Offramleiðsla, förgun og niðurgreiddur útflutningur lambakjöts Þröstur Ólafsson skrifar 2. október 2015 07:00 Einhvern tíma í sumar birti Ríkisútvarpið frétt sem studdist við viðtal við talsmann sauðfjárbænda,þess eðlis að brýn þörf væri á að hækka skilaverð á dilkakjöti til bænda. Ef minni mitt svíkur mig ekki þá var minnst á 12% sem fyrsta árs hækkun, síðan næsta ár o.s.frv. Mér þóttu þetta ekki óvæntar fréttir, því með offramleiðslustefnunni er öll viðmiðun við eftirspurn gerð óvirk. Í grein (Fréttabl. 18. júní sl.) benti ég á að framleiðsla umfram innanlandsneyslu væri um helmingur allrar lambakjötsframleiðslunnar, hinn helmingurinn ýmist fluttur út með ærnum „niðurgreiðslum“, birgðastaðan aukin eða kjötinu einfaldlega fleygt. Á hverju ári er hundruðum tonna af kindakjöti fargað. Það fer á haugana. Það þarf engan snilling til að sjá að slíkt framleiðslukerfi getur aldrei skilað viðunandi verði til bænda. Það vakti einnig athygli mína við þessa frétt að talsmaður sauðfjárbænda vakti upp gamla drauga úr íslenskri verðlagsumræðu, hina skelfilegu milliliði. Lúðvík heitinn Jósefsson útskýrði flest tilbrigði verðbólgunnar með óseðjandi ásókn milliliða í meiri gróða. Talsmaður sauðfjárbænda útskýrði lágt skilaverð til bænda einnig með hárri álagningu milliliðanna, einkum stórmarkaðanna. Hann kenndi sem sagt Finni Árnasyni um lélega afkomu sauðfjárbænda. Hann þekkti greinilega ekki lögmál framboðs og eftirspurnar og áhrif þess á vöruverð. Þó er aðeins ein leið til að raunverulegt markaðsverð lambakjöts hækki. Hún er sú að takmarka framleiðsluna verulega. Setja þarf lambakjötsframleiðsluna í kvóta sem tekur mið af innanlandsneyslu. Ekki efa ég það að Finnur reyni að hámarka hagnað fyrirtækis síns. Hann verður þó að gæta viss hófs í álagningu því hann er ekki einn á markaði.Milliliðakenningin endurvakin Í refsiverðri einfeldni minni hef ég lengi vel viljað trúa því, að framleiðslukerfi búvöruframleiðslunnar væri hannað með hag bænda í huga. Ég var alinn upp við þá hugsun. Offramleiðsla gagnast þó síst bændum. Eins og dæmin sanna er hún mikil ólyfjan í afkomu þeirra. Þeir verða að þiggja það sem að þeim er rétt. Geta sér enga vörn veitt með framleiðslustýringu. Offramleiðslan gæti þó komið sér vel fyrir neytendur, því þeir fá kjötið á tiltölulega lágu verði. Þeir borga það þó allt til baka með ofurniðurgreiðslum innanlands og beingreiðslum sem notaðar eru m.a. til að framleiða kjöt ofan í efnaða útlendinga. Hagnast milliliðirnir hans Finns á offramleiðslunni? Kemur það sér vel fyrir verslunina að selja vöru sem framleidd er langt umfram eftirspurn? Í venjulegu markaðskerfi setur offramleiðsla verslunina í sterkari stöðu gagnvart framleiðendum. Í ríkisvernduðu verðlagskerfi er það ekki svo.Er offramleiðslan fyrir afurðastöðvarnar ? Það verður því að leita lengra til að finna þann sem stýrir því og lifir af því að viðhalda offramleiðslu á lambakjöti. Pólitíkin með sitt yfirgangssama og rangláta kosningakerfi er hér ekki ein að verki en hún er handlangari afurðastöðva landbúnaðarins. Það eru þær sem hagnast fyrst og fremst á offramleiðslunni, þó þær séu sennilega ekkert sérlega öfundsverðar af afkomu sinni. Hitt er ljóst að nokkuð stór hluti tekna þeirra kemur frá geymslu á óseljanlegu lambakjöti og meðhöndlun og sölu kjöts til útlanda. Án þessara liða yrði rekstur afurðastöðvanna eflaust mun erfiðaðri. Þá má geta þess að fyrir utan beingreiðsluféð sem greiðir niður kjötið til útlendinganna þá er ullin stórlega niðurgreidd. Sauðfjárbúskapur er ekki arðvænleg atvinnugrein. Til að svo geti orðið þarf að draga verulega úr framleiðslu lambakjöts og verðleggja það hátt á markaðslegum forsendum. Lambakjötið er löngu hætt að vera aðalfæða landsmanna. Villilambakjöt er miklu nær því að vera sælkerafæði en til framfærslu fátækra. Styrkir til bænda geta verið með allt öðrum og umhverfisvænni hætti. Með aukinni heimavinnslu geta bændur aukið ábata sinn. Það væri vissulega meira gaman að versla hjá Finni ef hann seldi okkur sperðla frá Þverá eða hangikjöt frá Haga. En umfram allt þarf að draga úr framleiðslunni. Það hagnast enginn á því að framleiða, vinna eða selja offramleidda, niðurgreidda vöru. Sovésku leiðtogarnir þekktu heldur ekki lögmál framboðs og eftirspurnar, enda hrundi ríki þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Einhvern tíma í sumar birti Ríkisútvarpið frétt sem studdist við viðtal við talsmann sauðfjárbænda,þess eðlis að brýn þörf væri á að hækka skilaverð á dilkakjöti til bænda. Ef minni mitt svíkur mig ekki þá var minnst á 12% sem fyrsta árs hækkun, síðan næsta ár o.s.frv. Mér þóttu þetta ekki óvæntar fréttir, því með offramleiðslustefnunni er öll viðmiðun við eftirspurn gerð óvirk. Í grein (Fréttabl. 18. júní sl.) benti ég á að framleiðsla umfram innanlandsneyslu væri um helmingur allrar lambakjötsframleiðslunnar, hinn helmingurinn ýmist fluttur út með ærnum „niðurgreiðslum“, birgðastaðan aukin eða kjötinu einfaldlega fleygt. Á hverju ári er hundruðum tonna af kindakjöti fargað. Það fer á haugana. Það þarf engan snilling til að sjá að slíkt framleiðslukerfi getur aldrei skilað viðunandi verði til bænda. Það vakti einnig athygli mína við þessa frétt að talsmaður sauðfjárbænda vakti upp gamla drauga úr íslenskri verðlagsumræðu, hina skelfilegu milliliði. Lúðvík heitinn Jósefsson útskýrði flest tilbrigði verðbólgunnar með óseðjandi ásókn milliliða í meiri gróða. Talsmaður sauðfjárbænda útskýrði lágt skilaverð til bænda einnig með hárri álagningu milliliðanna, einkum stórmarkaðanna. Hann kenndi sem sagt Finni Árnasyni um lélega afkomu sauðfjárbænda. Hann þekkti greinilega ekki lögmál framboðs og eftirspurnar og áhrif þess á vöruverð. Þó er aðeins ein leið til að raunverulegt markaðsverð lambakjöts hækki. Hún er sú að takmarka framleiðsluna verulega. Setja þarf lambakjötsframleiðsluna í kvóta sem tekur mið af innanlandsneyslu. Ekki efa ég það að Finnur reyni að hámarka hagnað fyrirtækis síns. Hann verður þó að gæta viss hófs í álagningu því hann er ekki einn á markaði.Milliliðakenningin endurvakin Í refsiverðri einfeldni minni hef ég lengi vel viljað trúa því, að framleiðslukerfi búvöruframleiðslunnar væri hannað með hag bænda í huga. Ég var alinn upp við þá hugsun. Offramleiðsla gagnast þó síst bændum. Eins og dæmin sanna er hún mikil ólyfjan í afkomu þeirra. Þeir verða að þiggja það sem að þeim er rétt. Geta sér enga vörn veitt með framleiðslustýringu. Offramleiðslan gæti þó komið sér vel fyrir neytendur, því þeir fá kjötið á tiltölulega lágu verði. Þeir borga það þó allt til baka með ofurniðurgreiðslum innanlands og beingreiðslum sem notaðar eru m.a. til að framleiða kjöt ofan í efnaða útlendinga. Hagnast milliliðirnir hans Finns á offramleiðslunni? Kemur það sér vel fyrir verslunina að selja vöru sem framleidd er langt umfram eftirspurn? Í venjulegu markaðskerfi setur offramleiðsla verslunina í sterkari stöðu gagnvart framleiðendum. Í ríkisvernduðu verðlagskerfi er það ekki svo.Er offramleiðslan fyrir afurðastöðvarnar ? Það verður því að leita lengra til að finna þann sem stýrir því og lifir af því að viðhalda offramleiðslu á lambakjöti. Pólitíkin með sitt yfirgangssama og rangláta kosningakerfi er hér ekki ein að verki en hún er handlangari afurðastöðva landbúnaðarins. Það eru þær sem hagnast fyrst og fremst á offramleiðslunni, þó þær séu sennilega ekkert sérlega öfundsverðar af afkomu sinni. Hitt er ljóst að nokkuð stór hluti tekna þeirra kemur frá geymslu á óseljanlegu lambakjöti og meðhöndlun og sölu kjöts til útlanda. Án þessara liða yrði rekstur afurðastöðvanna eflaust mun erfiðaðri. Þá má geta þess að fyrir utan beingreiðsluféð sem greiðir niður kjötið til útlendinganna þá er ullin stórlega niðurgreidd. Sauðfjárbúskapur er ekki arðvænleg atvinnugrein. Til að svo geti orðið þarf að draga verulega úr framleiðslu lambakjöts og verðleggja það hátt á markaðslegum forsendum. Lambakjötið er löngu hætt að vera aðalfæða landsmanna. Villilambakjöt er miklu nær því að vera sælkerafæði en til framfærslu fátækra. Styrkir til bænda geta verið með allt öðrum og umhverfisvænni hætti. Með aukinni heimavinnslu geta bændur aukið ábata sinn. Það væri vissulega meira gaman að versla hjá Finni ef hann seldi okkur sperðla frá Þverá eða hangikjöt frá Haga. En umfram allt þarf að draga úr framleiðslunni. Það hagnast enginn á því að framleiða, vinna eða selja offramleidda, niðurgreidda vöru. Sovésku leiðtogarnir þekktu heldur ekki lögmál framboðs og eftirspurnar, enda hrundi ríki þeirra.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun