Um skipun dómara Pétur Dam Leifsson skrifar 1. október 2015 07:00 Umsögn dómnefndar um skipun dómara frá 22. september sl., hefur vakið upp umræður í samfélaginu fyrir ýmissa hluta sakir og þann 25. september birtist síðan viðtal á RÚV við innanríkisráðherra af því tilefni. Í viðtalinu við ráðherra kom fram að hún væri hissa á niðurstöðu dómnefndar auk þess sem hún virtist hafa áhyggjur af rýrum hlut kvenna bæði í dómnefndinni og í Hæstarétti og um þetta get ég fullkomlega samsinnt ráðherranum. Hins vegar þykja mér kvíðvænleg ummæli ráðherra í þá veru að öðru hvoru hafi „komið upp spurningar hvort það sé ástæða til að skoða þetta ferli upp á nýtt. Hvort það sé sjónarmið uppi um að ráðherra hafi úr einhverju að spila þegar verið er að velja.“ Verða ummælin naumast skilin öðruvísi en svo að ráðherrann sé að gæla við þá hugmynd að ráðherra fái á ný aukið hlutverk við val á dómurum. Slíkt afturhvarf væri þó alls engin lausn heldur aðeins afturför frá núverandi fyrirkomulagi sem sett var á að gefnu tilefni árið 2010 um að fjölskipuð, fagleg og óháð dómnefnd veldi almennt dómara eftir faglegt umsóknarferli. Með því er þó ekki sagt að gildandi fyrirkomulag sé fullkomið eða megi ekki að sæta málefnalegri gagnrýni.Ráðherraræði við val á dómurum fullreynt Sú lagabreyting sem gerð var árið 2010 í þá veru að dómnefndin gæti bundið hendur ráðherra við val á dómurum var afar mikilvæg og nauðsynleg. Ráðherrar skipta vissulega afar miklu í okkar stjórnskipun og þjóðfélagi almennt þar sem þeir annast um stefnumótun og taka pólitískar ákvarðanir. Í réttarríki á val á dómurum, eins og viðurkennt var með lögunum frá 2010, hins vegar ekki að vera ákvörðun sem byggð er á pólitískum forsendum, heldur faglegum, og á skipun dómnefndarinnar sem og vald hennar í þessum efnum nú að endurspegla einmitt þetta. Hér áður fyrr höfðu ráðherrar hins vegar þetta vald með höndum og eins og menn muna vísast ríkti of oft lítil sátt í samfélaginu um meðferð þeirra á því valdi eftir umdeildar skipanir þar sem fagleg álit dómnefnda voru sniðgengin. En þrátt fyrir þetta ber þó enn á sjónarmiðum í þá veru að ráðherrar séu best til þess fallnir að velja dómara þrátt fyrir að ljóst megi vera að engin haldbær málefnaleg rök standi til þess. Margnefnd sjónarmið um pólitíska ábyrgð ráðherra í þessu samhengi eru í raun þýðingarlaus og skapa takmarkað aðhald eins og söguleg dæmi því miður sýndu og sjónarmiðum um að ráðherra þurfi þó a.m.k. að hafa „úr einhverju að spila“ er nú einmitt ágætlega þjónað í gildandi lögum þar sem ráðherra getur við sérstakar aðstæður vísað umdeildu vali dómnefndar til Alþingis og tilnefnt annan umsækjanda þar sem málið fær þá umfjöllun.Lausnin er fjölskipaðri, faglegri og óháðari dómnefnd Ekki verður því þó haldið hér fram að núverandi fyrirkomulag sé yfir gagnrýni hafið og skal hér aðeins getið um fáein atriði. Í fyrsta lagi er vert að huga að samsetningu dómnefndarinnar og m.a. í þá veru að tryggt verði að eðlilegt hlutfall nefndarmanna af báðum kynjum sitji jafnan í dómnefnd sem er sjálfsagt og eðlilegt. Þá er ókostur að enginn fulltrúi fræðasamfélagsins sé nú í dómnefndinni sem kann að leiða til þess að umsækjendur með slíkan bakgrunn standi höllum fæti miðað við aðra hópa umsækjenda, t.d. þar sem þekkingu skortir við mat á umsóknum þeirra og mögulega einnig á þýðingu þekkingar á alþjóðalögum við dómstörf. Í öðru lagi ætti að áskilja að dómnefndin tilnefni jafnan dómaraefnið úr hópi hæfustu umsækjenda, en því miður hefur borið á því í seinni tíð að nefndin rísi ekki undir því hlutverki og telji ráðherra betur til þess fallinn að velja á milli hæfustu umsækjendanna. Sú nálgun felur þó aðeins í sér að fela slíka faglega ákvörðun stjórnmálamanni sem hefur minni faglega burði til þess en dómnefndin auk þess sem pólitískar forsendur kunna þá að blandast inn í val á dómara sem naumast getur talist æskilegt. Skiptir nú miklu máli að ræða opinskátt og faglega um þessi mál en forðast ber að leita lausna í draugum fortíðar. Horfum fremur fram á við með það hvernig gera má núverandi fyrirkomulag betra með enn fjölskipaðri, faglegri og óháðari dómnefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Umsögn dómnefndar um skipun dómara frá 22. september sl., hefur vakið upp umræður í samfélaginu fyrir ýmissa hluta sakir og þann 25. september birtist síðan viðtal á RÚV við innanríkisráðherra af því tilefni. Í viðtalinu við ráðherra kom fram að hún væri hissa á niðurstöðu dómnefndar auk þess sem hún virtist hafa áhyggjur af rýrum hlut kvenna bæði í dómnefndinni og í Hæstarétti og um þetta get ég fullkomlega samsinnt ráðherranum. Hins vegar þykja mér kvíðvænleg ummæli ráðherra í þá veru að öðru hvoru hafi „komið upp spurningar hvort það sé ástæða til að skoða þetta ferli upp á nýtt. Hvort það sé sjónarmið uppi um að ráðherra hafi úr einhverju að spila þegar verið er að velja.“ Verða ummælin naumast skilin öðruvísi en svo að ráðherrann sé að gæla við þá hugmynd að ráðherra fái á ný aukið hlutverk við val á dómurum. Slíkt afturhvarf væri þó alls engin lausn heldur aðeins afturför frá núverandi fyrirkomulagi sem sett var á að gefnu tilefni árið 2010 um að fjölskipuð, fagleg og óháð dómnefnd veldi almennt dómara eftir faglegt umsóknarferli. Með því er þó ekki sagt að gildandi fyrirkomulag sé fullkomið eða megi ekki að sæta málefnalegri gagnrýni.Ráðherraræði við val á dómurum fullreynt Sú lagabreyting sem gerð var árið 2010 í þá veru að dómnefndin gæti bundið hendur ráðherra við val á dómurum var afar mikilvæg og nauðsynleg. Ráðherrar skipta vissulega afar miklu í okkar stjórnskipun og þjóðfélagi almennt þar sem þeir annast um stefnumótun og taka pólitískar ákvarðanir. Í réttarríki á val á dómurum, eins og viðurkennt var með lögunum frá 2010, hins vegar ekki að vera ákvörðun sem byggð er á pólitískum forsendum, heldur faglegum, og á skipun dómnefndarinnar sem og vald hennar í þessum efnum nú að endurspegla einmitt þetta. Hér áður fyrr höfðu ráðherrar hins vegar þetta vald með höndum og eins og menn muna vísast ríkti of oft lítil sátt í samfélaginu um meðferð þeirra á því valdi eftir umdeildar skipanir þar sem fagleg álit dómnefnda voru sniðgengin. En þrátt fyrir þetta ber þó enn á sjónarmiðum í þá veru að ráðherrar séu best til þess fallnir að velja dómara þrátt fyrir að ljóst megi vera að engin haldbær málefnaleg rök standi til þess. Margnefnd sjónarmið um pólitíska ábyrgð ráðherra í þessu samhengi eru í raun þýðingarlaus og skapa takmarkað aðhald eins og söguleg dæmi því miður sýndu og sjónarmiðum um að ráðherra þurfi þó a.m.k. að hafa „úr einhverju að spila“ er nú einmitt ágætlega þjónað í gildandi lögum þar sem ráðherra getur við sérstakar aðstæður vísað umdeildu vali dómnefndar til Alþingis og tilnefnt annan umsækjanda þar sem málið fær þá umfjöllun.Lausnin er fjölskipaðri, faglegri og óháðari dómnefnd Ekki verður því þó haldið hér fram að núverandi fyrirkomulag sé yfir gagnrýni hafið og skal hér aðeins getið um fáein atriði. Í fyrsta lagi er vert að huga að samsetningu dómnefndarinnar og m.a. í þá veru að tryggt verði að eðlilegt hlutfall nefndarmanna af báðum kynjum sitji jafnan í dómnefnd sem er sjálfsagt og eðlilegt. Þá er ókostur að enginn fulltrúi fræðasamfélagsins sé nú í dómnefndinni sem kann að leiða til þess að umsækjendur með slíkan bakgrunn standi höllum fæti miðað við aðra hópa umsækjenda, t.d. þar sem þekkingu skortir við mat á umsóknum þeirra og mögulega einnig á þýðingu þekkingar á alþjóðalögum við dómstörf. Í öðru lagi ætti að áskilja að dómnefndin tilnefni jafnan dómaraefnið úr hópi hæfustu umsækjenda, en því miður hefur borið á því í seinni tíð að nefndin rísi ekki undir því hlutverki og telji ráðherra betur til þess fallinn að velja á milli hæfustu umsækjendanna. Sú nálgun felur þó aðeins í sér að fela slíka faglega ákvörðun stjórnmálamanni sem hefur minni faglega burði til þess en dómnefndin auk þess sem pólitískar forsendur kunna þá að blandast inn í val á dómara sem naumast getur talist æskilegt. Skiptir nú miklu máli að ræða opinskátt og faglega um þessi mál en forðast ber að leita lausna í draugum fortíðar. Horfum fremur fram á við með það hvernig gera má núverandi fyrirkomulag betra með enn fjölskipaðri, faglegri og óháðari dómnefnd.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar