Hagsæld „brauðmolast“ ekki niður Ragnar Þór Jónsson skrifar 1. október 2015 10:11 Grundvallaratriði sem á ávallt við í kapítalísku samfélagi er: Þegar vinnandi fólkið hefur meira á milli handanna þá hafa fyrirtækin fleiri viðskiptavini. Þessi staðhæfing gerir millistéttina að hinum sönnu atvinnu sköpurum. Á hinn bóginn segja talsmenn „brauðmolakenningarinnar“ að ef millistéttin fengi að blómstra þá myndi það ekki stuðla að hagvexti fyrir samfélagið. Atvinnurekendur eiga erfitt með að mæta kröfum starfsfólks um launahækkanir af þeirri einföldu ástæðu að þeir hafa ekki efni á því. Það má hins vegar færa rök fyrir því að þetta sé ekki rétt. Lágmarkslaun eru til að mynda mismunandi í bandarísku borgunum Seattle og Detroit. Samt gengur rekstur vel hjá skyndibitakeðjum sem borga lágmarkslaun í báðum borgunum. Fyrirtæki geta hæglega aðlagað sig gagnvart hærri launakostnaði, jafnvel þó þau segjast ekki geta það. Hagkerfið okkar getur aðeins verið öruggt og skilvirkt ef það eru reglur til staðar. Ef hegðun valdamikils viðskiptafólks er ekki skoðuð vel og gagnrýnd getur hún haft mjög neikvæð efnahagsleg áhrif til langs tíma á samfélagið í heild sinni. Þegar fyrirtæki borga starfskraftinum sínum lágmarkslaun eru þau að senda þeim mjög einföld skilaboð: „Ég væri til í að borga þér minna...en þá færi ég í fangelsi“. Heimurinn er að verða ójafnari, bæði í tekjum og einnig í tækifærum. Hættan er sú að efnahagslegur ójöfnuður muni leiða til pólitísks ójafnræðis sem muni leiða af sér efnahagslegt misrétti. Þetta getur leitt til þess að þeim launalægstu fjölgi og fátækt aukist. Ef millistéttin skreppur saman á þennan hátt myndast mikil hætta fyrir efnahagslífið: Þeir efnaminni eru þá lélegri viðskiptavinir auk þess að vera blóðlausir skattgreiðendur. Fyrirkomulagið, sem því miður er ráðandi á Íslandi, felur í sér að stjórnendur stórútgerðarfélaga hljóta himinháar arðgreiðslur. Samtímis því hljóta starfsmenn sem vinna mikilvægu handtökin einungis brot af þessum greiðslum. Maður spyr sig af hverju samfélagið þurfi að vera þannig að laun vinnandi fólks sem menntar börnin okkar, læknar okkur, byggir heimilin okkar eða hættir lífi sínu til að vernda okkur, endurspegli engan veginn þau sönnu gildi eða efnahagslega nauðsyn þessara starfa. Það endurspeglar einfaldlega muninn á valdafólki með sterkari samningsstöðu, samanborið við almennt launafólk sem hefur einungis stéttarfélögin. Sjálfur starfa ég sem framkvæmdastjóri hjá fasteignafyrirtæki og hef því upplifað þau hlunnindi sem það felur í sér. Hins vegar tel ég að mitt starf sé ekki á nokkurn hátt verðmætara fyrir samfélagið en starf ljósmæðra sem hafa virkilega þurft að hafa fyrir því að hljóta betri kjör. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur í rannsóknum sínum bent á að efnahagsleg- og borgaraleg hagsæld „brauðmolast ekki niður.“ Þegar vinnandi fólk þénar nóg í dagvinnunni sinni þá er það miklu líklegra til að stuðla að borgaralegri hagsæld. Foreldrar sem þurfa einungis að stunda dagvinnu til að eiga í sig og á, eru mun líklegri til að hjálpa börnum sínum og stuðla þannig að bjartri framtíð þeirra. Borgaraleg- og efnahagsleg hagsæld, og fátækt eru í raun eins og vírusar... smitar okkur öll hvort sem það til góðs eða ills. Hagkerfi sem stuðla að jöfnum tækifærum standa sig alltaf betur en þau hagkerfi sem stuðla að því að yfirstéttin hafi yfirhöndina og ráði skyldmenni sín í allar bestu stöðurnar. Þess vegna virka fjárfestingar fyrir millistéttina, á meðan skattaafsláttur fyrir þá ríku skilar ekki sama árangri. Í gegnum söguna hefur yfirstéttin fært rök fyrir því að staða hennar í samfélaginu sé réttlát þar sem hún sé öllum til góðs. Því ríkari sem þeir ríku verða, því betur muni samfélagið dafna. Þetta þýðir þá einnig að því fátækari sem þeir fátæku verði muni samfélagið einnig dafna. Það að almenningur trúi þessari kenningu er ein megin forsenda þess að kapítalískt samfélag geti virkað. Í ljósi þess mættu efnahagsstofnanir landsins líta í eigin barm og endurskoða það hvernig þær úthluta skattaafsláttum og hvernig það sé að leggja grunn að hag millistéttarinnar. Höfundur er yngsti framkvæmdastjóri framúrskarandi fyrirtækis, samkvæmt Creditinfo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Grundvallaratriði sem á ávallt við í kapítalísku samfélagi er: Þegar vinnandi fólkið hefur meira á milli handanna þá hafa fyrirtækin fleiri viðskiptavini. Þessi staðhæfing gerir millistéttina að hinum sönnu atvinnu sköpurum. Á hinn bóginn segja talsmenn „brauðmolakenningarinnar“ að ef millistéttin fengi að blómstra þá myndi það ekki stuðla að hagvexti fyrir samfélagið. Atvinnurekendur eiga erfitt með að mæta kröfum starfsfólks um launahækkanir af þeirri einföldu ástæðu að þeir hafa ekki efni á því. Það má hins vegar færa rök fyrir því að þetta sé ekki rétt. Lágmarkslaun eru til að mynda mismunandi í bandarísku borgunum Seattle og Detroit. Samt gengur rekstur vel hjá skyndibitakeðjum sem borga lágmarkslaun í báðum borgunum. Fyrirtæki geta hæglega aðlagað sig gagnvart hærri launakostnaði, jafnvel þó þau segjast ekki geta það. Hagkerfið okkar getur aðeins verið öruggt og skilvirkt ef það eru reglur til staðar. Ef hegðun valdamikils viðskiptafólks er ekki skoðuð vel og gagnrýnd getur hún haft mjög neikvæð efnahagsleg áhrif til langs tíma á samfélagið í heild sinni. Þegar fyrirtæki borga starfskraftinum sínum lágmarkslaun eru þau að senda þeim mjög einföld skilaboð: „Ég væri til í að borga þér minna...en þá færi ég í fangelsi“. Heimurinn er að verða ójafnari, bæði í tekjum og einnig í tækifærum. Hættan er sú að efnahagslegur ójöfnuður muni leiða til pólitísks ójafnræðis sem muni leiða af sér efnahagslegt misrétti. Þetta getur leitt til þess að þeim launalægstu fjölgi og fátækt aukist. Ef millistéttin skreppur saman á þennan hátt myndast mikil hætta fyrir efnahagslífið: Þeir efnaminni eru þá lélegri viðskiptavinir auk þess að vera blóðlausir skattgreiðendur. Fyrirkomulagið, sem því miður er ráðandi á Íslandi, felur í sér að stjórnendur stórútgerðarfélaga hljóta himinháar arðgreiðslur. Samtímis því hljóta starfsmenn sem vinna mikilvægu handtökin einungis brot af þessum greiðslum. Maður spyr sig af hverju samfélagið þurfi að vera þannig að laun vinnandi fólks sem menntar börnin okkar, læknar okkur, byggir heimilin okkar eða hættir lífi sínu til að vernda okkur, endurspegli engan veginn þau sönnu gildi eða efnahagslega nauðsyn þessara starfa. Það endurspeglar einfaldlega muninn á valdafólki með sterkari samningsstöðu, samanborið við almennt launafólk sem hefur einungis stéttarfélögin. Sjálfur starfa ég sem framkvæmdastjóri hjá fasteignafyrirtæki og hef því upplifað þau hlunnindi sem það felur í sér. Hins vegar tel ég að mitt starf sé ekki á nokkurn hátt verðmætara fyrir samfélagið en starf ljósmæðra sem hafa virkilega þurft að hafa fyrir því að hljóta betri kjör. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur í rannsóknum sínum bent á að efnahagsleg- og borgaraleg hagsæld „brauðmolast ekki niður.“ Þegar vinnandi fólk þénar nóg í dagvinnunni sinni þá er það miklu líklegra til að stuðla að borgaralegri hagsæld. Foreldrar sem þurfa einungis að stunda dagvinnu til að eiga í sig og á, eru mun líklegri til að hjálpa börnum sínum og stuðla þannig að bjartri framtíð þeirra. Borgaraleg- og efnahagsleg hagsæld, og fátækt eru í raun eins og vírusar... smitar okkur öll hvort sem það til góðs eða ills. Hagkerfi sem stuðla að jöfnum tækifærum standa sig alltaf betur en þau hagkerfi sem stuðla að því að yfirstéttin hafi yfirhöndina og ráði skyldmenni sín í allar bestu stöðurnar. Þess vegna virka fjárfestingar fyrir millistéttina, á meðan skattaafsláttur fyrir þá ríku skilar ekki sama árangri. Í gegnum söguna hefur yfirstéttin fært rök fyrir því að staða hennar í samfélaginu sé réttlát þar sem hún sé öllum til góðs. Því ríkari sem þeir ríku verða, því betur muni samfélagið dafna. Þetta þýðir þá einnig að því fátækari sem þeir fátæku verði muni samfélagið einnig dafna. Það að almenningur trúi þessari kenningu er ein megin forsenda þess að kapítalískt samfélag geti virkað. Í ljósi þess mættu efnahagsstofnanir landsins líta í eigin barm og endurskoða það hvernig þær úthluta skattaafsláttum og hvernig það sé að leggja grunn að hag millistéttarinnar. Höfundur er yngsti framkvæmdastjóri framúrskarandi fyrirtækis, samkvæmt Creditinfo.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar