Kröfuhafar samþykkja að greiða ríkinu 330 milljarða 1. október 2015 00:00 Málin voru rædd í fundarhléi á kröfuhafafundi Kaupþings í gær. fréttablaðið/pjetur Kröfuhafar Kaupþings og Glitnis hafa samþykkt að greiða stöðugleikaframlag til ríkissjóðs sem áætlað er að muni að lágmarki nema 330 milljörðum króna. Á kröfuhafafundi Kaupþings í gær var greiðsla stöðugleikaframlags samþykkt með 99,9 prósentum greiddra atkvæða. Slitastjórnin áætlar að greiðslan nemi um 120 milljörðum króna, sem samsvarar 14,2 prósentum af eignum Kaupþings. Hve há upphæðin verður að lokum mun þó m.a. velta á því hve mikið fæst fyrir sölu Arion banka sem slitabú Kaupþings á 87 prósenta hlut í. Kröfuhafar Glitnis hafa þegar samþykkt að greiða stöðugleikaframlag sem búist er við að nemi á milli 210 og 260 milljörðum króna. Lægri talan miðast við að takist að selja Íslandsbanka fyrir erlendan gjaldeyri en sú hærri að greitt verði fyrir bankann með íslenskum krónum. Samtals er því ráðgert að stöðugleikframlag Glitnis og Kaupþings muni nemi á milli 330 og 380 milljörðum króna. Greiðsla stöðugleikaframlags veltur þó á því að undanþága frá gjaldeyrishöftum fáist og nauðasamningar verði samþykktir fyrir héraðsdómi fyrir áramót. Bæði Kaupþing og Glitnir hafa sótt um undanþágu frá gjaldeyrishöftum til Seðlabanka Íslands. Gangi það ekki eftir verður 39 prósenta stöðugleikaskattur lagður á slitabúin. Í tilfelli Glitnis eru 39 prósent af eignum 379 milljarðar króna en 327 milljarðar króna í tilfelli Kaupþings, samtals um 705 milljarðar króna. Slitabúin hafa þó tækifæri til að lækka greiðslu stöðugleikaskatts með ákveðnum fjárfestingum. Því munu slitabú Glitnis og Kaupþings að hámarki spara sér um 375 milljarða króna með greiðslu stöðugleikaframlags. Þá hafa kröfuhafar bæði Kaupþings og Glitnis samþykkt að leggja til hliðar jafnvirði um 10 milljarða króna í skaðleysissjóði vegna hugsanlegra lögsókna á hendur meðlimum slitastjórna vegna uppgjöra búanna. Á kröfuhafafundi Gamla Landsbankans (LBI), sem fer fram á morgun, verða greidd atkvæði um greiðslu stöðugleikaframlags. Þá verður einnig greitt atkvæði um að leggja til fé í skaðleysissjóð fyrir meðlimi slitastjórnarinnar til að standa straum af hugsanlegum lögsóknum á hendur henni. Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Kröfuhafar Kaupþings og Glitnis hafa samþykkt að greiða stöðugleikaframlag til ríkissjóðs sem áætlað er að muni að lágmarki nema 330 milljörðum króna. Á kröfuhafafundi Kaupþings í gær var greiðsla stöðugleikaframlags samþykkt með 99,9 prósentum greiddra atkvæða. Slitastjórnin áætlar að greiðslan nemi um 120 milljörðum króna, sem samsvarar 14,2 prósentum af eignum Kaupþings. Hve há upphæðin verður að lokum mun þó m.a. velta á því hve mikið fæst fyrir sölu Arion banka sem slitabú Kaupþings á 87 prósenta hlut í. Kröfuhafar Glitnis hafa þegar samþykkt að greiða stöðugleikaframlag sem búist er við að nemi á milli 210 og 260 milljörðum króna. Lægri talan miðast við að takist að selja Íslandsbanka fyrir erlendan gjaldeyri en sú hærri að greitt verði fyrir bankann með íslenskum krónum. Samtals er því ráðgert að stöðugleikframlag Glitnis og Kaupþings muni nemi á milli 330 og 380 milljörðum króna. Greiðsla stöðugleikaframlags veltur þó á því að undanþága frá gjaldeyrishöftum fáist og nauðasamningar verði samþykktir fyrir héraðsdómi fyrir áramót. Bæði Kaupþing og Glitnir hafa sótt um undanþágu frá gjaldeyrishöftum til Seðlabanka Íslands. Gangi það ekki eftir verður 39 prósenta stöðugleikaskattur lagður á slitabúin. Í tilfelli Glitnis eru 39 prósent af eignum 379 milljarðar króna en 327 milljarðar króna í tilfelli Kaupþings, samtals um 705 milljarðar króna. Slitabúin hafa þó tækifæri til að lækka greiðslu stöðugleikaskatts með ákveðnum fjárfestingum. Því munu slitabú Glitnis og Kaupþings að hámarki spara sér um 375 milljarða króna með greiðslu stöðugleikaframlags. Þá hafa kröfuhafar bæði Kaupþings og Glitnis samþykkt að leggja til hliðar jafnvirði um 10 milljarða króna í skaðleysissjóði vegna hugsanlegra lögsókna á hendur meðlimum slitastjórna vegna uppgjöra búanna. Á kröfuhafafundi Gamla Landsbankans (LBI), sem fer fram á morgun, verða greidd atkvæði um greiðslu stöðugleikaframlags. Þá verður einnig greitt atkvæði um að leggja til fé í skaðleysissjóð fyrir meðlimi slitastjórnarinnar til að standa straum af hugsanlegum lögsóknum á hendur henni.
Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira