Hugleiðingar um hreiðurgerð á alþjóðlegum degi arkitektúrs Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar 5. október 2015 07:36 Vistvænn hugsunarháttur og sjálfbært samfélag. Þessi hugtök hafa verið áberandi síðustu ár, sérstaklega eftir bankahrunið sem hristi duglega upp í hugum fólks. Það var engu líkara en að heimurinn væri tilbúinn til að endurmeta stöðuna – upp að einhverju marki. Arkitektar, hér heima og erlendis, hafa tekið umræðuna alvarlega og mótað markmið um hvaða eiginleikum sjálfbær bygging eigi að búa yfir. Hún þarf meðal annars að vera endingargóð og sveigjanleg, nýta rýmið á hagkvæman hátt, stuðla að góðu innilofti og birtu, fara vel með auðlindir eins og vatn og orku, auk þess að falla vel að náttúru og byggð. Þetta eru allt góð markmið og á pari við almenn gæði í góðum arkitektúr. Möguleikinn til að lifa saman í sjálfbæru húsi er sannarlega fyrir hendi. Síðan ég byrjaði að fylgjast með sjálfbærni í arkitektúr hefur tækninni fleygt fram. Byggingarefni þróast stöðugt og til eru teikniforrit sem geta leiðbeint okkur ítarlega við að hanna sjálfbært hús. Samt er eitthvað sem truflar mig í allri þessari hugsun um sjálfbærni og er ótrúlega erfitt að takmarka hugann við húsið eitt og sér. Það sem leitar á mig er spurningin um hvernig mannskepnan, einkum á Vesturlöndum, varð svona ótrúlega ósjálfbær? Vísindin hafa sýnt okkur að lífstíll okkar er bara alveg út úr kú þegar hugað er að vistkerfi heimsins. Staðreyndirnar tala sínu máli en samt breytum við okkar óæskilegu venjum löturhægt. Við fæðumst í raun ósjálfbær, rétt eins og það sé okkar eiginlega náttúra. Það er erfitt að eiga barn án þess að eiga líka bíl og til að stytta stundir barnanna í aftursætinu sitja þau mörg hver með iPhone eða iPad. Lítil og skemmtileg tæki en þó er vert að leiða hugann að kjörum og aðstæðum verkamannanna sem búa þau til. Það er líka umhugsunarvert hversu mikla fyrirhöfn við virðumst þurfa til að lifa af, miðað við önnur dýr. Erum við í alvöru svo greindar verur eftir allt saman? Ég öfunda stundum fuglana sem ekki þurfa að sækja um byggingarleyfi og eyða tíma í margslungnar reglugerðir og staðla þegar útbúa á hreiður. Á haustin geta fuglarnir svo bara flogið suður á bóginn, frjálsir ferða sinna. Hreiðurgerð mannsins er öllu flóknari auk þess sem það getur verið erfitt að missa ekki hreiðrið. Eftir bankahrunið heyrum við ótrúlegar sögur eins og um unga fjölskyldu sem rekin var út úr húsnæði sínu með 34 milljón króna skuld á bakinu. Í slíku tilfelli þurfa nokkrir aðilar að leika sitt hlutverk, innan ákveðins kerfis. Hvert var aftur markmið þessa kerfis og fyrir hverja er það hannað? Af hverju erum við að nota það, fyrst það vinnur svo miskunnarlaust gegn grunnþörfum mannsins? Þetta kerfi barst ekki með vindinum. Við sköpuðum það sjálf. Ef við horfum á hlutina í stærra samhengi þá erum við ekki ein um að geta kvartað hér á landi. Svo dæmi sé tekið er íbúum félagsíbúða í London komið fyrir í annarri borg svo byggja megi fleiri lúxusíbúðir í stórborginni. Hverfi lúxusíbúða standa svo reyndar tóm og eyðileggja þannig nærumhverfið því eigendurnir eiga hvort sem er fleiri íbúðir. Mörg dæmi af ranglæti og sóun sem þessari má því miður finna víðsvegar úti í hinum stóra heimi. Vandamál varðandi vistkerfi heimsins tengjast þannig öðrum vandamálum sem steðja að eins og ójöfnuði manna á milli. Það er eins og kerfin sem við búum til við að betrumbæta líf okkar og gera það skilvirkara hafi alltaf einhverja ótrúlega vankanta í för með sér, ekki bara hvað snertir náttúruna og vistkerfin heldur líka okkar eigin tegund. Hvað erum við að gera rangt og hvernig getum við breytt þessu? Ég játa að ég hef ekki öll svörin á reiðum höndum. Mér dettur þó fyrst í hug að við verðum að hlúa betur að náttúrugreind okkar. Huga að því hvaðan við komum í samhengi náttúrunnar og hvernig við erum hluti af þessari heild. Við verðum að skilja vistkerfin okkar og njóta þeirra. Það er í raun nóg að fara út í fjöru og skynja allan heiminn sem bíður okkar þar. Það mikilvægasta af öllu er samt að við spyrjum okkur hvers konar manneskjur við viljum vera og hvers konar samfélög við viljum byggja? Það er sjálfsagt að fagna öllum framförum á sviði tækni og vísinda. Framfarir eru þó tilgangslausar í sjálfu sér ef við þokumst ekkert áfram siðferðislega. Við megum samt ekki gleyma að flest reynum við að hjálpa þegar bjátar á, hér heima fyrir og erlendis. Við höfum þrátt fyrir allt sterkar siðferðislegar undirstöður til að byggja á. Í dag, á alþjóðlegum degi arkitektúrs, er vert að hafa í huga að arkitektúr er góður og sjálfbær þegar hann virkar fyrir alla en ekki bara suma. Gerum því móður jörð að góðu heimili fyrir okkur öll, bæði dýr og menn og gróður jarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Vistvænn hugsunarháttur og sjálfbært samfélag. Þessi hugtök hafa verið áberandi síðustu ár, sérstaklega eftir bankahrunið sem hristi duglega upp í hugum fólks. Það var engu líkara en að heimurinn væri tilbúinn til að endurmeta stöðuna – upp að einhverju marki. Arkitektar, hér heima og erlendis, hafa tekið umræðuna alvarlega og mótað markmið um hvaða eiginleikum sjálfbær bygging eigi að búa yfir. Hún þarf meðal annars að vera endingargóð og sveigjanleg, nýta rýmið á hagkvæman hátt, stuðla að góðu innilofti og birtu, fara vel með auðlindir eins og vatn og orku, auk þess að falla vel að náttúru og byggð. Þetta eru allt góð markmið og á pari við almenn gæði í góðum arkitektúr. Möguleikinn til að lifa saman í sjálfbæru húsi er sannarlega fyrir hendi. Síðan ég byrjaði að fylgjast með sjálfbærni í arkitektúr hefur tækninni fleygt fram. Byggingarefni þróast stöðugt og til eru teikniforrit sem geta leiðbeint okkur ítarlega við að hanna sjálfbært hús. Samt er eitthvað sem truflar mig í allri þessari hugsun um sjálfbærni og er ótrúlega erfitt að takmarka hugann við húsið eitt og sér. Það sem leitar á mig er spurningin um hvernig mannskepnan, einkum á Vesturlöndum, varð svona ótrúlega ósjálfbær? Vísindin hafa sýnt okkur að lífstíll okkar er bara alveg út úr kú þegar hugað er að vistkerfi heimsins. Staðreyndirnar tala sínu máli en samt breytum við okkar óæskilegu venjum löturhægt. Við fæðumst í raun ósjálfbær, rétt eins og það sé okkar eiginlega náttúra. Það er erfitt að eiga barn án þess að eiga líka bíl og til að stytta stundir barnanna í aftursætinu sitja þau mörg hver með iPhone eða iPad. Lítil og skemmtileg tæki en þó er vert að leiða hugann að kjörum og aðstæðum verkamannanna sem búa þau til. Það er líka umhugsunarvert hversu mikla fyrirhöfn við virðumst þurfa til að lifa af, miðað við önnur dýr. Erum við í alvöru svo greindar verur eftir allt saman? Ég öfunda stundum fuglana sem ekki þurfa að sækja um byggingarleyfi og eyða tíma í margslungnar reglugerðir og staðla þegar útbúa á hreiður. Á haustin geta fuglarnir svo bara flogið suður á bóginn, frjálsir ferða sinna. Hreiðurgerð mannsins er öllu flóknari auk þess sem það getur verið erfitt að missa ekki hreiðrið. Eftir bankahrunið heyrum við ótrúlegar sögur eins og um unga fjölskyldu sem rekin var út úr húsnæði sínu með 34 milljón króna skuld á bakinu. Í slíku tilfelli þurfa nokkrir aðilar að leika sitt hlutverk, innan ákveðins kerfis. Hvert var aftur markmið þessa kerfis og fyrir hverja er það hannað? Af hverju erum við að nota það, fyrst það vinnur svo miskunnarlaust gegn grunnþörfum mannsins? Þetta kerfi barst ekki með vindinum. Við sköpuðum það sjálf. Ef við horfum á hlutina í stærra samhengi þá erum við ekki ein um að geta kvartað hér á landi. Svo dæmi sé tekið er íbúum félagsíbúða í London komið fyrir í annarri borg svo byggja megi fleiri lúxusíbúðir í stórborginni. Hverfi lúxusíbúða standa svo reyndar tóm og eyðileggja þannig nærumhverfið því eigendurnir eiga hvort sem er fleiri íbúðir. Mörg dæmi af ranglæti og sóun sem þessari má því miður finna víðsvegar úti í hinum stóra heimi. Vandamál varðandi vistkerfi heimsins tengjast þannig öðrum vandamálum sem steðja að eins og ójöfnuði manna á milli. Það er eins og kerfin sem við búum til við að betrumbæta líf okkar og gera það skilvirkara hafi alltaf einhverja ótrúlega vankanta í för með sér, ekki bara hvað snertir náttúruna og vistkerfin heldur líka okkar eigin tegund. Hvað erum við að gera rangt og hvernig getum við breytt þessu? Ég játa að ég hef ekki öll svörin á reiðum höndum. Mér dettur þó fyrst í hug að við verðum að hlúa betur að náttúrugreind okkar. Huga að því hvaðan við komum í samhengi náttúrunnar og hvernig við erum hluti af þessari heild. Við verðum að skilja vistkerfin okkar og njóta þeirra. Það er í raun nóg að fara út í fjöru og skynja allan heiminn sem bíður okkar þar. Það mikilvægasta af öllu er samt að við spyrjum okkur hvers konar manneskjur við viljum vera og hvers konar samfélög við viljum byggja? Það er sjálfsagt að fagna öllum framförum á sviði tækni og vísinda. Framfarir eru þó tilgangslausar í sjálfu sér ef við þokumst ekkert áfram siðferðislega. Við megum samt ekki gleyma að flest reynum við að hjálpa þegar bjátar á, hér heima fyrir og erlendis. Við höfum þrátt fyrir allt sterkar siðferðislegar undirstöður til að byggja á. Í dag, á alþjóðlegum degi arkitektúrs, er vert að hafa í huga að arkitektúr er góður og sjálfbær þegar hann virkar fyrir alla en ekki bara suma. Gerum því móður jörð að góðu heimili fyrir okkur öll, bæði dýr og menn og gróður jarðar.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun