldur faglegum, og á skipun dómnefndarinnar sem og vald hennar í þessum efnum nú að endurspegla einmitt þetta. Hér áður fyrr höfðu ráðherrar hins vegar þetta vald með höndum og eins og menn muna vísast ríkti of oft lítil sátt í samfélaginu um meðferð þeirra á því valdi eftir umdeildar skipanir þar sem fagleg álit dómnefnda voru sniðgengin. En þrátt fyrir þetta ber þó enn á sjónarmiðum í þá veru að ráðherrar séu best til þess fallnir að velja dómara þrátt fyrir að ljóst megi vera að engin haldbær málefnaleg rök standi til þess. Margnefnd sjónarmið um pólitíska ábyrgð ráðherra í þessu samhengi eru í raun þýðingarlaus og skapa takmarkað aðhald eins og söguleg dæmi því miður sýndu og sjónarmiðum um að ráðherra þurfi þó a.m.k. að hafa „úr einhverju að spila“ er nú einmitt ágætlega þjónað í gildandi lögum þar sem ráðherra getur við sérstakar aðstæður vísað umdeildu vali dómnefndar til Alþingis og tilnefnt annan umsækjanda þar sem málið fær þá umfjöllun.Lausnin er fjölskipaðri, faglegri og óháðari dómnefnd Ekki verður því þó haldið hér fram að núverandi fyrirkomulag sé yfir gagnrýni hafið og skal hér aðeins getið um fáein atriði. Í fyrsta lagi er vert að huga að samsetningu dómnefndarinnar og m.a. í þá veru að tryggt verði að eðlilegt hlutfall nefndarmanna af báðum kynjum sitji jafnan í dómnefnd sem er sjálfsagt og eðlilegt. Þá er ókostur að enginn fulltrúi fræðasamfélagsins sé nú í dómnefndinni sem kann að leiða til þess að umsækjendur með slíkan bakgrunn standi höllum fæti miðað við aðra hópa umsækjenda, t.d. þar sem þekkingu skortir við mat á umsóknum þeirra og mögulega einnig á þýðingu þekkingar á alþjóðalögum við dómstörf. Í öðru lagi ætti að áskilja að dómnefndin tilnefni jafnan dómaraefnið úr hópi hæfustu umsækjenda, en því miður hefur borið á því í seinni tíð að nefndin rísi ekki undir því hlutverki og telji ráðherra betur til þess fallinn að velja á milli hæfustu umsækjendanna. Sú nálgun felur þó aðeins í sér að fela slíka faglega ákvörðun stjórnmálamanni sem hefur minni faglega burði til þess en dómnefndin auk þess sem pólitískar forsendur kunna þá að blandast inn í val á dómara sem naumast getur talist æskilegt. Skiptir nú miklu máli að ræða opinskátt og faglega um þessi mál en forðast ber að leita lausna í draugum fortíðar. Horfum fremur fram á við með það hvernig gera má núverandi fyrirkomulag betra með enn fjölskipaðri, faglegri og óháðari dómnefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Umsögn dómnefndar um skipun dómara frá 22. september sl., hefur vakið upp umræður í samfélaginu fyrir ýmissa hluta sakir og þann 25. september birtist síðan viðtal á RÚV við innanríkisráðherra af því tilefni. Í viðtalinu við ráðherra kom fram að hún væri hissa á niðurstöðu dómnefndar auk þess sem hún virtist hafa áhyggjur af rýrum hlut kvenna bæði í dómnefndinni og í Hæstarétti og um þetta get ég fullkomlega samsinnt ráðherranum. Hins vegar þykja mér kvíðvænleg ummæli ráðherra í þá veru að öðru hvoru hafi „komið upp spurningar hvort það sé ástæða til að skoða þetta ferli upp á nýtt. Hvort það sé sjónarmið uppi um að ráðherra hafi úr einhverju að spila þegar verið er að velja.“ Verða ummælin naumast skilin öðruvísi en svo að ráðherrann sé að gæla við þá hugmynd að ráðherra fái á ný aukið hlutverk við val á dómurum. Slíkt afturhvarf væri þó alls engin lausn heldur aðeins afturför frá núverandi fyrirkomulagi sem sett var á að gefnu tilefni árið 2010 um að fjölskipuð, fagleg og óháð dómnefnd veldi almennt dómara eftir faglegt umsóknarferli. Með því er þó ekki sagt að gildandi fyrirkomulag sé fullkomið eða megi ekki að sæta málefnalegri gagnrýni.Ráðherraræði við val á dómurum fullreynt Sú lagabreyting sem gerð var árið 2010 í þá veru að dómnefndin gæti bundið hendur ráðherra við val á dómurum var afar mikilvæg og nauðsynleg. Ráðherrar skipta vissulega afar miklu í okkar stjórnskipun og þjóðfélagi almennt þar sem þeir annast um stefnumótun og taka pólitískar ákvarðanir. Í réttarríki á val á dómurum, eins og viðurkennt var með lögunum frá 2010, hins vegar ekki að vera ákvörðun sem byggð er á pólitískum forsendum, heldur faglegum, og á skipun dómnefndarinnar sem og vald hennar í þessum efnum nú að endurspegla einmitt þetta. Hér áður fyrr höfðu ráðherrar hins vegar þetta vald með höndum og eins og menn muna vísast ríkti of oft lítil sátt í samfélaginu um meðferð þeirra á því valdi eftir umdeildar skipanir þar sem fagleg álit dómnefnda voru sniðgengin. En þrátt fyrir þetta ber þó enn á sjónarmiðum í þá veru að ráðherrar séu best til þess fallnir að velja dómara þrátt fyrir að ljóst megi vera að engin haldbær málefnaleg rök standi til þess. Margnefnd sjónarmið um pólitíska ábyrgð ráðherra í þessu samhengi eru í raun þýðingarlaus og skapa takmarkað aðhald eins og söguleg dæmi því miður sýndu og sjónarmiðum um að ráðherra þurfi þó a.m.k. að hafa „úr einhverju að spila“ er nú einmitt ágætlega þjónað í gildandi lögum þar sem ráðherra getur við sérstakar aðstæður vísað umdeildu vali dómnefndar til Alþingis og tilnefnt annan umsækjanda þar sem málið fær þá umfjöllun.Lausnin er fjölskipaðri, faglegri og óháðari dómnefnd Ekki verður því þó haldið hér fram að núverandi fyrirkomulag sé yfir gagnrýni hafið og skal hér aðeins getið um fáein atriði. Í fyrsta lagi er vert að huga að samsetningu dómnefndarinnar og m.a. í þá veru að tryggt verði að eðlilegt hlutfall nefndarmanna af báðum kynjum sitji jafnan í dómnefnd sem er sjálfsagt og eðlilegt. Þá er ókostur að enginn fulltrúi fræðasamfélagsins sé nú í dómnefndinni sem kann að leiða til þess að umsækjendur með slíkan bakgrunn standi höllum fæti miðað við aðra hópa umsækjenda, t.d. þar sem þekkingu skortir við mat á umsóknum þeirra og mögulega einnig á þýðingu þekkingar á alþjóðalögum við dómstörf. Í öðru lagi ætti að áskilja að dómnefndin tilnefni jafnan dómaraefnið úr hópi hæfustu umsækjenda, en því miður hefur borið á því í seinni tíð að nefndin rísi ekki undir því hlutverki og telji ráðherra betur til þess fallinn að velja á milli hæfustu umsækjendanna. Sú nálgun felur þó aðeins í sér að fela slíka faglega ákvörðun stjórnmálamanni sem hefur minni faglega burði til þess en dómnefndin auk þess sem pólitískar forsendur kunna þá að blandast inn í val á dómara sem naumast getur talist æskilegt. Skiptir nú miklu máli að ræða opinskátt og faglega um þessi mál en forðast ber að leita lausna í draugum fortíðar. Horfum fremur fram á við með það hvernig gera má núverandi fyrirkomulag betra með enn fjölskipaðri, faglegri og óháðari dómnefnd.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun